Innlent Með tæp 7 prómill í blóðinu Lögreglan í Finnlandi stóð heimamann nýlega að ölvunarakstri. Reyndist maðurinn vera með 6,84 prómill af áfengi í blóðinu, en til samanburðar má nefna að á Íslandi þarf 0,5 prómill til að missa ökuleyfið. Innlent 24.8.2006 22:20 Fjórðungur vinnur í fríinu Einn af hverjum fjórum íslenskum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þótt hann sé í fríi. Nálægt því sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggjur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi. Innlent 24.8.2006 22:19 60 grömm af amfetamíni Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði um tvö leytið í nótt, eftir að lítilræði af fíkniefnum, sem lögregla telur vera amfetamín, fannst í bifreið þeirra. Karlmennirnir eru á aldrinum 25 til 30 ára og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Innlent 24.8.2006 22:19 Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22 Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár. Frjálsi fjárfestingabankinn hagnaðist um tæpar 580 milljónir króna á fyrri hluta ársins sem er 150 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005. Þetta er meiri hagnaður en allt árið í fyrra sem þó var besta ár félagsins. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22 Fær leyfi til að tjá sig um virkjanaframkvæmdir Yfirmenn Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings og starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur, hafa veitt honum leyfi til að tjá sig á ný um framkvæmdir Kárahnjúkavirkjunar. Grímur heldur fast í þá skoðun sína að það vanti mikið upp á jarðfræðihlutann í matskýrslu um virkjunina. Innlent 24.8.2006 19:21 Veitti sér sjálfur áverkana Niðurstaða lögreglurannsóknar hefur leitt í ljós að Kínverjinn sem fluttur var særður til Reykjavíkur frá Kárahnjúkum á sunnudagsmorgun veitti sér áverkana sjálfur og notaði til þess naglbít. Því hefur maðurinn neitað við yfirheyrslur og segir tvo grímuklædda menn hafa ráðist á sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti lögreglunnar á Seyðisfirði. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sá um vettvangsrannsókn, hefur verið studd með áliti réttarmeinafræðings. Innlent 24.8.2006 19:13 Nauðsynlegt að fylgjast með netnotkun barna Unglingsdrengur í Bandaríkjunum seldi sig á Netinu eftir að barnaníðingar höfðu smátt og smátt unnið traust hans og fengið hann til að sýna sig við kynlífsathafnir með vefmyndavél. Saga hans mun ekki vera einsdæmi. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur segir nauðsynlegt að fylgst sé með netnotkun barna án þess þó að þau séu svipt frelsinu. Innlent 24.8.2006 19:06 Ætlar ekki að breyta neinu Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Innlent 24.8.2006 19:05 Tryggja seljendur fyrir göllum fasteigna Söluvernd er ný trygging frá Vátryggingafélagi Íslands. Tryggingin bætir fjártjón seljenda vegna skaðabótakrafna sem upp kunna að koma, að hálfu kaupenda, vegna galla á fasteigninni. Innlent 24.8.2006 17:51 Actavis gerir gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva Actavis hefur gert gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva en fyrirtækið hefur barist við lyfjafyrirtækið Barr um að ná yfirhöndinni í fyrirtækinu. Tilboð Actavis er nú til skoðunar hjá Fjármálaeftirliti Króatíu. Innlent 24.8.2006 18:05 22,2 milljónir afhentar góðgerðarsamtökum Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. Innlent 24.8.2006 17:34 Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Innlent 24.8.2006 16:03 Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 24.8.2006 16:01 Endurfjármögnunarþörfin tryggð Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða Viðskipti innlent 24.8.2006 15:02 Reykjanesskagi verði eldfjallagarður Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna. Innlent 24.8.2006 14:10 Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. Innlent 24.8.2006 13:51 Lést af völdum áverka Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í aðfaranótt sunnudags, þegar hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur, er látinn. Hann hét Dariusz Wojewoda og var Pólverji, búsettur í Borgarnesi. Hann var tuttugu og fimm ára og lætur eftir sig unnustu. Félagi mannsins sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu. Innlent 24.8.2006 13:29 Metafgangur hjá ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Viðskipti innlent 24.8.2006 13:02 Spá lækkun stýrivaxta næsta vor Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum. Viðskipti innlent 24.8.2006 12:40 Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins. Innlent 24.8.2006 12:08 Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Innlent 24.8.2006 12:02 Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Innlent 24.8.2006 12:02 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var konu á níræðisaldri á gatmótum Suðurlandsbraut og Engjavegs skömmu fyrir hádegi. Konan var á gangi á gangbraut þegar bíll ók á hana. Hún hlaut minniháttar áverka og var flutt á slysadeild Landspítalans. Innlent 24.8.2006 11:27 Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju. Innlent 24.8.2006 10:31 Mikill áhugi fyrir rekstri ferðaskrifstofa 131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til Ferðamálastofu um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda. Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og þá var Ferðamálastofu falin útgáfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðakskipuleggjenda, auk eftirlits með umræddri starfsemi. Innlent 24.8.2006 10:13 Ólöglegt að gefa sígarettur Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld. Innlent 24.8.2006 08:23 Þingmenn framsóknarflokksins eiga rúm þrjú sæti af tólf nefndum Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 af tólf fastanefndum Alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis-og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi. Innlent 24.8.2006 08:11 Aukavinna með skóla hefur áhrif á námsárangur Framhaldsskólanemum sem vinna meira en þrjátíu tíma á viku með skóla gengur yfirleitt betur í skóla en hinum sem vinna lítið eða ekki, þrátt fyrir að þeir eyði minni tíma í heimavinnu, séu meira fjarverandi og sofi minna. Morgunblaðið hefur þetta eftir niðurstöðum þriggja félagsfræðinga. Þeim sem ekki vinna með skólanum skemmta sér hins vegar yfirleitt betur í skólanum. Innlent 24.8.2006 08:08 Fundin eftir átta ára leit Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu. Erlent 24.8.2006 08:01 « ‹ 274 275 276 277 278 279 280 281 282 … 334 ›
Með tæp 7 prómill í blóðinu Lögreglan í Finnlandi stóð heimamann nýlega að ölvunarakstri. Reyndist maðurinn vera með 6,84 prómill af áfengi í blóðinu, en til samanburðar má nefna að á Íslandi þarf 0,5 prómill til að missa ökuleyfið. Innlent 24.8.2006 22:20
Fjórðungur vinnur í fríinu Einn af hverjum fjórum íslenskum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þótt hann sé í fríi. Nálægt því sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggjur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi. Innlent 24.8.2006 22:19
60 grömm af amfetamíni Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði um tvö leytið í nótt, eftir að lítilræði af fíkniefnum, sem lögregla telur vera amfetamín, fannst í bifreið þeirra. Karlmennirnir eru á aldrinum 25 til 30 ára og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Innlent 24.8.2006 22:19
Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22
Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár. Frjálsi fjárfestingabankinn hagnaðist um tæpar 580 milljónir króna á fyrri hluta ársins sem er 150 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005. Þetta er meiri hagnaður en allt árið í fyrra sem þó var besta ár félagsins. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22
Fær leyfi til að tjá sig um virkjanaframkvæmdir Yfirmenn Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings og starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur, hafa veitt honum leyfi til að tjá sig á ný um framkvæmdir Kárahnjúkavirkjunar. Grímur heldur fast í þá skoðun sína að það vanti mikið upp á jarðfræðihlutann í matskýrslu um virkjunina. Innlent 24.8.2006 19:21
Veitti sér sjálfur áverkana Niðurstaða lögreglurannsóknar hefur leitt í ljós að Kínverjinn sem fluttur var særður til Reykjavíkur frá Kárahnjúkum á sunnudagsmorgun veitti sér áverkana sjálfur og notaði til þess naglbít. Því hefur maðurinn neitað við yfirheyrslur og segir tvo grímuklædda menn hafa ráðist á sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti lögreglunnar á Seyðisfirði. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sá um vettvangsrannsókn, hefur verið studd með áliti réttarmeinafræðings. Innlent 24.8.2006 19:13
Nauðsynlegt að fylgjast með netnotkun barna Unglingsdrengur í Bandaríkjunum seldi sig á Netinu eftir að barnaníðingar höfðu smátt og smátt unnið traust hans og fengið hann til að sýna sig við kynlífsathafnir með vefmyndavél. Saga hans mun ekki vera einsdæmi. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur segir nauðsynlegt að fylgst sé með netnotkun barna án þess þó að þau séu svipt frelsinu. Innlent 24.8.2006 19:06
Ætlar ekki að breyta neinu Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Innlent 24.8.2006 19:05
Tryggja seljendur fyrir göllum fasteigna Söluvernd er ný trygging frá Vátryggingafélagi Íslands. Tryggingin bætir fjártjón seljenda vegna skaðabótakrafna sem upp kunna að koma, að hálfu kaupenda, vegna galla á fasteigninni. Innlent 24.8.2006 17:51
Actavis gerir gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva Actavis hefur gert gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva en fyrirtækið hefur barist við lyfjafyrirtækið Barr um að ná yfirhöndinni í fyrirtækinu. Tilboð Actavis er nú til skoðunar hjá Fjármálaeftirliti Króatíu. Innlent 24.8.2006 18:05
22,2 milljónir afhentar góðgerðarsamtökum Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. Innlent 24.8.2006 17:34
Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Innlent 24.8.2006 16:03
Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 24.8.2006 16:01
Endurfjármögnunarþörfin tryggð Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða Viðskipti innlent 24.8.2006 15:02
Reykjanesskagi verði eldfjallagarður Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna. Innlent 24.8.2006 14:10
Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. Innlent 24.8.2006 13:51
Lést af völdum áverka Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í aðfaranótt sunnudags, þegar hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur, er látinn. Hann hét Dariusz Wojewoda og var Pólverji, búsettur í Borgarnesi. Hann var tuttugu og fimm ára og lætur eftir sig unnustu. Félagi mannsins sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu. Innlent 24.8.2006 13:29
Metafgangur hjá ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Viðskipti innlent 24.8.2006 13:02
Spá lækkun stýrivaxta næsta vor Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum. Viðskipti innlent 24.8.2006 12:40
Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins. Innlent 24.8.2006 12:08
Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Innlent 24.8.2006 12:02
Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Innlent 24.8.2006 12:02
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var konu á níræðisaldri á gatmótum Suðurlandsbraut og Engjavegs skömmu fyrir hádegi. Konan var á gangi á gangbraut þegar bíll ók á hana. Hún hlaut minniháttar áverka og var flutt á slysadeild Landspítalans. Innlent 24.8.2006 11:27
Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju. Innlent 24.8.2006 10:31
Mikill áhugi fyrir rekstri ferðaskrifstofa 131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til Ferðamálastofu um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda. Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og þá var Ferðamálastofu falin útgáfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðakskipuleggjenda, auk eftirlits með umræddri starfsemi. Innlent 24.8.2006 10:13
Ólöglegt að gefa sígarettur Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld. Innlent 24.8.2006 08:23
Þingmenn framsóknarflokksins eiga rúm þrjú sæti af tólf nefndum Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 af tólf fastanefndum Alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis-og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi. Innlent 24.8.2006 08:11
Aukavinna með skóla hefur áhrif á námsárangur Framhaldsskólanemum sem vinna meira en þrjátíu tíma á viku með skóla gengur yfirleitt betur í skóla en hinum sem vinna lítið eða ekki, þrátt fyrir að þeir eyði minni tíma í heimavinnu, séu meira fjarverandi og sofi minna. Morgunblaðið hefur þetta eftir niðurstöðum þriggja félagsfræðinga. Þeim sem ekki vinna með skólanum skemmta sér hins vegar yfirleitt betur í skólanum. Innlent 24.8.2006 08:08
Fundin eftir átta ára leit Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu. Erlent 24.8.2006 08:01