Lög og regla Réðst inn í hús með hníf Ölvaður maður bankaði upp á í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt og reyndi að ryðjast inn þegar húsráðendur komu til dyra. Manninum tókst að komast inn í forstofuna þar sem hann tók upp hníf þegar húsráðendur vörnuðu honum inngöngu. Húsráðendur þekktu ekki manninn og tókst þeim að koma honum fram á stigaganginn aftur og náðu þeir af honum hnífnum. Innlent 23.10.2005 15:03 Geti ekki borið ábyrgð á Birni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun. Innlent 23.10.2005 15:03 Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03 Múgæsingur á Seltjarnarnesi Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið. Innlent 23.10.2005 15:03 Erill hjá lögreglu Maður var handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í einbýlishús í Mosfellsbæ í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið og var maðurinn handtekinn á staðnum. Innlent 23.10.2005 15:03 Tekinn á 146 kílómetra hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Grindavíkurvegi eftir að bifreið hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er hins vegar 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir ökumenn voru svo kærðir fyrir ölvun við akstur. Innlent 23.10.2005 15:03 Beindu byssu að vegfarendum Tveir menn sem beindu skotvopni að vegfarendum út um glugga á bifreið á Akureyri í gærkvöldi voru handteknir eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um athæfi þeirra. Innlent 23.10.2005 15:03 Vill fimm milljónir Jónína Benediktsdóttir hefur stefnt Fréttablaðinu fyrir að birta upplýsingar upp úr einkatölvupósti sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Innlent 23.10.2005 15:03 Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03 Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03 Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03 Slys á Hellu Kona og maður á sjötugsaldri voru flutt á sjúkrahúsið á Hellu eftir að jeppi með pallhýsi sem þau voru farþegar í keyrði út af veginum á Hvolsvelli upp úr klukkan níu í gærmorgun. Brákaðist konan á fæti. Fengu þau bæði að fara heim að lokinni skoðun.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03 Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Innlent 23.10.2005 15:02 Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. Innlent 23.10.2005 15:02 Hæstiréttur ómerkti sýknudóminn Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar, og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Sýknudómurinn vakti undrun á sínum tíma þar sem hann byggðist á því að enginn hafi séð verknaðinn nægilega vel. Innlent 23.10.2005 15:02 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:03 Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. Innlent 23.10.2005 15:03 Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > Innlent 23.10.2005 17:31 Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. Innlent 23.10.2005 15:02 Ákærður fyrir nauðgun í Bretlandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri bíður nú dóms í Englandi vegna nauðgunarákæru. Maðurinn mun, samkvæmt frétt vefmiðilsins Surrey Online, hafa átt kynmök við 15 ára stúlku en heldur því fram að hann hafi hvort tveggja talið hana eldri, auk þess sem hann haldi því fram að hún hafi veitt fullt samþykki fyrir kynmökunum og því hafi ekki verið um eiginlega nauðgun að ræða. Innlent 23.10.2005 15:02 Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:03 Málið tekið upp aftur? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er nú að láta lögmann sinn í Englandi kanna hvort hann geti fengið meiðyrðadóm Jóns Ólafssonar á hendur sér tekinn upp aftur fyrir dómstólum þar. Jón kveðst sömuleiðis vera að skoða hvort ummæli Hannesar í hádegisfréttum Bylgjunnar á miðvikudag hafi verið brot á lögbanni sem breskir dómstólar settu á að Hannes endurtæki ummæli sín. Innlent 23.10.2005 15:02 Írarnir hafa ekki sótt um leyfi Hópur Íra, sem gripinn hefur verið við ólöglega sölu ýmiss varnings hér á landi undanfarið, virðist ekki hafa ráðið bót á sínum málum. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. Innlent 23.10.2005 15:02 Krafa um fjárnám samþykkt Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti fyrir stundu kröfu Jóns Ólafssonar um fjárnám upp á tæpar tólf milljónir króna hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fjárnám var gert í skuldabréfi sem Hannes hafði gefið út á Kjartan Gunnarsson, vegna húseignar Hannesar á Hringbraut. Innlent 23.10.2005 15:02 Einn af íslensku bergi brotinn Einn mannanna sjö sem handteknir voru í gær í húsleit bresku lögreglunnar er af íslensku bergi brotinn. Hann er þó ekki íslenskur ríkisborgari lengur. Fjársvikin sem um ræðir nema um þremur milljónum punda, eða 324 milljónir íslenskra króna. Innlent 23.10.2005 15:02 Fjárnám gert í eignum Hannesar Fjárnám var gert í dag í eignum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem breskir dómstólar dæmdu fyrir meiðyrði í garð Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Innlent 23.10.2005 15:02 Vestmannaeyjabær vill út Vestmannaeyjabær á í málaferlum til að losna út úr rekstri fyrirtækisins Skúlason ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:02 Hitti vafasama menn í leit að fé Eigandi fyrirtækisins Skúlason, sem gerð var húsleit hjá vegna breskrar rannsóknar á fjársvikum og peningaþvætti, segist hafa kynnst vafasömum mönnum í fjárfestaleit sinni í Bretlandi. Það sé líklega skýringin á því að fyrirtækið flækist í málið. Innlent 23.10.2005 15:02 Slapp ómeidd úr eldsvoða Sautján ára stúlka slapp ómeidd út úr logandi kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi en mikill eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Allur stigagangurinn var rýmdur þar sem reykur barst um en slökkvistarf gekk vel. Innlent 23.10.2005 15:02 Komu í veg fyrir eldsvoða Starfsmönnum Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði tókst fyrir snarræði að koma í veg fyrir eldsvoða undir kvöld í gær þegar kviknaði í stórri rafmagnstöflu í fiskverkunarhúsi, rétt í þann mund sem vinnu var lokið. Innlent 23.10.2005 15:02 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 120 ›
Réðst inn í hús með hníf Ölvaður maður bankaði upp á í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt og reyndi að ryðjast inn þegar húsráðendur komu til dyra. Manninum tókst að komast inn í forstofuna þar sem hann tók upp hníf þegar húsráðendur vörnuðu honum inngöngu. Húsráðendur þekktu ekki manninn og tókst þeim að koma honum fram á stigaganginn aftur og náðu þeir af honum hnífnum. Innlent 23.10.2005 15:03
Geti ekki borið ábyrgð á Birni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun. Innlent 23.10.2005 15:03
Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03
Múgæsingur á Seltjarnarnesi Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið. Innlent 23.10.2005 15:03
Erill hjá lögreglu Maður var handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í einbýlishús í Mosfellsbæ í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið og var maðurinn handtekinn á staðnum. Innlent 23.10.2005 15:03
Tekinn á 146 kílómetra hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Grindavíkurvegi eftir að bifreið hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er hins vegar 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir ökumenn voru svo kærðir fyrir ölvun við akstur. Innlent 23.10.2005 15:03
Beindu byssu að vegfarendum Tveir menn sem beindu skotvopni að vegfarendum út um glugga á bifreið á Akureyri í gærkvöldi voru handteknir eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um athæfi þeirra. Innlent 23.10.2005 15:03
Vill fimm milljónir Jónína Benediktsdóttir hefur stefnt Fréttablaðinu fyrir að birta upplýsingar upp úr einkatölvupósti sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Innlent 23.10.2005 15:03
Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03
Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03
Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03
Slys á Hellu Kona og maður á sjötugsaldri voru flutt á sjúkrahúsið á Hellu eftir að jeppi með pallhýsi sem þau voru farþegar í keyrði út af veginum á Hvolsvelli upp úr klukkan níu í gærmorgun. Brákaðist konan á fæti. Fengu þau bæði að fara heim að lokinni skoðun.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Innlent 23.10.2005 15:02
Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. Innlent 23.10.2005 15:02
Hæstiréttur ómerkti sýknudóminn Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar, og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Sýknudómurinn vakti undrun á sínum tíma þar sem hann byggðist á því að enginn hafi séð verknaðinn nægilega vel. Innlent 23.10.2005 15:02
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:03
Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. Innlent 23.10.2005 15:03
Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > Innlent 23.10.2005 17:31
Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. Innlent 23.10.2005 15:02
Ákærður fyrir nauðgun í Bretlandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri bíður nú dóms í Englandi vegna nauðgunarákæru. Maðurinn mun, samkvæmt frétt vefmiðilsins Surrey Online, hafa átt kynmök við 15 ára stúlku en heldur því fram að hann hafi hvort tveggja talið hana eldri, auk þess sem hann haldi því fram að hún hafi veitt fullt samþykki fyrir kynmökunum og því hafi ekki verið um eiginlega nauðgun að ræða. Innlent 23.10.2005 15:02
Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:03
Málið tekið upp aftur? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er nú að láta lögmann sinn í Englandi kanna hvort hann geti fengið meiðyrðadóm Jóns Ólafssonar á hendur sér tekinn upp aftur fyrir dómstólum þar. Jón kveðst sömuleiðis vera að skoða hvort ummæli Hannesar í hádegisfréttum Bylgjunnar á miðvikudag hafi verið brot á lögbanni sem breskir dómstólar settu á að Hannes endurtæki ummæli sín. Innlent 23.10.2005 15:02
Írarnir hafa ekki sótt um leyfi Hópur Íra, sem gripinn hefur verið við ólöglega sölu ýmiss varnings hér á landi undanfarið, virðist ekki hafa ráðið bót á sínum málum. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. Innlent 23.10.2005 15:02
Krafa um fjárnám samþykkt Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti fyrir stundu kröfu Jóns Ólafssonar um fjárnám upp á tæpar tólf milljónir króna hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fjárnám var gert í skuldabréfi sem Hannes hafði gefið út á Kjartan Gunnarsson, vegna húseignar Hannesar á Hringbraut. Innlent 23.10.2005 15:02
Einn af íslensku bergi brotinn Einn mannanna sjö sem handteknir voru í gær í húsleit bresku lögreglunnar er af íslensku bergi brotinn. Hann er þó ekki íslenskur ríkisborgari lengur. Fjársvikin sem um ræðir nema um þremur milljónum punda, eða 324 milljónir íslenskra króna. Innlent 23.10.2005 15:02
Fjárnám gert í eignum Hannesar Fjárnám var gert í dag í eignum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem breskir dómstólar dæmdu fyrir meiðyrði í garð Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Innlent 23.10.2005 15:02
Vestmannaeyjabær vill út Vestmannaeyjabær á í málaferlum til að losna út úr rekstri fyrirtækisins Skúlason ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:02
Hitti vafasama menn í leit að fé Eigandi fyrirtækisins Skúlason, sem gerð var húsleit hjá vegna breskrar rannsóknar á fjársvikum og peningaþvætti, segist hafa kynnst vafasömum mönnum í fjárfestaleit sinni í Bretlandi. Það sé líklega skýringin á því að fyrirtækið flækist í málið. Innlent 23.10.2005 15:02
Slapp ómeidd úr eldsvoða Sautján ára stúlka slapp ómeidd út úr logandi kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi en mikill eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Allur stigagangurinn var rýmdur þar sem reykur barst um en slökkvistarf gekk vel. Innlent 23.10.2005 15:02
Komu í veg fyrir eldsvoða Starfsmönnum Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði tókst fyrir snarræði að koma í veg fyrir eldsvoða undir kvöld í gær þegar kviknaði í stórri rafmagnstöflu í fiskverkunarhúsi, rétt í þann mund sem vinnu var lokið. Innlent 23.10.2005 15:02