Innlent

Fréttamynd

Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda

Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkanir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betra að róa menn niður en handtaka þá

Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gekk í skrokk á undirmanni sínum

Eigandi verktakafyrirtækis er í gæsluvarðhaldi eftir að hafa, síðastliðna nótt, gengið í skrokk á pólskum verkamanni sem vinnur hjá honum. Árásarmaðurinn er nýdæmdur og bíður afplánunar fyrir kynferðisbrot. Verkamaðurinn var ásamt vinnufélögum sínum í gleðskap í gærkvöldi þegar hann tók að syfja og ákvað að leggja sig í bíl fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Siv á að segja af sér

Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára.

Innlent
Fréttamynd

Tollkvótar hækka matarverð

Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi.

Innlent
Fréttamynd

Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð

Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Vel fylgst með tunglmyrkva

Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Stjörnufræðingar og -skoðarar fylgdust áhugasamir með þegar tunglið dökknaði, roðnaði og varð síðan gráleitt og appelsínugult. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok október 2004 sem tunglmyrkvi sást frá Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Uppboð á tollkvótum hækkar matarverð

Ákvörðun stjórnvalda um uppboð á innflutningskvótum á kjöti og ostum stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin vildu að tollkvótum yrði úthlutað án uppboðs.

Innlent
Fréttamynd

Saknaðargrátur í X-Factor

Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar Alan þurfti að taka pokann sinn í hæfileikakeppninni X-factor í gær. Það kom í hlut Ellýar að skera úr um hvort dúettinn Hara eða Alan lykju keppni og eftir langan umhugsunarfrest var það Alan sem fékk reisupassann. Hann var í hópi Einars Bárðarsonar sem á nú eftir tvo keppendur. Einar var ekki sáttur við að þurfa að sjá á bak Alani og gat ekki haldið aftur af tárum sínum. Halla Vilhjálmsdóttir, kynnir keppninnar, var einnig beygð þegar í ljós kom að Alan væri dottinn úr leik og því ljóst að Alan hefur tengst samstarfsfólki sínu sterkum böndum og verði sárt saknað.

Innlent
Fréttamynd

Guðbergur og Álfrún heiðruð

Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Rök menntamálaráðherra ómarktæk

Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum

Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

60 ályktanir Framsóknarmanna

Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra

Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Marel keypti Póls til að eyða samkeppni

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.

Innlent
Fréttamynd

Ósanngjörn þjóðlendustefna

Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Langt undir spám

Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla árekstur í kvöld

Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu

Árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu rétt í þessu. Sem stendur er ekki vitað hvort að það hafi verið slys á fólki en sjúkrabílar eru þó komnir á staðinn. Ekki er vitað hversu margir bílar lentu í árekstrinum. Við verðum með fleiri fregnir af þessu máli um leið og þær berast.

Erlent
Fréttamynd

Gatnakerfið á Akureyri hættulegt

Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt.

Innlent
Fréttamynd

Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins

Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Hellisheiði

Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd.

Innlent
Fréttamynd

Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum

Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísfirðingar illa sviknir af Marel

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsir tregðast við að lækka matarverð

Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn selur Landsafl

Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf.

Viðskipti innlent