Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag uppbyggingu varnargarða fyrir norðan Grindavík, til að verja bæinn fyrir mögulegu hraunflæði. Í kvöldfréttunum skoðum við fyrirhugaða staðsetningu garðanna og ræðum við bæjarstjóra Grindavíkur, sem segir íbúa þakkláta. Innlent 29.12.2023 17:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði. Innlent 27.12.2023 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir færðina í fréttatímanum nú þegar margir snúa heim eftir jólahald síðustu daga. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn vegna ófærðar í dag. Akstursskilyrði eru slæm og gul viðvörun í gildi. Innlent 26.12.2023 17:50 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Innlent 25.12.2023 18:01 Hádegisfréttir Stöðvar 2 Óvissustig vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður í bænum. Innlent 24.12.2023 11:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Innlent 23.12.2023 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð. Innlent 22.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. Innlent 21.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur. Innlent 20.12.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dregið hefur úr krafti eldgossins norðan við Grindavík sem þó er mun stærra en síðustu gos á Reykjanesi. Sprungan sem var um fjögurra kílómetra löng er orðin að nokkrum gosopum. Innlent 19.12.2023 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Innlent 18.12.2023 17:54 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum. Innlent 17.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður seinfærrar móður tveggja drengja, sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum, segir óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Prófessor í fötlunarfræði segir allt of algengt að börn séu tekin of snemma frá foreldrum. Innlent 16.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna, talsvert beri í milli. Hún hafi því ákveðið að fresta fundi um óákveðinn tíma. Félagsdómur sýknaði í dag flugumferðarstjóra af kröfum SA um að næsta vinnustöðvun félagsins væri ólögmæt. Innlent 15.12.2023 17:59 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í nótt og morgun. Verkfallsaðgerðir höfðu áhrif á þúsundir farþega og Keflavíkurflugvöllur var meira og minna mannlaus í morgun. Nokkrir farþegar hafa þurft að greiða mikinn aukakostnað vegna verkfallsins. Fréttir 14.12.2023 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu. Innlent 13.12.2023 17:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Innlent 11.12.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið. Innlent 9.12.2023 18:19 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ástandið á Gasa er fordæmalaust og samfélagið að hruni komið að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur gerðu aðsúg að utanríkisráðherra á fundi um mannréttindasáttmálann í dag. Innlent 8.12.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Innlent 7.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Meirihluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, neitar sér um heilbrigðisþjónustu og metur andlega heilsu slæma. Rannsakendur segja sláandi niðurstöður hafa komið á óvart. Velferðarkerfið hefur brugðist og ráðamenn þurfa að bregðast að sögn forsvarsfólks hópsins. Innlent 6.12.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Innlent 5.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar þeirra skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Innlent 4.12.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 3.12.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.12.2023 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir atburðarás dagsins í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Edda var framseld til Noregs síðdegis eftir að Landsréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um framsal. Við ræðum við lögmann Eddu og systur hennar í fréttatímanum klukkan 18:30. Innlent 1.12.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu og fimm metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós við viðgerðir í Grindavík í dag, viðbragðsaðilum að óvörum. Slökkviliðsstjórinn segir að sprungan gegnum bæinn sé enn á hreyfingu. Líf er þó að færast í Grindavík á ný; veitingastaður var opnaður í dag í fyrsta sinn frá rýmingu og fjölmenni var í mat. Innlent 30.11.2023 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30. Innlent 29.11.2023 18:01 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 65 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag uppbyggingu varnargarða fyrir norðan Grindavík, til að verja bæinn fyrir mögulegu hraunflæði. Í kvöldfréttunum skoðum við fyrirhugaða staðsetningu garðanna og ræðum við bæjarstjóra Grindavíkur, sem segir íbúa þakkláta. Innlent 29.12.2023 17:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti. Innlent 28.12.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði. Innlent 27.12.2023 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir færðina í fréttatímanum nú þegar margir snúa heim eftir jólahald síðustu daga. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn vegna ófærðar í dag. Akstursskilyrði eru slæm og gul viðvörun í gildi. Innlent 26.12.2023 17:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Innlent 25.12.2023 18:01
Hádegisfréttir Stöðvar 2 Óvissustig vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður í bænum. Innlent 24.12.2023 11:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Innlent 23.12.2023 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð. Innlent 22.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. Innlent 21.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur. Innlent 20.12.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dregið hefur úr krafti eldgossins norðan við Grindavík sem þó er mun stærra en síðustu gos á Reykjanesi. Sprungan sem var um fjögurra kílómetra löng er orðin að nokkrum gosopum. Innlent 19.12.2023 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Innlent 18.12.2023 17:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum. Innlent 17.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður seinfærrar móður tveggja drengja, sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum, segir óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Prófessor í fötlunarfræði segir allt of algengt að börn séu tekin of snemma frá foreldrum. Innlent 16.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna, talsvert beri í milli. Hún hafi því ákveðið að fresta fundi um óákveðinn tíma. Félagsdómur sýknaði í dag flugumferðarstjóra af kröfum SA um að næsta vinnustöðvun félagsins væri ólögmæt. Innlent 15.12.2023 17:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í nótt og morgun. Verkfallsaðgerðir höfðu áhrif á þúsundir farþega og Keflavíkurflugvöllur var meira og minna mannlaus í morgun. Nokkrir farþegar hafa þurft að greiða mikinn aukakostnað vegna verkfallsins. Fréttir 14.12.2023 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu. Innlent 13.12.2023 17:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Innlent 11.12.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið. Innlent 9.12.2023 18:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ástandið á Gasa er fordæmalaust og samfélagið að hruni komið að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur gerðu aðsúg að utanríkisráðherra á fundi um mannréttindasáttmálann í dag. Innlent 8.12.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Innlent 7.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Meirihluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, neitar sér um heilbrigðisþjónustu og metur andlega heilsu slæma. Rannsakendur segja sláandi niðurstöður hafa komið á óvart. Velferðarkerfið hefur brugðist og ráðamenn þurfa að bregðast að sögn forsvarsfólks hópsins. Innlent 6.12.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Innlent 5.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar þeirra skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Innlent 4.12.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 3.12.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.12.2023 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir atburðarás dagsins í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Edda var framseld til Noregs síðdegis eftir að Landsréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um framsal. Við ræðum við lögmann Eddu og systur hennar í fréttatímanum klukkan 18:30. Innlent 1.12.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu og fimm metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós við viðgerðir í Grindavík í dag, viðbragðsaðilum að óvörum. Slökkviliðsstjórinn segir að sprungan gegnum bæinn sé enn á hreyfingu. Líf er þó að færast í Grindavík á ný; veitingastaður var opnaður í dag í fyrsta sinn frá rýmingu og fjölmenni var í mat. Innlent 30.11.2023 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30. Innlent 29.11.2023 18:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent