Innlent

Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða

Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar náði sambandi við þrjá breska hluthafa í Skulason Limited í dag. Einn þeirra, Edward James Tinsley, sagðist hafa keypt bréfin í janúar eftir að breskt verðbréfafyrirtæki hafði samband við hann. Hann fjárfesti fyrir rúmar 200 þúsund krónur. Tinsley segir hagnaðarvonina hafa falist í því að fyrirtækið ætlaði á almennan hlutabréfamarkað í janúar á næsta ári. Svipaða sögu höfðu aðrir hluthafar að segja Talsmaður efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar segir Jóhannes Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlasonar ehf. og annar af stærstu hluthöfum Skúlason Limited, segir að hann hafi rætt við rúmlega eitt hundrað manns þegar hann reyndi að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Áform fyrirtækisins í Bretlandi hafi verið þau að koma upp símsölu og símsvörun líkt og á Íslandi. Þau áform stæðu enn þá til. Hann sagði enn fremur að til stæði að fyrirtækið færi á markað í Bretlandi í framtíðinni, en fyrirtækið hefur ekki hafið neina starfsemi þar í landi aðra en að kynna fyrirtækið. Jóhannes var spurður hvort allt hlutaféð frá þessum 175 bresku aðilum hefði skilað sér. Hann sagðist halda það og ekki vita annað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í framkvæmdastjóra Skúlason Limited í Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×