Innlent Vaxtaokur bankanna skelfilegt Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Innlent 27.2.2007 17:48 Ný sjónvarpsstöð í loftið Ný íslensk sjónvarpsstöð fór í loftið í dag. ÍNN heitir hún. Stjarna stöðvarinnar er landsins þekktasti strigakjaftur, Ingvi Hrafn Jónsson. Innlent 27.2.2007 18:08 Lenti heilu og höldnu Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst. Innlent 27.2.2007 17:23 Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi. Innlent 27.2.2007 17:15 Togarinn kominn á flot Dala-Rafn VE 508, 237 brúttótonna togari, sem sat fastur í Grindavíkurhöfn eftir að hafa tekið niðri er nú laus. Reynt var að draga hann niður á meira dýpi til þess að reyna að losa hann og tókst það vel. Engar skemmdir voru sjáanlegar á skipinu. Liggur Dala-Rafn nú við bryggju. Innlent 27.2.2007 17:04 Sennilega minni loftmengun á morgun „Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima. Innlent 26.2.2007 19:39 Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert. Innlent 26.2.2007 19:27 Lögreglan sökuð um ofbeldi Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Innlent 26.2.2007 19:21 Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk. Innlent 26.2.2007 19:24 Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Innlent 26.2.2007 18:53 Samkeppnin grimm milli banka Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Innlent 26.2.2007 18:41 Vandi einstæðar móður sem glímt hefur við afleiðingar heilablóðfalls leystur Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún vera himinlifandi með málalokin. Innlent 26.2.2007 17:51 18 stútar teknir um helgina Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur. Innlent 26.2.2007 18:13 Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling. Innlent 26.2.2007 18:06 Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það. Innlent 26.2.2007 17:35 Engin götuljós í miðbæ og á Seltjarnarnesi Innlent 25.2.2007 20:10 Segja þúsundir eiga mikið undir álveri í Straumsvík Samtökin Hagur Hafnarfjarðar sem berjast fyrir stækkun álvers í Straumsvík voru kynnt í dag en þau telja að einhliða og villandi áróður hafi verið rekinn gegn álversstækkun. Talsmaður samtakanna krefst þess að stjórnmálamenn í Hafnarfirði gefi upp afstöðu sína til málsins og bendir á að þúsundir Hafnfirðinga sæki lifibrauð sitt með beinum eða óbeinum hætti til álversins. Innlent 25.2.2007 19:43 Sunndlendingar ekki endilega mestu skúrkarnir Ætla mætti að Sunnlendingar séu mestu lögbrjótar landsins, en ákærumál miðað við íbúatölu eru tvöfalt fleiri þar en í öðrum landshlutum. Sýslumaðurinn á Selfossi segir að skýra megi þetta með góðri löggæslu og eftirfylgni en bendir þó á að mikil sumarhúsabyggð og gegnumstreymi fólks geti legið að baki. Innlent 25.2.2007 19:32 Gengdarlausar lántökur skýra háan kostnað á Íslandi Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur að gegndarlaus eftirspurn almennings eftir lánum skýri af hverju lántökukostnaður sé hærri hér á landi en í grannlöndum. Enginn hvati sé hjá bönkum að lækka þennan kostnað á meðan fólk gæti ekki að sér. Innlent 25.2.2007 19:24 Steingrímur J. vill netlöggu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi. Innlent 25.2.2007 16:29 Vilja að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra Kvennahreyfing Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að skora á þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Verði af því lofar Kvennahreyfingin henni fullum stuðningi til þess meðal annars að; · Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki. Innlent 25.2.2007 15:33 Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Innlent 25.2.2007 14:02 Sjálfsagt að skoða bankana Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi. Innlent 25.2.2007 13:09 Markar stefnu Evrópuráðsins Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skipaður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi fór fram samkvæmt ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu. Innlent 25.2.2007 12:21 Kolbrún leiðir Frjálslynda í SV kjördæmi Kolbrún Stefánsdóttir ritari Frjálslynda flokksins mun leiða lista flokksins í Suðvestur kjördæmi. Kolbrún starfar nú sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hún var kjörin ritari Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem haldið var í lok mars á síðasta ári. Innlent 25.2.2007 11:24 Varðskip með bilað loðnuskip í drætti Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú með loðnuskipið Antares VE-18 í drætti, á leið til Akraness. Um miðjan dag í gær varð vélarbilun í aðalvél loðnuskipsins um 6 sjómílur norður af Óðninsboða á Húnaflóa og rak skipið í átt að boðanum. Skipið var á leið til Þórshafnar á Langanesi með um 1000 tonn af loðnu. Innlent 25.2.2007 11:08 Hinrik prins með Dorrit upp á arminn Innlent 25.2.2007 10:48 Víða ófærð á vegum Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi og á Holtavörðuheiði.Á Vestfjörðum er víða snjóþekja. Ófært er um Hrafnseyrarheið og þungfært á Dynjandisheiði. Ófært er yfir Eyrarfjall og þungfært á Klettshálsi en mokstur stendur yfir.. Á Norðurlandi er víða hálka, snjóþekja og éljagangur. Innlent 25.2.2007 09:16 Vextir íslensku bankanna helmingi lægri erlendis Raunvextir hjá Glitni og Kaupþingi á hinum Norðurlöndunum eru allt að helmingi lægri en til almennings hér á landi. Þetta kemur fram í samanburði sem fréttastofa hefur gert á kjörum bankanna á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Sérfræðingar segja bankana hafa svigrúm til lækkana og formaður Neytendasamtakanna vill að samkeppnisyfirvöld skoði þjónustugjöld bankanna. Innlent 24.2.2007 19:20 Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. Innlent 24.2.2007 18:24 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Vaxtaokur bankanna skelfilegt Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Innlent 27.2.2007 17:48
Ný sjónvarpsstöð í loftið Ný íslensk sjónvarpsstöð fór í loftið í dag. ÍNN heitir hún. Stjarna stöðvarinnar er landsins þekktasti strigakjaftur, Ingvi Hrafn Jónsson. Innlent 27.2.2007 18:08
Lenti heilu og höldnu Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst. Innlent 27.2.2007 17:23
Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi. Innlent 27.2.2007 17:15
Togarinn kominn á flot Dala-Rafn VE 508, 237 brúttótonna togari, sem sat fastur í Grindavíkurhöfn eftir að hafa tekið niðri er nú laus. Reynt var að draga hann niður á meira dýpi til þess að reyna að losa hann og tókst það vel. Engar skemmdir voru sjáanlegar á skipinu. Liggur Dala-Rafn nú við bryggju. Innlent 27.2.2007 17:04
Sennilega minni loftmengun á morgun „Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima. Innlent 26.2.2007 19:39
Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert. Innlent 26.2.2007 19:27
Lögreglan sökuð um ofbeldi Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Innlent 26.2.2007 19:21
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk. Innlent 26.2.2007 19:24
Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Innlent 26.2.2007 18:53
Samkeppnin grimm milli banka Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Innlent 26.2.2007 18:41
Vandi einstæðar móður sem glímt hefur við afleiðingar heilablóðfalls leystur Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún vera himinlifandi með málalokin. Innlent 26.2.2007 17:51
18 stútar teknir um helgina Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur. Innlent 26.2.2007 18:13
Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling. Innlent 26.2.2007 18:06
Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það. Innlent 26.2.2007 17:35
Segja þúsundir eiga mikið undir álveri í Straumsvík Samtökin Hagur Hafnarfjarðar sem berjast fyrir stækkun álvers í Straumsvík voru kynnt í dag en þau telja að einhliða og villandi áróður hafi verið rekinn gegn álversstækkun. Talsmaður samtakanna krefst þess að stjórnmálamenn í Hafnarfirði gefi upp afstöðu sína til málsins og bendir á að þúsundir Hafnfirðinga sæki lifibrauð sitt með beinum eða óbeinum hætti til álversins. Innlent 25.2.2007 19:43
Sunndlendingar ekki endilega mestu skúrkarnir Ætla mætti að Sunnlendingar séu mestu lögbrjótar landsins, en ákærumál miðað við íbúatölu eru tvöfalt fleiri þar en í öðrum landshlutum. Sýslumaðurinn á Selfossi segir að skýra megi þetta með góðri löggæslu og eftirfylgni en bendir þó á að mikil sumarhúsabyggð og gegnumstreymi fólks geti legið að baki. Innlent 25.2.2007 19:32
Gengdarlausar lántökur skýra háan kostnað á Íslandi Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur að gegndarlaus eftirspurn almennings eftir lánum skýri af hverju lántökukostnaður sé hærri hér á landi en í grannlöndum. Enginn hvati sé hjá bönkum að lækka þennan kostnað á meðan fólk gæti ekki að sér. Innlent 25.2.2007 19:24
Steingrímur J. vill netlöggu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi. Innlent 25.2.2007 16:29
Vilja að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra Kvennahreyfing Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að skora á þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Verði af því lofar Kvennahreyfingin henni fullum stuðningi til þess meðal annars að; · Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki. Innlent 25.2.2007 15:33
Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Innlent 25.2.2007 14:02
Sjálfsagt að skoða bankana Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi. Innlent 25.2.2007 13:09
Markar stefnu Evrópuráðsins Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skipaður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi fór fram samkvæmt ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu. Innlent 25.2.2007 12:21
Kolbrún leiðir Frjálslynda í SV kjördæmi Kolbrún Stefánsdóttir ritari Frjálslynda flokksins mun leiða lista flokksins í Suðvestur kjördæmi. Kolbrún starfar nú sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hún var kjörin ritari Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem haldið var í lok mars á síðasta ári. Innlent 25.2.2007 11:24
Varðskip með bilað loðnuskip í drætti Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú með loðnuskipið Antares VE-18 í drætti, á leið til Akraness. Um miðjan dag í gær varð vélarbilun í aðalvél loðnuskipsins um 6 sjómílur norður af Óðninsboða á Húnaflóa og rak skipið í átt að boðanum. Skipið var á leið til Þórshafnar á Langanesi með um 1000 tonn af loðnu. Innlent 25.2.2007 11:08
Víða ófærð á vegum Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi og á Holtavörðuheiði.Á Vestfjörðum er víða snjóþekja. Ófært er um Hrafnseyrarheið og þungfært á Dynjandisheiði. Ófært er yfir Eyrarfjall og þungfært á Klettshálsi en mokstur stendur yfir.. Á Norðurlandi er víða hálka, snjóþekja og éljagangur. Innlent 25.2.2007 09:16
Vextir íslensku bankanna helmingi lægri erlendis Raunvextir hjá Glitni og Kaupþingi á hinum Norðurlöndunum eru allt að helmingi lægri en til almennings hér á landi. Þetta kemur fram í samanburði sem fréttastofa hefur gert á kjörum bankanna á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Sérfræðingar segja bankana hafa svigrúm til lækkana og formaður Neytendasamtakanna vill að samkeppnisyfirvöld skoði þjónustugjöld bankanna. Innlent 24.2.2007 19:20
Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. Innlent 24.2.2007 18:24