Innlent

Undir­búningur fyrir Norðurlandaráðsþing og úr­slita­leikur í Bestu deildinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing er í fullum gangi og verða til að mynda víðtækar götulokanir í miðborg Reykjavíkur frá morgundeginum og fram á miðvikudag. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað.

Rætt verður við yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum og varaforseta Norðurlandaráðs. 

Í kvöldfréttunum verður einnig rætt við tvær konur, sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi. Þær segja þó meðferð í háþrýstiklefa hafa gefið nýja von og þær geti í fyrsta sinn í langan tíma tekið virkan þátt í leik og starfi.

Þá hefur nýstofnaður stjórnmálaflokkur Græningja eignast sinn fyrsta þingmann en Bjarni Jónsson þingmaður, sem nýverið sagði skilið við Vinstri græna, er genginn til liðs við flokkinn. Enn eru framboðslistar fyrir komandi kosningar að taka á sig mynd. Farið verður yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttunum.

Mikil spenna er fyrir úrslitaleiknum í Bestu deild karla, þar sem Víkingur og Breiðablik mætast, hefst klukkan hálf sjö. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 27. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×