Lög og regla Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08 Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. Innlent 13.10.2005 19:08 Hæstiréttur mildaði dómana Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar. Innlent 13.10.2005 19:08 Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. Innlent 13.10.2005 19:08 Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. Innlent 13.10.2005 19:08 Dómur í líkfundarmáli óbreyttur Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08 Annþór fékk 3 ára dóm Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu. Innlent 13.10.2005 19:08 Handtekinn á miðri flugbraut Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara. Innlent 13.10.2005 19:07 Tók bílinn ófrjálsri hendi Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun. Innlent 13.10.2005 19:07 Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Kærður fyrir kverkatak Þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Trausta Lútherssyni fyrir líkamsárás. Innlent 13.10.2005 19:07 Kæra Reynis tekin fyrir Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 13.10.2005 19:07 Líkfundur við Skúlagötu Lík fannst við Skúlagötu í kvöld og stendur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík yfir. Innlent 13.10.2005 19:07 Ársfangelsi og byssa upptæk Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. Innlent 13.10.2005 19:07 Fær ekki nafn tölvunotanda Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar um að fá uppgefið nafn á tölvunotanda sem setti klámmynd inn á heimasíðu íslensks tölvufyrirtækis. Innlent 13.10.2005 19:07 Líðan stúlkna eftir atvikum góð Líðan þriggja stúlkna sem fluttar voru á sjúkrahús eftir árekstur fólksbíls sem þær voru í við strætisvagn við Verslunarskólann í morgun er eftir atvikum góð. Svo virðist sem bílnum hafi verið ekið út af bílastæði Verslunarskólans og í veg fyrir vagninn. Þrír farþegar í strætisvagninum slösuðust lítillega en klippa þurfti stúlkurnar þrjár úr bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 19:07 Eldur í húsi í Hafnarfirði Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:07 Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Angi af miklu stærra máli "Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína. Innlent 13.10.2005 19:07 Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á lækni fyrir utan heimili hans á föstudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 20. maí og að hann skyldi gangast undir geðrannsókn. Innlent 13.10.2005 19:07 Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús til skoðunar og frekara eftirlits eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns við Listabraut í Reykjavík í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:07 Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. Innlent 13.10.2005 19:07 Umferðarslys við Verslunarskólann Sex manns slösuðust í árekstri strætisvagns og fólksbíls á gatnamótum við Verslunarskólann um klukkan hálfellefu í morgun. Þrír voru í fólksbílnum og slösuðust þeir töluvert en farþegar strætisvagnsins slösuðust lítillega. Svo virðist sem fólksbílnum hafi verið ekið út af lóð Verslunarskólans í veg fyrir strætisvagninn með þeim afleiðingum að strætisvagninn lenti á hlið bílsins. Innlent 13.10.2005 19:07 Skákað í skjóli IP-tölu Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:07 Á 170 km hraða í Kópavogi Kópavogslögreglan stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut til móts við Fífuhvamm í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á rétt tæplega 170 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á um það bil hundrað kílómetra hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Hann verður sviptur ökuréttindum og á yfir höfði sér geysiháa sekt. Innlent 13.10.2005 19:07 Braut glas á dyraverði Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa brotið bjórglas á höfði dyravarðar og rispað hann með því á hægri kinn. Dyravörðurinn krafðist rúmlega 360 þúsund króna í bætur. Innlent 13.10.2005 19:07 Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. Innlent 13.10.2005 19:07 Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06 Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Innlent 13.10.2005 19:06 Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Innlent 13.10.2005 19:07 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 120 ›
Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08
Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. Innlent 13.10.2005 19:08
Hæstiréttur mildaði dómana Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar. Innlent 13.10.2005 19:08
Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. Innlent 13.10.2005 19:08
Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. Innlent 13.10.2005 19:08
Dómur í líkfundarmáli óbreyttur Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08
Annþór fékk 3 ára dóm Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu. Innlent 13.10.2005 19:08
Handtekinn á miðri flugbraut Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara. Innlent 13.10.2005 19:07
Tók bílinn ófrjálsri hendi Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun. Innlent 13.10.2005 19:07
Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Kærður fyrir kverkatak Þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Trausta Lútherssyni fyrir líkamsárás. Innlent 13.10.2005 19:07
Kæra Reynis tekin fyrir Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 13.10.2005 19:07
Líkfundur við Skúlagötu Lík fannst við Skúlagötu í kvöld og stendur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík yfir. Innlent 13.10.2005 19:07
Ársfangelsi og byssa upptæk Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. Innlent 13.10.2005 19:07
Fær ekki nafn tölvunotanda Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar um að fá uppgefið nafn á tölvunotanda sem setti klámmynd inn á heimasíðu íslensks tölvufyrirtækis. Innlent 13.10.2005 19:07
Líðan stúlkna eftir atvikum góð Líðan þriggja stúlkna sem fluttar voru á sjúkrahús eftir árekstur fólksbíls sem þær voru í við strætisvagn við Verslunarskólann í morgun er eftir atvikum góð. Svo virðist sem bílnum hafi verið ekið út af bílastæði Verslunarskólans og í veg fyrir vagninn. Þrír farþegar í strætisvagninum slösuðust lítillega en klippa þurfti stúlkurnar þrjár úr bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 19:07
Eldur í húsi í Hafnarfirði Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:07
Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Angi af miklu stærra máli "Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína. Innlent 13.10.2005 19:07
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á lækni fyrir utan heimili hans á föstudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 20. maí og að hann skyldi gangast undir geðrannsókn. Innlent 13.10.2005 19:07
Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús til skoðunar og frekara eftirlits eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns við Listabraut í Reykjavík í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:07
Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. Innlent 13.10.2005 19:07
Umferðarslys við Verslunarskólann Sex manns slösuðust í árekstri strætisvagns og fólksbíls á gatnamótum við Verslunarskólann um klukkan hálfellefu í morgun. Þrír voru í fólksbílnum og slösuðust þeir töluvert en farþegar strætisvagnsins slösuðust lítillega. Svo virðist sem fólksbílnum hafi verið ekið út af lóð Verslunarskólans í veg fyrir strætisvagninn með þeim afleiðingum að strætisvagninn lenti á hlið bílsins. Innlent 13.10.2005 19:07
Skákað í skjóli IP-tölu Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:07
Á 170 km hraða í Kópavogi Kópavogslögreglan stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut til móts við Fífuhvamm í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á rétt tæplega 170 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á um það bil hundrað kílómetra hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Hann verður sviptur ökuréttindum og á yfir höfði sér geysiháa sekt. Innlent 13.10.2005 19:07
Braut glas á dyraverði Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa brotið bjórglas á höfði dyravarðar og rispað hann með því á hægri kinn. Dyravörðurinn krafðist rúmlega 360 þúsund króna í bætur. Innlent 13.10.2005 19:07
Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. Innlent 13.10.2005 19:07
Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06
Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Innlent 13.10.2005 19:06
Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Innlent 13.10.2005 19:07