Innlent

Rólegt hjá lögreglu í nótt

Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt lögreglunni var maðurinn undir töluverðum áhrifum og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Hann var síðar látinn laus en mun að öllum líkindum missa ökuskírteini sitt og fá væna sektargreiðslu senda heim til sín á næstunni. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði í nótt og einn nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni voru ökumenn allir mjög ölvaður og færðir á lögreglustöðina. Lágmarkssekt við ölvunarakstri er 50 þúsund krónur og tveggja mánaða svipting ökuskírteinis en hámarkssek er eitt hundrað þúsund krónur og árssvipting ökuskírteinis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×