Innlent

Fréttamynd

Selja land undir golfvöll

Lagt hefur verið fram í bæjarstjórn Ölfuss verðmat á 336,3 ha landsvæði vegna samnings um sölu á landi undir golfvöll á Hafnarsandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 9 hættur veiðum í ár

Hvalur 9 er hættur veiðum eftir að hafa veitt sjö langreyðar af þeim níu dýra kvóta sem gefinn var út um miðjan október vegna hvalveiða á fiskveiðiárinu 2006 til 2007. Ástæðan er versnandi skilyrði til veiðanna en þær eru háðar góðri birtu og sæmilega góðu sjólagi.

Innlent
Fréttamynd

Kominn úr skugga föður síns

viðtal Arnaldi Indriðasyni rithöfundi kom á óvart þegar bækur hans slógu í gegn og það reyndist honum erfitt að takast á við athyglina sem fylgdi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Arnald í Fréttablaðinu í dag. „Ég kann illa við mig í viðtölum, hef aldrei lært að tala um sjálfan mig eða kynna mig og satt best að segja var það átaksverkefni fyrir mig að bregðast við þessu,“ segir hann meðal annars.

Innlent
Fréttamynd

Stal gínu vegna konuþurftar

Karlmaður á fimmtugsaldri rændi gínu úr verslun í Reykjavík í vikunni. Hann var þó handtekinn stuttu síðar í miðborginni og gínunni komið aftur á sinn stað.

Innlent
Fréttamynd

Málið enn til rannsóknar

Tveir skipverjar á rússneska fiskflutningaskipinu Artois voru sektaðir vegna smyglmálsins sem upp kom á Raufarhöfn fyrir rúmri viku. Lögreglan á Húsavík kom upp um smygl á 1.400 kartonum af sígarettum auk smygls á lítilræði af vodka-flöskum. Skipið er farið frá Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir stuðningi við Odd

Stjórn AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands, lýsir yfir fullum stuðningi við störf Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að rugla tollverðina

Hæstiréttur dæmdi í gær mann, sem sterklega er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaín-smygli, í gæsluvarðhald til 20. desember. Héraðsdómur hafði áður kveðið upp úrskurð á sömu lund.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur vegna nauðgana

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar lýsir þungum áhyggjum vegna ítrekaðra nauðgunarglæpa í og við miðborg Reykjavíkur að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Stefna að álveri í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð og álver vestan við Þorlákshöfn. Orkumagnið sem þetta tvennt krefst er jafnmikið og helmingsframleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir karlmanni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kristófer Erni Sigurðarsyni til heimilis að Logafold 141 í Reykjavík. Hann er um 185 sm á hæð með stutt, skolleitt hár. Kristófer var klæddur í bláar gallabuxur, ljósbláa rúllukragapeysu, svartan teinóttan jakka og svört kúrekastígvél.

Innlent
Fréttamynd

Skákmaraþon Hrafns gengur vel

Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins, hefur nú teflt 70 skákir í skákmaraþoni sínu sem fram fer í Kringlunni. Hrafn hóf maraþonið klukkan níu í morgun og hyggst tefla í 40 klukkustundir eða eins langan tíma og það tekur að tefla 250 skákir. Með þessu er hann að safna fé fyrir starfi Hróksins á Grænlandi og hefur sparibauk verið komið fyrir í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðastyrkur framvegis til tveggja fylgdarmanna barna

Ferðastyrkur verður framvegis greiddur fyrir tvo fylgdarmenn en ekki einn þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð eftir breytingar á reglugerð sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í dag. Um leið kynnti ráðherrann breytingarnar fyrir fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir kjördæmisþing

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnir á morgun uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum á blaðamannafundi í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 14. Fyrr um daginn heldur Framsóknarflokkurinn aukakjördæmisþing á sama stað þar sem líklegt er að framsóknarmenn stilli Siv upp til forystu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Tundurdufl í trolli togara gert óvirkt

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgælsunnar hafa gert tundurdufl sem fyrstitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið í nótt óvirkt. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að tundurduflið hafi komið í trollið hjá Kleifarberginu þegar togarinn var staddur um 40 sjómílur norður af Straumnesi um klukkan fjögur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Vægi Íslands eykst í Norðurlandaráði

Norðurlandaráð og Vestnorræna ráðið ætla í sameiningu að gera Norðurskautssvæðið og Vestur-Norðurlönd að sýningarglugga, til að vekja athygli á loftslagsbreytingum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpi vísað til annarrar umræðu

Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lauk á Alþingi um klukkan tvö í dag. Samþykkt var að vísa því til annarrar umræðu og menntamálanefndar með 32 samhljóða atkvæðum en 31 þingmaður var fjarstadddur.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginleg kynning á norrænum mat

Norræn matvæli verða í sviðsljósinu í verkefni sem Norræna ráðherranefndin er að hleypa af stokkunum. Markmiðið er að breiða út þekkingu á hráefnum og tilbúnum matvælum frá Norðurlöndum á matar- og ferðaþjónustumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða

Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað

Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað í heimahúsi, en með brotinu rauf hún skilorð. Konan var ákærð bæði fyrir þjófnað í verslun Europris í Reykjavík i nóvember í fyrra og fyrir að hafa farið inn hús í miðbænum á Þorláksmessu í fyrra og reynt að hafa þaðan á brott fatnað, matvæli og jólagjafir:

Innlent
Fréttamynd

Osta- og smjörsalan áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Osta- og smjörsalan hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá því um miðjan október þess efnis að fyrirtækið hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að láta Mjólku greiða hærra verð fyrir undanrennuduft en annan viðskiptavin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Osta- og smjörsölunni.

Innlent
Fréttamynd

Gjald í Framkvæmdasjóð aldraða hækki um tæp fjögur prósent

Heibrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 6.075 krónum í 6.314. Hækkunin nemur um fjórum prósentum og segir í athugasemdum með frumvarpinu að hún sé vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember í fyrra, en þá hafi byggingarvísitalan hækkað um tæp fjögur prósent.

Innlent
Fréttamynd

Rændi gínu til að bæta fyrir kvenmannsleysi

Þau eru misjöfn verkefnin sem lögregla fæst við og þeir þjófar sem hún hefur afskipti af misörvæntingarfullir. Þannig var karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn í gær eftir að hann hafði haft gínu úr verslun á brott með sér.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tundurdufl í trollið

Sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni kanna nú tundurdufl sem togarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið hjá sér í nótt. Þá var skipið að veiðum á Vestfjarðamiðum og var veiðum hætt í kjölfarið enda vildu skipverjar fara að öllu með gát.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 120 óku of hratt á gatnamótum

Ríflega 120 ökumenn sem fóru um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eiga yfir höfði sér sektir vegna hraðakstursbrota sem náðust á löggæslumyndavél þar á síðasta sólarhring. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að meðalhraði hinna brotlegu hafi verið um 82 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 115. Það telst vera ofsaakstur þar sem hámarkshraði á þessum fjölförnustu gatnamótum borgarinnar er 60 kílómetrar á klukkustund.

Innlent