Innlent

Kominn úr skugga föður síns

viðtal Arnaldi Indriðasyni rithöfundi kom á óvart þegar bækur hans slógu í gegn og það reyndist honum erfitt að takast á við athyglina sem fylgdi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Arnald í Fréttablaðinu í dag. „Ég kann illa við mig í viðtölum, hef aldrei lært að tala um sjálfan mig eða kynna mig og satt best að segja var það átaksverkefni fyrir mig að bregðast við þessu,“ segir hann meðal annars.

Arnaldur ræðir auk þess áhrif föður síns, Indriða G. Þorsteinssonar, á sig og hvernig hann upplifði sig lengi sem í skugga hans.

Erlendur rannsóknarlögreglumaður er lagður til hliðar í nýjustu bók Arnaldar, Konungsbók, en þar kveðst Arnaldur vilja minna á hinn ómetanlega menningararf Íslendinga, sem sé að gleymast í þjóðfélagi þar sem efnishyggjan er að verða allsráðandi. "Mörgum hugnast ekki þær miklu breytingar sem hafa orðið á samfélaginu á stuttum tíma og finnst þeir hreinlega vera skildir eftir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×