Innlent Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. Innlent 13.11.2006 11:38 Mótmæla fyrirhuguðum byggingum í Höfðatorgsreitnum Íbúar í Túnahverfi Í Reykjavík mótmæla byggingum sem áætlað er að rísi samkvæmt deiliskipulagi Höfðatorgsreitsins. Yfir tvö hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis. Hópurinn fer fram á að gert verið umhverfismat á deiliskipulaginu. Innlent 13.11.2006 10:48 Hagnaður FL Group 11 milljarðar króna FL Group skilaði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða krónur í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum krónum miðað við rúma 4,6 milljarða krónur í fyrra. Viðskipti innlent 13.11.2006 10:26 Vilja landsmiðstöð í málefnum innflytjenda á Vestfjörðum Fjórðungssamband Vestfirðinga vill að Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum verði landsmiðstöð í málefnum innflytjenda og hefur ítrekað þá afstöðu sína við félagsmálaráðherra. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en stjórn félagsins ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að óska eftir viðræðum um málið við félagsmálaráðherra. Innlent 13.11.2006 10:03 Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum. Viðskipti innlent 13.11.2006 09:40 Sala á rauðum nefjum hefst í dag Sala á rauðum nefjum UNICEF hefst í dag. Sala nefjanna er hluti af Degi rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur þann 1. desember. Allur ágóði af sölu nefjanna rennur til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur með bágstöddum börnum um allan heim. Innlent 13.11.2006 09:36 Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Innlent 12.11.2006 19:46 Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. Innlent 12.11.2006 19:29 Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Innlent 12.11.2006 18:56 Á leið inn á Alþingi á ný þremur árum eftir fangelsisvist Þremur árum eftir að Árni Johnsen losnaði úr fangelsi fyrir fjárdrátt og mútuþægni er hann á leið inn á Alþingi á ný. Árni kvaðst í dag kjósa að gleyma því sem liðið er en sækjast í það sem er fram undan. Innlent 12.11.2006 18:50 Spáir stormi með ofankomu víða um land á morgun „Það má búast við stormi víða um land á morgun með snjókomu og skafrenningi á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum en úrkomulitlu veðri syðra,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á veðurstofu NFS um veðurhorfurnar næsta sólarhring. Innlent 12.11.2006 17:57 Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi. Innlent 12.11.2006 16:28 TF-LÍF sækir slasaðan sjómann á olíuskip Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á leið til Reykjavíkur með slasaðan sjómann sem hún sótti út á stórt olíuflutningaskip sem statt er 210 sjómílur suðvestur af landinu. Maðurinn mun hafa hlotið opið fótbrot en beiðni barst frá björgunarmiðstöðinni í Sankti Pétursborg um klukkan hálfeitt í dag. Innlent 12.11.2006 16:13 Flugfélög sökuð um samráð Icelandair og Iceland Express eru sökuð samráð um fjargjalda- og flugskattahækkanir á síðustu þremur árum í nýju blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar er bent á að skattar og gjöld sem þau leggi á fargjöld hafi hækkað um allt að 147 prósent á síðustu þremur árum og þá hafi lægstu fargjöld hækkað um fimmtíu prósent. Innlent 12.11.2006 15:57 Atvinnuleysi ekki minna í sex ár Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Innlent 12.11.2006 14:34 Listi sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi kynntur um næstu helgi Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hrútafirði í gær um framboðsmál flokksins en þar er nú unnið að því að stilla upp lista fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 14:12 Varað við óveðri á Norðausturlandi Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði. Innlent 12.11.2006 13:59 Vilja 30 km hámarkshraða í flestum íbúðargötum bæjarins Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd bæjarins um að hámarkshraði verði 30 kílómetrar í flestum íbúðargötum bæjarins. Þetta kemur fram á fréttavef Víkufrétta. Innlent 12.11.2006 13:51 Vinstri - grænir stilla upp lista í Norðvesturkjördæmi Fulltrúaráð Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í Búðardal í gær að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 12:52 Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga. Innlent 12.11.2006 12:30 Árni Johnsen sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Innlent 12.11.2006 12:24 Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Innlent 12.11.2006 11:52 Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu. Innlent 12.11.2006 11:06 Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39 Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 12.11.2006 10:49 Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42 Æsispennandi barátta í Kraganum Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. Innlent 12.11.2006 09:53 Steinunn Valdís eini nýliðinn í átta efstu sætunum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er eini nýliðinn í átta efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Ögmundsdóttir þingkona hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda í prófkjörinu og er því á leið af þingi. Þetta varð ljóst eftir prófkjör flokksins í gær. Innlent 12.11.2006 09:48 Árni Johnsen á leið á þing aftur Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út. Innlent 12.11.2006 09:14 Árni Johnsen enn í öðru sæti í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 12.11.2006 00:26 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. Innlent 13.11.2006 11:38
Mótmæla fyrirhuguðum byggingum í Höfðatorgsreitnum Íbúar í Túnahverfi Í Reykjavík mótmæla byggingum sem áætlað er að rísi samkvæmt deiliskipulagi Höfðatorgsreitsins. Yfir tvö hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis. Hópurinn fer fram á að gert verið umhverfismat á deiliskipulaginu. Innlent 13.11.2006 10:48
Hagnaður FL Group 11 milljarðar króna FL Group skilaði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða krónur í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum krónum miðað við rúma 4,6 milljarða krónur í fyrra. Viðskipti innlent 13.11.2006 10:26
Vilja landsmiðstöð í málefnum innflytjenda á Vestfjörðum Fjórðungssamband Vestfirðinga vill að Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum verði landsmiðstöð í málefnum innflytjenda og hefur ítrekað þá afstöðu sína við félagsmálaráðherra. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en stjórn félagsins ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að óska eftir viðræðum um málið við félagsmálaráðherra. Innlent 13.11.2006 10:03
Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum. Viðskipti innlent 13.11.2006 09:40
Sala á rauðum nefjum hefst í dag Sala á rauðum nefjum UNICEF hefst í dag. Sala nefjanna er hluti af Degi rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur þann 1. desember. Allur ágóði af sölu nefjanna rennur til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur með bágstöddum börnum um allan heim. Innlent 13.11.2006 09:36
Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Innlent 12.11.2006 19:46
Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. Innlent 12.11.2006 19:29
Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Innlent 12.11.2006 18:56
Á leið inn á Alþingi á ný þremur árum eftir fangelsisvist Þremur árum eftir að Árni Johnsen losnaði úr fangelsi fyrir fjárdrátt og mútuþægni er hann á leið inn á Alþingi á ný. Árni kvaðst í dag kjósa að gleyma því sem liðið er en sækjast í það sem er fram undan. Innlent 12.11.2006 18:50
Spáir stormi með ofankomu víða um land á morgun „Það má búast við stormi víða um land á morgun með snjókomu og skafrenningi á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum en úrkomulitlu veðri syðra,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á veðurstofu NFS um veðurhorfurnar næsta sólarhring. Innlent 12.11.2006 17:57
Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi. Innlent 12.11.2006 16:28
TF-LÍF sækir slasaðan sjómann á olíuskip Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á leið til Reykjavíkur með slasaðan sjómann sem hún sótti út á stórt olíuflutningaskip sem statt er 210 sjómílur suðvestur af landinu. Maðurinn mun hafa hlotið opið fótbrot en beiðni barst frá björgunarmiðstöðinni í Sankti Pétursborg um klukkan hálfeitt í dag. Innlent 12.11.2006 16:13
Flugfélög sökuð um samráð Icelandair og Iceland Express eru sökuð samráð um fjargjalda- og flugskattahækkanir á síðustu þremur árum í nýju blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar er bent á að skattar og gjöld sem þau leggi á fargjöld hafi hækkað um allt að 147 prósent á síðustu þremur árum og þá hafi lægstu fargjöld hækkað um fimmtíu prósent. Innlent 12.11.2006 15:57
Atvinnuleysi ekki minna í sex ár Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Innlent 12.11.2006 14:34
Listi sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi kynntur um næstu helgi Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hrútafirði í gær um framboðsmál flokksins en þar er nú unnið að því að stilla upp lista fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 14:12
Varað við óveðri á Norðausturlandi Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði. Innlent 12.11.2006 13:59
Vilja 30 km hámarkshraða í flestum íbúðargötum bæjarins Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd bæjarins um að hámarkshraði verði 30 kílómetrar í flestum íbúðargötum bæjarins. Þetta kemur fram á fréttavef Víkufrétta. Innlent 12.11.2006 13:51
Vinstri - grænir stilla upp lista í Norðvesturkjördæmi Fulltrúaráð Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í Búðardal í gær að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 12:52
Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga. Innlent 12.11.2006 12:30
Árni Johnsen sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Innlent 12.11.2006 12:24
Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Innlent 12.11.2006 11:52
Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu. Innlent 12.11.2006 11:06
Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39
Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 12.11.2006 10:49
Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42
Æsispennandi barátta í Kraganum Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. Innlent 12.11.2006 09:53
Steinunn Valdís eini nýliðinn í átta efstu sætunum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er eini nýliðinn í átta efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Ögmundsdóttir þingkona hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda í prófkjörinu og er því á leið af þingi. Þetta varð ljóst eftir prófkjör flokksins í gær. Innlent 12.11.2006 09:48
Árni Johnsen á leið á þing aftur Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út. Innlent 12.11.2006 09:14
Árni Johnsen enn í öðru sæti í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 12.11.2006 00:26