Innlent Ferðamannaiðnaður getur verið fátæktargildra Ég set spurningarmerki við það þegar fólk fagnar fjölgun ferðamanna án þess að velta því fyrir sér hvernig tegund ferðaþjónustu fylgir þeim, segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Hann segir nánari greiningu skorta á hagrænum áhrifum þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands. Innlent 5.9.2006 22:12 Áhrifin eru enn óljós Fjármálaráðuneytið telur að áhrif samkomulagsins sem gert var á vinnumarkaði í sumar séu að koma fram í mælingum og séu í samræmi við áætlanir. Markmið samkomulagsins var að eyða óvissu á vinnumarkaði og leggja grunn að hjöðnun verðbólgu. Innlent 5.9.2006 22:13 Bætum úr ef með þarf Fólk hefur verið í fríum og ég er sjálfur að koma úr fríi. Svona ábendingar eru þarfar. Við munum skoða þessar athugasemdir og kanna hvernig við getum bætt úr ef með þarf, segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Þjóðskránni. Innlent 5.9.2006 22:12 Bifreiðin kastaðist til og frá Lögreglumál Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á brú við Núpsvötn á Skeiðarársandi um eittleytið í fyrrinótt. Bifreiðin kastaðist til og frá á brúnni og skall í vegrið. Mikil mildi þykir að sögn lögreglu að bifreiðin hafi haldist inn á brúnni. Innlent 5.9.2006 22:12 Smyglaði inn munntóbaki Fyrrverandi lögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli var í gær dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn tóbaksvarnarlögum. Innlent 5.9.2006 22:12 Þrír fluttir á slysadeild Innlent 5.9.2006 22:13 Braut rifbein og tvær tennur Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir grófa líkamsárás á veitingahúsinu Boomkikker í Hafnarstræti í maímánuði í fyrra. Innlent 5.9.2006 22:13 Lögreglan gengur hart fram gegn mótmælendum og brýtur jafnvel stjórnarskrá. Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson segir greinilegt að dagskipun lögreglunnar sé að mótmæli skuli alls ekki líðast.Hann veltir líka fyrir sér hvort andófsmenn séu á skrá lögreglunnar því reglur um þessi málefni séu ekki birtar og erfitt að afla upplýsinga. Innlent 5.9.2006 19:17 Barnasáttmáli S.þ. lögum ofar Börnum af erlendum uppruna er umsvifalaust hleypt inn í Austurbæjarskóla þó svo þau hafi ekki fengið kennitölu enda telur skólastjórinn fráleitt að brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á meðan fá utangarðsbörn af pólskum uppruna ekki að fara í skóla á Ísafirði vegna þess að dvalarleyfisumsóknir foreldra þeirra eru til meðhöndlunar í kerfinu. Innlent 5.9.2006 19:11 Taka þarf höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu Óvirðing í garð lögregluyfirvalda eykst stöðugt. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Innlent 5.9.2006 17:19 Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Innlent 5.9.2006 17:13 Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum. Innlent 5.9.2006 17:11 Hálfs árs fangelsi fyrir 30 brot Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot frá desember í fyrra til febrúar í ár. Um var að ræða alls þrjátíu brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og hegningarlögum en maðurinn á að baki langan sakaferil. Innlent 5.9.2006 16:15 Hefur afsalað sér þingmennsku Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi. Innlent 5.9.2006 16:23 Þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR með hlunnindi Nær þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda af einhverju tagi sem hluta af launakjörum. Þetta kemur fram í launakönnun VR sem greint er frá á heimasíðu félagsins. Innlent 5.9.2006 14:32 Boða aðgerðir vegna skerðingar á þjónustu Strætós Íbúar í Árbæ og nálægum hverfum hafa stofna undibúningshóp til að efna til aðgerða vegna niðurskurðar á þjónustu StrætóS í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti. Innlent 5.9.2006 14:01 Hraðakstursbrotum fjölgar mikið í V-Skaftafellssýslu Sjötíu prósentum fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nærri helmingur þeirra sem teknir hafa verið eru erlendir ökumenn. Innlent 5.9.2006 12:18 Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra. Innlent 5.9.2006 12:14 Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi. Innlent 5.9.2006 12:31 Ósætti með að tillaga var ekki rædd í menntaráði Samfylkingin segir meirihlutann í borgarstjórn hafa beitt fljótfærnislegum vinnubrögðum þegar tillaga um að borgin hefji undirbúning á rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni var felld í menntaráði í gær, án umræðu. Innlent 5.9.2006 12:32 Esso og Atlantsolía lækka eldsneytisverð Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og sextíu aura og lítrann af dísilolíu um ena krónu og tíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 122 krónur og sextíu aura en dísillítrinn kostar hins vegar 119 krónur og níutíu aura. Innlent 5.9.2006 12:05 Spá minni vöruskiptahalla Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman í ágúst og útflutningur aukist nokkuð frá fyrri mánuði. Megi því búast við því að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða. Methalli varð á vöruskiptum í júlí. Viðskipti innlent 5.9.2006 11:25 Fólk leggi tímanlega af stað fyrir landsleik Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund. Innlent 5.9.2006 11:05 Atlantsolía lækkar eldsneytisverð Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og lítrann af dísilolíu um fimmtíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 123,2 krónur og 122,2 fyrir dælulyklahafa. Dísillítrinn kostar hins vegar 120,5 krónur og 119,5 krónur fyrir dælulyklahafa. Innlent 5.9.2006 10:39 Vináttuhlaupinu lýkur hér á landi World Harmony Vináttuhlaupinu lýkur formlega nú fyrir hádegi þegar hlauparar Vináttuhlaupsins ásamt krökkum úr Austurbæjarskóla hlaupa frá Hallgrímskirkju niður í Ráðhús Reykjavíkur. Innlent 5.9.2006 10:16 Gistinóttum fjölgar um 11 prósent milli ára Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 11 prósent í júlí síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 176 þúsund í þarsíðasta mánuði en 158.000 í sama mánuði árið 2005. Innlent 5.9.2006 09:55 Nýr stjórnarformaður Excel Airways Group Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, mun taka við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska flugfélagsins Excel Airways. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem taka gildi í lok október. Viðskipti innlent 5.9.2006 09:48 Magnús verður stjórnarformaður Excel Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tekur á næstunni við stjórnarformennsku í breska leiguflugfélaginu Excel Airways Group, sem er í eigu Avion Hann tekur við af Eamonn Mullaney sem hefur tilkynnt um starfslok sín 31. október en hann er einn af stofnendum Excel. Innlent 5.9.2006 09:31 Hagnaður Alfesca 1,1 milljarður króna Hagnaður af rekstri Alfesca á síðasta ári, sem lauk í júní, nam 12 milljón evrum eða eða tæplega 1,1 milljarði króna. Á fjórða fjárhagsári fyrirtækisins tapaði það hins vegar 603.000 evra eða 53,6 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 5.9.2006 09:23 Fimm grunaðir um fíkniefnamisferli Lögregla hafði afskipti af fimm mönnum í Reykjavík um helgina sem grunaðir voru um fíkniefnamisferli, og hitti hún á þá við misjafnar aðstæður. Tveir voru stöðvaðir í bílum sínum við reglubundið eftirlit, einn var gripinn á förnum vegi og annar þegar hann var fluttur á slysadeild eftir áflog. Innlent 5.9.2006 08:24 « ‹ 260 261 262 263 264 265 266 267 268 … 334 ›
Ferðamannaiðnaður getur verið fátæktargildra Ég set spurningarmerki við það þegar fólk fagnar fjölgun ferðamanna án þess að velta því fyrir sér hvernig tegund ferðaþjónustu fylgir þeim, segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Hann segir nánari greiningu skorta á hagrænum áhrifum þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands. Innlent 5.9.2006 22:12
Áhrifin eru enn óljós Fjármálaráðuneytið telur að áhrif samkomulagsins sem gert var á vinnumarkaði í sumar séu að koma fram í mælingum og séu í samræmi við áætlanir. Markmið samkomulagsins var að eyða óvissu á vinnumarkaði og leggja grunn að hjöðnun verðbólgu. Innlent 5.9.2006 22:13
Bætum úr ef með þarf Fólk hefur verið í fríum og ég er sjálfur að koma úr fríi. Svona ábendingar eru þarfar. Við munum skoða þessar athugasemdir og kanna hvernig við getum bætt úr ef með þarf, segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Þjóðskránni. Innlent 5.9.2006 22:12
Bifreiðin kastaðist til og frá Lögreglumál Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á brú við Núpsvötn á Skeiðarársandi um eittleytið í fyrrinótt. Bifreiðin kastaðist til og frá á brúnni og skall í vegrið. Mikil mildi þykir að sögn lögreglu að bifreiðin hafi haldist inn á brúnni. Innlent 5.9.2006 22:12
Smyglaði inn munntóbaki Fyrrverandi lögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli var í gær dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn tóbaksvarnarlögum. Innlent 5.9.2006 22:12
Braut rifbein og tvær tennur Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir grófa líkamsárás á veitingahúsinu Boomkikker í Hafnarstræti í maímánuði í fyrra. Innlent 5.9.2006 22:13
Lögreglan gengur hart fram gegn mótmælendum og brýtur jafnvel stjórnarskrá. Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson segir greinilegt að dagskipun lögreglunnar sé að mótmæli skuli alls ekki líðast.Hann veltir líka fyrir sér hvort andófsmenn séu á skrá lögreglunnar því reglur um þessi málefni séu ekki birtar og erfitt að afla upplýsinga. Innlent 5.9.2006 19:17
Barnasáttmáli S.þ. lögum ofar Börnum af erlendum uppruna er umsvifalaust hleypt inn í Austurbæjarskóla þó svo þau hafi ekki fengið kennitölu enda telur skólastjórinn fráleitt að brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á meðan fá utangarðsbörn af pólskum uppruna ekki að fara í skóla á Ísafirði vegna þess að dvalarleyfisumsóknir foreldra þeirra eru til meðhöndlunar í kerfinu. Innlent 5.9.2006 19:11
Taka þarf höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu Óvirðing í garð lögregluyfirvalda eykst stöðugt. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Innlent 5.9.2006 17:19
Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Innlent 5.9.2006 17:13
Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum. Innlent 5.9.2006 17:11
Hálfs árs fangelsi fyrir 30 brot Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot frá desember í fyrra til febrúar í ár. Um var að ræða alls þrjátíu brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og hegningarlögum en maðurinn á að baki langan sakaferil. Innlent 5.9.2006 16:15
Hefur afsalað sér þingmennsku Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi. Innlent 5.9.2006 16:23
Þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR með hlunnindi Nær þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda af einhverju tagi sem hluta af launakjörum. Þetta kemur fram í launakönnun VR sem greint er frá á heimasíðu félagsins. Innlent 5.9.2006 14:32
Boða aðgerðir vegna skerðingar á þjónustu Strætós Íbúar í Árbæ og nálægum hverfum hafa stofna undibúningshóp til að efna til aðgerða vegna niðurskurðar á þjónustu StrætóS í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti. Innlent 5.9.2006 14:01
Hraðakstursbrotum fjölgar mikið í V-Skaftafellssýslu Sjötíu prósentum fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nærri helmingur þeirra sem teknir hafa verið eru erlendir ökumenn. Innlent 5.9.2006 12:18
Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra. Innlent 5.9.2006 12:14
Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi. Innlent 5.9.2006 12:31
Ósætti með að tillaga var ekki rædd í menntaráði Samfylkingin segir meirihlutann í borgarstjórn hafa beitt fljótfærnislegum vinnubrögðum þegar tillaga um að borgin hefji undirbúning á rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni var felld í menntaráði í gær, án umræðu. Innlent 5.9.2006 12:32
Esso og Atlantsolía lækka eldsneytisverð Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og sextíu aura og lítrann af dísilolíu um ena krónu og tíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 122 krónur og sextíu aura en dísillítrinn kostar hins vegar 119 krónur og níutíu aura. Innlent 5.9.2006 12:05
Spá minni vöruskiptahalla Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman í ágúst og útflutningur aukist nokkuð frá fyrri mánuði. Megi því búast við því að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða. Methalli varð á vöruskiptum í júlí. Viðskipti innlent 5.9.2006 11:25
Fólk leggi tímanlega af stað fyrir landsleik Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund. Innlent 5.9.2006 11:05
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og lítrann af dísilolíu um fimmtíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 123,2 krónur og 122,2 fyrir dælulyklahafa. Dísillítrinn kostar hins vegar 120,5 krónur og 119,5 krónur fyrir dælulyklahafa. Innlent 5.9.2006 10:39
Vináttuhlaupinu lýkur hér á landi World Harmony Vináttuhlaupinu lýkur formlega nú fyrir hádegi þegar hlauparar Vináttuhlaupsins ásamt krökkum úr Austurbæjarskóla hlaupa frá Hallgrímskirkju niður í Ráðhús Reykjavíkur. Innlent 5.9.2006 10:16
Gistinóttum fjölgar um 11 prósent milli ára Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 11 prósent í júlí síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 176 þúsund í þarsíðasta mánuði en 158.000 í sama mánuði árið 2005. Innlent 5.9.2006 09:55
Nýr stjórnarformaður Excel Airways Group Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, mun taka við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska flugfélagsins Excel Airways. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem taka gildi í lok október. Viðskipti innlent 5.9.2006 09:48
Magnús verður stjórnarformaður Excel Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tekur á næstunni við stjórnarformennsku í breska leiguflugfélaginu Excel Airways Group, sem er í eigu Avion Hann tekur við af Eamonn Mullaney sem hefur tilkynnt um starfslok sín 31. október en hann er einn af stofnendum Excel. Innlent 5.9.2006 09:31
Hagnaður Alfesca 1,1 milljarður króna Hagnaður af rekstri Alfesca á síðasta ári, sem lauk í júní, nam 12 milljón evrum eða eða tæplega 1,1 milljarði króna. Á fjórða fjárhagsári fyrirtækisins tapaði það hins vegar 603.000 evra eða 53,6 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 5.9.2006 09:23
Fimm grunaðir um fíkniefnamisferli Lögregla hafði afskipti af fimm mönnum í Reykjavík um helgina sem grunaðir voru um fíkniefnamisferli, og hitti hún á þá við misjafnar aðstæður. Tveir voru stöðvaðir í bílum sínum við reglubundið eftirlit, einn var gripinn á förnum vegi og annar þegar hann var fluttur á slysadeild eftir áflog. Innlent 5.9.2006 08:24