Innlent

Lenti heilu og höldnu

Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst.

Flugstjórinn snéri flugvélinni við skammt frá Akranesi og flaug láflug yfir Reykjavíkurflugvöll svo flugvallarstarfsmenn gætu athugað hvort öll hjól væru niðri, áður enn hann lenti síðan flugvélininni. Kallað var út samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar. Flugvirkjar könnuðu hjólabúnað við lendingu, en farþegunum var flogið með annarri flugvél til Ísafjarðar um sex leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×