Innlent Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55 Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. Innlent 11.3.2007 18:35 Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. Innlent 11.3.2007 18:34 Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Innlent 11.3.2007 18:29 Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Innlent 11.3.2007 18:28 Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Innlent 11.3.2007 18:32 Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Innlent 11.3.2007 18:00 Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. Innlent 11.3.2007 17:03 Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. Innlent 11.3.2007 16:24 Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. Innlent 11.3.2007 16:17 Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. Innlent 11.3.2007 15:55 Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. Innlent 11.3.2007 15:43 Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Innlent 11.3.2007 15:17 Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. Innlent 11.3.2007 13:24 Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. Innlent 11.3.2007 12:13 Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. Innlent 11.3.2007 11:58 Vinstri grænir stærri en Samfylking Fylgi Samfylkingar mælist eingöngu 19,2 prósent í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Flokkurinn fengi því tólf þingmenn, en er með tuttugu þingmenn nú. Vinstri grænir mælast með 25,7 prósent og fengju sautján þingmenn en þeir hafa einungis fimm þingmenn nú. Innlent 11.3.2007 10:21 Morgunsjósund í Ósá Maður stakk sér til morgunsunds í Ósá við Bolungarvík laust fyrir klukkan sjö í morgun og barst með ánni til sjávar við Ósvör. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þurfti að veiða manninn úr sjónum, kaldann og hrakinn. Honum var komið á sjúkrahús þar sem hita þurfti hann upp. Ekki virtist nein skynsemi í þessu athæfi mannisins - líkast til fylleríisrugl að sögn lögreglu. Innlent 11.3.2007 10:20 Fyrri ferð Herjólfs felld niður Fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður vegna veðurs. Næst á að athuga hvort að fært sé klukkan þrjú í dag. Innlent 11.3.2007 10:26 1.500 til 2.000 tonn af vatni í bílakjallara Slökkviliðið á Höfuborgarsvæðinu er nú að kljást við einn mesta vatnsleka sem það hefur komist í kast við en heill bílakjallari undir nýlegu fjölbýlishúsi við Sólvallagötu er umflotinn vatni. Húsið tilheyrir Sólvallagötu 80 til 84 en er bak við BYKO verslunina við Hringbraut. Að sögn slökkviliðs er bílakjallarinn um þúsund fermetrar og er vatnshæðin í honum um einn og hálfur metri. Innlent 11.3.2007 10:11 Viðamesta fíkniefnaaðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna ásamt tollvörðum og fíkniefnahundum tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð á Suðurnesjum í gærkvöld til þess að uppræta fíkniefnasölu og dreifingu. Þetta er viðamesta aðgerð af þessum toga í umdæminu að sögn lögreglu. 36 lögreglumenn af Suðurnesjum og frá sérsveit og greiningardeild Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðunum. Auk þess voru fjórir tollverðir þáttakendur í aðgerðunum og tveir fíkniefnahundar. Innlent 11.3.2007 10:07 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Það er opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Veðrið kl. 8:30 var sunnan 9m/s og hiti í kringum frostmark. Skíðafærið er mjög gott í skíðabrekkum og göngubraut. Opið er á skíðasvæðinu á Siglufirði í dag frá klukkan tíu til fimm. Neðsta lyfta og T-lyfta verða opnar. Færi er mjög gott. Hiti er um frostmark og er léttskýjað. Skíðasvæðin í Bláfjöllum og á Ísafirði eru lokuð í dag. Innlent 11.3.2007 09:53 Annasamt hjá björgunarsveitum í gær Björgunarsveitarmenn leituðu að jeppahópi sem talinn var vera á Langjökli í nótt, og fékk einng einnig kall vegna jeppa sem var stakur á jöklinum. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi Vestra voru kallaðar út sem og svæðisstjórnir á þeim svæðum sem liggja að Langjökli. Jeppamennirnir fundust síðan klukkan þrjú í nótt. Innlent 11.3.2007 09:50 Gæti breytt lífi milljóna manna Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Innlent 10.3.2007 18:55 Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum. Innlent 10.3.2007 18:39 Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu. Innlent 10.3.2007 18:27 Veður fer versnandi á landinu "Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2. Innlent 10.3.2007 17:32 Slagsmál á milli stuðningsmanna Upp úr sauð á milli nokkurra stuðningsmanna Stjörnunnar og Fram á bikarúrslitaleik liðanna sem lauk rétt í þesu með sigri Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hófust slagsmál í stúkunni og brátt barst leikurinn út á gólfið. Gera þurfti hlé á leiknum í nokkrar mínútur á meðan öryggisverðir komu mönnunum út úr húsi. Reikna má með því að atvikið hafi einhverja eftirmála fyrir félögin. Innlent 10.3.2007 17:30 Slasaðist á skíðaæfingu Ein stúlka slasaðist á skíðaæfingu í Bláfjöllum í dag og var farið með hana á slysadeild. Óttast er að hún hafi fótbrotnað. Búið er að loka í Bláfjöllum vegna skyndilega versnandi veðurs. Nú er skollinn á snjóbylur í fjöllunum og skyggni orðið mjög lítið. Innlent 10.3.2007 16:19 Samtök iðnaðarins með athyglisverðasta sýningarsvæðið Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins var nú síðdegis valið það athyglisverðasta á stórsýningunni Tækni og viti 2007, sem haldin er í Fífunni. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ, sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Fyrirtækin Rue de Net, sem er hugbúnaðarfyrirtæki, og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun skiptu síðan milli sín þriðju verðlaunum. Innlent 10.3.2007 15:53 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 334 ›
Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55
Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. Innlent 11.3.2007 18:35
Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. Innlent 11.3.2007 18:34
Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Innlent 11.3.2007 18:29
Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Innlent 11.3.2007 18:28
Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Innlent 11.3.2007 18:32
Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Innlent 11.3.2007 18:00
Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. Innlent 11.3.2007 17:03
Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. Innlent 11.3.2007 16:24
Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. Innlent 11.3.2007 16:17
Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. Innlent 11.3.2007 15:55
Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. Innlent 11.3.2007 15:43
Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Innlent 11.3.2007 15:17
Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. Innlent 11.3.2007 13:24
Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. Innlent 11.3.2007 12:13
Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. Innlent 11.3.2007 11:58
Vinstri grænir stærri en Samfylking Fylgi Samfylkingar mælist eingöngu 19,2 prósent í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Flokkurinn fengi því tólf þingmenn, en er með tuttugu þingmenn nú. Vinstri grænir mælast með 25,7 prósent og fengju sautján þingmenn en þeir hafa einungis fimm þingmenn nú. Innlent 11.3.2007 10:21
Morgunsjósund í Ósá Maður stakk sér til morgunsunds í Ósá við Bolungarvík laust fyrir klukkan sjö í morgun og barst með ánni til sjávar við Ósvör. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þurfti að veiða manninn úr sjónum, kaldann og hrakinn. Honum var komið á sjúkrahús þar sem hita þurfti hann upp. Ekki virtist nein skynsemi í þessu athæfi mannisins - líkast til fylleríisrugl að sögn lögreglu. Innlent 11.3.2007 10:20
Fyrri ferð Herjólfs felld niður Fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður vegna veðurs. Næst á að athuga hvort að fært sé klukkan þrjú í dag. Innlent 11.3.2007 10:26
1.500 til 2.000 tonn af vatni í bílakjallara Slökkviliðið á Höfuborgarsvæðinu er nú að kljást við einn mesta vatnsleka sem það hefur komist í kast við en heill bílakjallari undir nýlegu fjölbýlishúsi við Sólvallagötu er umflotinn vatni. Húsið tilheyrir Sólvallagötu 80 til 84 en er bak við BYKO verslunina við Hringbraut. Að sögn slökkviliðs er bílakjallarinn um þúsund fermetrar og er vatnshæðin í honum um einn og hálfur metri. Innlent 11.3.2007 10:11
Viðamesta fíkniefnaaðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna ásamt tollvörðum og fíkniefnahundum tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð á Suðurnesjum í gærkvöld til þess að uppræta fíkniefnasölu og dreifingu. Þetta er viðamesta aðgerð af þessum toga í umdæminu að sögn lögreglu. 36 lögreglumenn af Suðurnesjum og frá sérsveit og greiningardeild Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðunum. Auk þess voru fjórir tollverðir þáttakendur í aðgerðunum og tveir fíkniefnahundar. Innlent 11.3.2007 10:07
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Það er opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Veðrið kl. 8:30 var sunnan 9m/s og hiti í kringum frostmark. Skíðafærið er mjög gott í skíðabrekkum og göngubraut. Opið er á skíðasvæðinu á Siglufirði í dag frá klukkan tíu til fimm. Neðsta lyfta og T-lyfta verða opnar. Færi er mjög gott. Hiti er um frostmark og er léttskýjað. Skíðasvæðin í Bláfjöllum og á Ísafirði eru lokuð í dag. Innlent 11.3.2007 09:53
Annasamt hjá björgunarsveitum í gær Björgunarsveitarmenn leituðu að jeppahópi sem talinn var vera á Langjökli í nótt, og fékk einng einnig kall vegna jeppa sem var stakur á jöklinum. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi Vestra voru kallaðar út sem og svæðisstjórnir á þeim svæðum sem liggja að Langjökli. Jeppamennirnir fundust síðan klukkan þrjú í nótt. Innlent 11.3.2007 09:50
Gæti breytt lífi milljóna manna Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Innlent 10.3.2007 18:55
Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum. Innlent 10.3.2007 18:39
Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu. Innlent 10.3.2007 18:27
Veður fer versnandi á landinu "Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2. Innlent 10.3.2007 17:32
Slagsmál á milli stuðningsmanna Upp úr sauð á milli nokkurra stuðningsmanna Stjörnunnar og Fram á bikarúrslitaleik liðanna sem lauk rétt í þesu með sigri Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hófust slagsmál í stúkunni og brátt barst leikurinn út á gólfið. Gera þurfti hlé á leiknum í nokkrar mínútur á meðan öryggisverðir komu mönnunum út úr húsi. Reikna má með því að atvikið hafi einhverja eftirmála fyrir félögin. Innlent 10.3.2007 17:30
Slasaðist á skíðaæfingu Ein stúlka slasaðist á skíðaæfingu í Bláfjöllum í dag og var farið með hana á slysadeild. Óttast er að hún hafi fótbrotnað. Búið er að loka í Bláfjöllum vegna skyndilega versnandi veðurs. Nú er skollinn á snjóbylur í fjöllunum og skyggni orðið mjög lítið. Innlent 10.3.2007 16:19
Samtök iðnaðarins með athyglisverðasta sýningarsvæðið Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins var nú síðdegis valið það athyglisverðasta á stórsýningunni Tækni og viti 2007, sem haldin er í Fífunni. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ, sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Fyrirtækin Rue de Net, sem er hugbúnaðarfyrirtæki, og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun skiptu síðan milli sín þriðju verðlaunum. Innlent 10.3.2007 15:53