Fyrningamál verði unnin í samhengi 27. apríl 2005 00:01 "Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
"Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira