Innlent

Tundurdufl í trolli togara gert óvirkt

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að störfum.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að störfum. MYND/Landhelgisgæslan

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgælsunnar hafa gert tundurdufl sem fyrstitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið í nótt óvirkt. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að tundurduflið hafi komið í trollið hjá Kleifarberginu þegar togarinn var staddur um 40 sjómílur norður af Straumnesi um klukkan fjögur í nótt.

Hélt skipið þegar áleiðis inn á Ísafjarðardjúp og voru tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar ræstir út til að fara vestur. Voru þeir fluttir út í togarann í mynni Skutulsfjarðar á björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnari F. Friðrikssyni. Vel gékk að gera tundurduflið óvirkt og var það flutt á afvikinn stað þegar komið var til Ísafjarðar og því eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×