Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2025 20:00 Erlendur Þorsteinsson segir að bregðast þurfi við auknum fjölda slysa þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira