Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning 26. apríl 2005 00:01 Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira