Innlent

Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er  á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum.

Á Vestfjörðum er beðið með mokstur á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán vegna óveðurs. Eins er varað við óveðri á Gemlufallsheiði. Aftur á móti er verið að hreinsa vegi í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum.

Það er hálka eða snjóþekja víðast hvar á Norðurlandi og það snjóar í Skagafirði og allt austur í Þingeyjasýslur.

Á Austursturlandi er víða ofankoma. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði en Öxi er þungfær og Mjóafjarðarheiði er orðin ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×