Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra 3. mars 2007 18:26 Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það. Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það.
Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira