Innlent

Fréttamynd

Fjórir á slysadeild eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs um níuleytið í gærkvöldi en meiðsl allra reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Stal sex páskaeggjum úr búð

Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir þjófnað og fjársvik. Maðurinn er ákærður fyrir að stela fartölvu í Verzlunarskólanum í febrúar síðastliðnum. Í apríl gerði maðurinn sér svo lítið fyrir og stal sex páskaeggjum úr verslun 11/11 að verðmæti tæplega átta þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Það er jafn mikið magn og allt árið í fyrra. Helmingur magns­ins er kókaín. Meðalaldur lögbrjótanna er tæplega 25 ár, sá yngsti var 17 ára.

Innlent
Fréttamynd

Meðalaldur starfsmanna stórmarkaða lækkar um 7 ár

Meðalaldur félagsmanna VR sem vinna í stórmörkuðum hefur lækkað um heil sjö ár síðan árið 2000 og segir á heimasíðu VR að félagið hafi heyrt dæmi þess að ungmenni á aldrinum 13 til 14 ára vinni langtum meira en kveðið er á um í reglugerð um vinnu ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur flatskjám stolið í austurborginni

Tveimur flatskjám var stolið úr raftækjaverslun í austurborginni um hálfþrjúleytið í nótt. Verðmæti þeirra er samtals á áttunda hundrað þúsunda. Þjófarnir brutu stóra rúðu til að komast inn í verslunina en þeir komust undan og er þeirra nú leitað.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingasvikin skipta þúsundum

Lögreglan fær aðeins brotabrot af öllum tryggingasvikum á sitt borð á ári, eða þrjú til fjögur. Útilokað er að þau séu svona fá, að mati framkvæmdastjóra hjá Sjóvá. Þau séu frekar um tvö þúsund á ári. Sjóvá fer í átak gegn svikunum.

Innlent
Fréttamynd

Of mörg börn bíða þjónustu

„Það bíða of margir nemendur eftir þjónustu sálfræðings eins og staðan er núna en verið er að vinna í því að stytta biðlistann,“ segir Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fellaskóla.

Innlent
Fréttamynd

Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík

Formaður bankaráðs Seðlabankans segir ekkert mæla gegn því að Davíð Oddsson tjái sig um pólitísk álitamál. Prófessor í stjórnmálafræði segir vandann fremur liggja í pólitískum ráðningum en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Akureyri

Bíll valt á hringveginum norðan Akureyrar til móts við bæinn Grjótgarð laust fyrir tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um meiðsl hans.

Innlent
Fréttamynd

Stunginn með hnífi í bakið

26 ára gamall maður leitaði á slysadeild í Reykjavík upp úr eitt í nótt eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið. Hann þekkti til árásarmanns síns og náðist sá á hlaupum um hálffjögur í nótt, skammt frá heimili sínu í austurborginni.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur sveitarstjóra er konur

Konur eru bæjarstjórar í tveimur af tuttugu fjölmennustu sveitarfélögum landsins, Mosfellsbæ og Árborg. Sextán konur eru sveitarstjórar á landinu, en sveitarfélög landsins eru 79.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að framgangi málsins

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sala Reykjavíkurborgar á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, til íslenska ríkisins, gengur í gegn. Reykjavíkurborg á 45 prósent í Landsvirkjun, íslenska ríkið 50 prósent og Akureyrarbær fimm prósent. Ráðandi meirihluti í borgarstjórn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja hlutinn, að því gefnu að sanngjarnt verð fáist fyrir hlutinn.

Innlent
Fréttamynd

20 milljónir frá íslenska ríkinu

Íslensk stjórnvöld munu veita sem svarar tuttugu milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr-héraði í Súdan, samkvæmt ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fá tölvur sem nýtast í fjarnámi

Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell á Íslandi, skrifuðu í liðinni viku undir samstarfssamning, en öll börn á aldrinum tíu til átján ára sem greinast með krabbamein munu fá Dell fartölvu að gjöf frá EJS.

Innlent
Fréttamynd

250 dýr enn óveidd

Enn á eftir að veiða 250 hreindýr af 909 dýra kvóta á hreindýraveiðisvæðunum á Austurlandi. Veiðar hafa gengið treglega að undanförnu því þoka hefur legið yfir stórum hluta veiðisvæðanna.

Innlent
Fréttamynd

Grafir langt fram á þessa öld

Fyrsta áfanga framkvæmdarinnar við nýjan duftgarð í Sóllandi í Fossvogsdal er lokið, segir Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykja­víkur­prófastsdæma. Landmótuninni er lokið að stórum hluta til, segir Þorgeir. Það er vonast til að kannski verði hægt að taka hluta garðsins í notkun árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Vantar ríflega 100 starfsmenn

Alls vantar starfsfólk í 105 stöðugildi á leikskólum og 28 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar. Þetta kom fram á fundi menntasviðs sem haldinn var í gær. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, aðstoðarsviðsstjóri menntasviðs segir jákvæðu fréttirnar þær að staðan sé betri en á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin vill fá álit almennings

Nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun laga um grunnskóla auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi um hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðunina og hver framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans.

Innlent
Fréttamynd

Efling atvinnulífs mikilvæg

Mikilvægt er að sú umræða sem verið hefur um Austurland undanfarin ár nýtist til jákvæðrar kynningar á landshlutanum og hjálpi til við að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- og félagslíf. Þetta var eitt af því sem fram kom á byggðaþingi undir yfirskriftinni Lífið eftir virkjun sem haldið var á Hallormsstað um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís ráðin aðstoðarrektor

Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Segir kröfur Þórólfs fráleitar

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kröfur Þórólfs Árnasonar, forstjóra Skýrr og fyrrverandi forstjóra Icelandic Group, fráleitar en hann hefur ákveðið að höfða mál á hendur félaginu vegna vanefnda á kauprétti á hlutabréfum, eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu. Þórólfur var forstjóri Icelandic Group í rúma fjóra mánuði en hann hætti störfum hjá félaginu 13.október í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingar sendir á milli landshluta

Tvo til fimm starfsmenn vantar til starfa á hvert sjúkrahús á Austurlandi. Vegna mönnunarvanda við sjúkrahúsin í fjórðungnum hefur þurft að senda sjúklinga á milli byggðarlaga.

Innlent
Fréttamynd

Vantar betri leiðbeiningar

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, gagnrýnir Þjóðskrána fyrir lélega upplýsingagjöf í tengslum við umsóknir fyrirtækja um kennitölur til erlendra starfsmanna sem koma til starfa hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Taka verður tillit til veðráttunnar

„Við erum þegar farnir að velta fyrir okkur hvers konar aðstöðu verði best að koma upp fyrir reykingafólk,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði lífi ungrar konu

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að ógna og ráðast á unga sambýliskonu sína. Maðurinn réðist að konunni vopnaður hnífi aðfaranótt sunnudagsins. Lögregla var kvödd að heimili konunnar í Vesturbænum og handtók manninn. Kom í ljós að konan hafði rispast við árásina en sloppið við stungusár.

Innlent
Fréttamynd

Með hass og hníf á búðarápi

Nítján ára karlmaður var ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir ýmis lögbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni smáræði af hassi sem lögreglumenn fundu við húsleit í maímánuði í fyrra, en þá var maðurinn átján ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla árekstur í Breiðholtinu

Lögregla og slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna áreksturs þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti í Reykjavík. Einn var fluttur á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í skóla nema að landslög séu brotin

Fjöldi nýbúabarna hefur ekki getað byrjað í skóla í haust þar sem þau hafa enn ekki fengið kennitölu. Margra vikna bið er eftir kennitölum hjá þjóðskrá og á meðan geta skólayfirvöld ekki leyft þeim að fara í skólann nema brjóta landslög.

Innlent