Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund. Lögreglumenn verða á helstu gatnamótum í nágrenni vallarins og stýra umferðinni eftir því sem þörf krefur. Þá eru þeir sem geta hvattir til að leggja smáspöl frá leikvanginum til þess að forðast umferðaröngþveiti.
