Innlent

Einkaskilaboð for­manns Sam­fylkingarinnar í dreifingu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Forseti Alþingis gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Við förum yfir kurr vegna veru Dags á lista Samfylkingarinnar, en einkaskilaboð frá formanni flokksins eru í dreifingu á netinu þar sem hún segir Dag einungis í aukahlutverki á lista þrátt fyrir að verma annað sætið.

Óttast er að loftárásir Ísraelsmanna á Íran muni leiða til stigmögnunar átaka á svæðinu. Tveir féllu í árásunum sem talsmaður Ísraelshers segir svar við árásum Írana og bandamanna þeirra.

Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar. Á fjórða tug barna eru smituð.

Og við skoðum nýtt skilti í Breiðholti sem er ekki alveg eins og lagt var upp með.

Klippa: Kvöldfréttir 26. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×