Innlent

Fékk tundurdufl í trollið

Sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni kanna nú tundurdufl sem togarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið hjá sér í nótt. Þá var skipið að veiðum á Vestfjarðamiðum og var veiðum hætt í kjölfarið enda vildu skipverjar fara að öllu með gát. Tveir sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni flugu vestur í morgun og eru þeir nú um borð í Kleifarberginu sem statt er inni á Ísafjarðardjúpi og kanna búnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×