Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta.
Atkvæði skiptast annars svona:
Árni Mathiesen 1395 atkvæði í 1. sæti
Árni Johnsen 1005 atkvæði í 1.-2. sæti
Kjartan Ólafsson 1077 atkvæði í 1.-3. sæti
Drífa Hjartardóttir 1085 atkvæði í 1.-4. sæti
Unnur Brá Konráðsdóttir 1418 atkvæði í 1.-5. sæti
Björk Guðjónsdóttir 1428 atkvæði í 1.-6. sæti
Hvorugur þingmannanna Gunnars Örlygssonar eða Guðjóns Hjörleifssonar er meðal sex efstu en þeir eru sem stendur í 10. og 9. sæti. Helga Þorbergsdóttir er í sjöunda sæti og Grímur Gíslason í því áttunda.