Lög og regla Enn í stofufangelsi í Texas Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Innlent 13.10.2005 14:46 Bílvelta við Ljósafoss Fólksbifreið valt við Ljósafoss klukkan hálfþrjú í dag. Ung kona var þar ein á ferð og virðist hún hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og hafnaði úti í skurði. Innlent 13.10.2005 14:46 Lá við stórslysi á Laugarvatni Við lá að ölvaður ökumaður ylli stórslysi á Laugarvatni í nótt með vítaverðum akstri. Lögregla hafði skömmu eftir miðnætti stöðvað bíl vegna vanbúins ljósabúnaðar og hugðist ökumaður lagfæra ljósin á staðnum. Í sömu mund og hann var að eiga við ljósin bar að annan bíl og þótti lögreglumönnum aksturslag þess grunsamlegt. Innlent 13.10.2005 14:46 Lögreglumaður sýndi snarræði Mikil hætta skapaðist á Laugarvatni í fyrrinótt þegar maður, sem grunaður er um ölvun, ók um svæðið á miklum hraða. Hópur fólks, sem stóð úti á götu á Laugarvatni í fyrrinótt, gat með naumindum forðað sér undan bíl mannsins. Innlent 13.10.2005 14:46 Bíll sem ræsti sig sjálfur? Undarlegur bílbruni í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt er nú til rannsóknar lögreglu. Að sögn lögreglu er verið að skoða þá kenningu að rafkerfi bílsins hafi bilað, kviknað hafi í bílnum og hann síðan ræst sig sjálfur og ekið mannlaus á nærliggjandi húsvegg. Innlent 13.10.2005 14:46 Ofbeldismaður hótar ritstjóra DV Ritstjóri DV hefur farið fram á að nálgunarbann verði sett á dæmdan ofbeldismann sem hefur haft í hótunum við hann og fjölskyldu hans að undanförnu. Maðurinn krefst þess að blaðið láti af umfjöllun um sig en ritstjórinn segist vera að vinna þjóðþrifaverk. Innlent 13.10.2005 14:45 Eldur í skóla á Akureyri Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp á Akureyri í gærkvöldi í geymslurými í kjallara gamla gagnfræðaskólans þar sem nú er Brekkuskóli. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar á Akureyri bendir allt til þess að kveikt hafi verið í. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 14:45 Pizzasendill rændur í miðbænum Pizzasendill var rændur í miðbæ Reykjavíkur um klukkan tíu í gærkvöldi en að sögn lögreglunnar veittist ölvaður maður að honum og tók hann hálstaki. Pizzasendillinn hafði meðferðis nokkur þúsund krónur og tókst ræningjanum að hrifsa peninginn af honum. Árásarmannsins er enn leitað. Innlent 13.10.2005 14:45 Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Innlent 13.10.2005 14:45 Stakk lögregluna af með ofsaakstri Maður sem stal bifreið meðan hún var í gangi fyrir utan bensínstöð í Breiðholti um klukkan ellefu í gærkvöldi olli gríðarlegri hættu með ofsaakstri þegar lögreglan veitti honum eftirför. Maðurinn stakk lögregluna af og er hans og bifreiðarinnar enn leitað. Innlent 13.10.2005 14:45 Kærir hótanir til lögreglu Mikael Torfason, ritstjóri DV, hefur kært og beðið um nálgunarbann á margdæmdan ofbeldismann sem blaðið hefur fjallað um í vikunni. Mikael segir manninn hafa verið með stóran lögregluhund fyrir utan heimili sitt í fyrrakvöld og hringt í heimilissímann. Innlent 13.10.2005 14:45 Neyðaraðstoð sinnt að norðan Næsta föstudag verða opnuð ný þjónustuborð Neyðarlínunnar á Akureyri sem sinnt verður af slökkviliði og lögreglu nyrðra. Eftir breytinguna verða fjögur þjónustuborð staðsett á lögreglustöðinni í Þórunnarstræti á Akureyri, tvö í umsjá lögreglu og tvö sem slökkviliðið mannar. Innlent 13.10.2005 14:45 Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rann út í dag og varð Héraðsdómur við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um tveggja vikna framlengingu. Innlent 13.10.2005 14:45 Axarmaðurinn játar brot sitt Ungur maður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa rænt Landsbankaútibúið við Gullinbrú, vopnaður öxi. Ránsfengnum var líklega komið til fíkniefnasala sem hann skuldaði fé. Gjaldkeri í bankanum sagðist hafa verið miður sín í langan tíma á eftir. Innlent 13.10.2005 14:45 Sex í gæsluvarðhaldi Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Innlent 13.10.2005 14:45 Skilorð fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir pilti sem dæmdur var í sex mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Pilturinn var sjálfur rúmum þremur árum eldri en stúlkan þegar brotin áttu sér stað. Innlent 13.10.2005 14:45 Sviðsetti umferðarslys Hæstiréttur staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Austurlands, yfir manni, fyrir að hafa sett á svið umferðarslys í því skyni að svíkja út tryggingabætur. Innlent 13.10.2005 14:45 Falsaði lyfseðil Rúmlega þrítugur maður með langan sakaferil að baki var dæmdur, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Innlent 13.10.2005 14:45 Stálu fyrir milljónir Hæstiréttur staðfesti eins og hálfs árs fangelsi yfir tveimur mönnum fyrir ýmis þjófnaðarbrot en mildaði dóm yfir þriðja manninum úr tólf mánuðum í átta. Innlent 13.10.2005 14:45 Smygluðu fíkniefnum og koffíni Hæstiréttur dæmdi tvíburabræðurna Jökul og Ægi Ísleifssyni í tveggja ára fangelsi annars vegar og eins árs fangelsi hins vegar fyrir innflutning og vörslu fíkniefna. Hæstiréttur mildaði þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi bræðurna í tveggja og hálfs árs fangelsi og tuttugu mánaða fangelsi. Innlent 13.10.2005 14:45 Tíu innbrot í Reykjavík Tilkynnt hafði verið um tíu innbrot í Reykjavík frá klukkan sjö í gærmorgun til klukkan þrjú í gærdag. Brotist var inn í sjö bíla og inn á tvö heimili og á kvennadeild Landspítalans. Innlent 13.10.2005 14:45 Sýknaður af skjalafalsi Rúmlega fimmtugur maður var sýknaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af ákæru um skjalafals. Maðurinn var ákærður fyrir að skrifa nafn annars manns á tilkynningu sem hann framvísaði hjá Umferðarstofu um sölu bifreiðar hans. Innlent 13.10.2005 14:45 Neyðarboð í búðarleik Menn frá Securitas höfðu samband við lögregluna á Selfossi út af neyðarboði sem kom frá pósthúsinu á Eyrarbakka. Innlent 13.10.2005 14:45 Bíll fauk út af Mikið hvassviðri gerði fólki erfitt með að ferðast á milli staða á Höfn í Hornafirði í gær að sögn lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 14:44 Enginn liggur undir grun Rannsókn á meintri íkveikju í Votmúla, atvinnuhúsnæðinu á Blönduósi sem brann nánast allt til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku, hefur ekki skilað neinum árangri. Innlent 13.10.2005 14:44 Mæðgur í fangelsi Fanta Sillah, 26 ára kona frá Sierra Leone, sem í Héraðsdómi Reykjaness var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir e-töflusmygl í lok júlí, eignaðist stúlkubarn fyrir um mánuði síðan. Dóttir Fanta dvelur nú með henni í kvennafangelsinu í Kópavogi og heilsast báðum vel að sögn lögmanns Fanta. Innlent 13.10.2005 14:44 Sýknaður af kynferðisbroti Maður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um kynferðisbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í janúar haft samfarir við konu þegar ástand hennar var þannig að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Innlent 13.10.2005 14:44 Ók á húsvegg Maður var fluttur með höfuðáverka og fótbrot á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrradag eftir að hafa ekið á húsvegg á Skagaströnd. Virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju en húsið stendur mjög nálægt götunni. Innlent 13.10.2005 14:44 Tvær stúlkur í sjálfheldu Tveimur stúlkum, tíu og ellefu ára, var bjargað úr sjálfheldu í Hamrinum, fjallinu fyrir ofan Hveragerði, skömmu eftir hádegi í gær. Fyrstu björgunarsveitarmennirnir úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði voru komnir að Hamrinum fimm mínútum eftir útkall. Innlent 13.10.2005 14:44 Þrír á sjúkrahús eftir árekstur Þrír voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla sem varð á mótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis á Akureyri um klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru tveir menn útskrifaðir fljótlega eftir að þeir höfðu fengið aðhlynningu. Innlent 13.10.2005 14:44 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 … 120 ›
Enn í stofufangelsi í Texas Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Innlent 13.10.2005 14:46
Bílvelta við Ljósafoss Fólksbifreið valt við Ljósafoss klukkan hálfþrjú í dag. Ung kona var þar ein á ferð og virðist hún hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og hafnaði úti í skurði. Innlent 13.10.2005 14:46
Lá við stórslysi á Laugarvatni Við lá að ölvaður ökumaður ylli stórslysi á Laugarvatni í nótt með vítaverðum akstri. Lögregla hafði skömmu eftir miðnætti stöðvað bíl vegna vanbúins ljósabúnaðar og hugðist ökumaður lagfæra ljósin á staðnum. Í sömu mund og hann var að eiga við ljósin bar að annan bíl og þótti lögreglumönnum aksturslag þess grunsamlegt. Innlent 13.10.2005 14:46
Lögreglumaður sýndi snarræði Mikil hætta skapaðist á Laugarvatni í fyrrinótt þegar maður, sem grunaður er um ölvun, ók um svæðið á miklum hraða. Hópur fólks, sem stóð úti á götu á Laugarvatni í fyrrinótt, gat með naumindum forðað sér undan bíl mannsins. Innlent 13.10.2005 14:46
Bíll sem ræsti sig sjálfur? Undarlegur bílbruni í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt er nú til rannsóknar lögreglu. Að sögn lögreglu er verið að skoða þá kenningu að rafkerfi bílsins hafi bilað, kviknað hafi í bílnum og hann síðan ræst sig sjálfur og ekið mannlaus á nærliggjandi húsvegg. Innlent 13.10.2005 14:46
Ofbeldismaður hótar ritstjóra DV Ritstjóri DV hefur farið fram á að nálgunarbann verði sett á dæmdan ofbeldismann sem hefur haft í hótunum við hann og fjölskyldu hans að undanförnu. Maðurinn krefst þess að blaðið láti af umfjöllun um sig en ritstjórinn segist vera að vinna þjóðþrifaverk. Innlent 13.10.2005 14:45
Eldur í skóla á Akureyri Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp á Akureyri í gærkvöldi í geymslurými í kjallara gamla gagnfræðaskólans þar sem nú er Brekkuskóli. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar á Akureyri bendir allt til þess að kveikt hafi verið í. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 14:45
Pizzasendill rændur í miðbænum Pizzasendill var rændur í miðbæ Reykjavíkur um klukkan tíu í gærkvöldi en að sögn lögreglunnar veittist ölvaður maður að honum og tók hann hálstaki. Pizzasendillinn hafði meðferðis nokkur þúsund krónur og tókst ræningjanum að hrifsa peninginn af honum. Árásarmannsins er enn leitað. Innlent 13.10.2005 14:45
Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Innlent 13.10.2005 14:45
Stakk lögregluna af með ofsaakstri Maður sem stal bifreið meðan hún var í gangi fyrir utan bensínstöð í Breiðholti um klukkan ellefu í gærkvöldi olli gríðarlegri hættu með ofsaakstri þegar lögreglan veitti honum eftirför. Maðurinn stakk lögregluna af og er hans og bifreiðarinnar enn leitað. Innlent 13.10.2005 14:45
Kærir hótanir til lögreglu Mikael Torfason, ritstjóri DV, hefur kært og beðið um nálgunarbann á margdæmdan ofbeldismann sem blaðið hefur fjallað um í vikunni. Mikael segir manninn hafa verið með stóran lögregluhund fyrir utan heimili sitt í fyrrakvöld og hringt í heimilissímann. Innlent 13.10.2005 14:45
Neyðaraðstoð sinnt að norðan Næsta föstudag verða opnuð ný þjónustuborð Neyðarlínunnar á Akureyri sem sinnt verður af slökkviliði og lögreglu nyrðra. Eftir breytinguna verða fjögur þjónustuborð staðsett á lögreglustöðinni í Þórunnarstræti á Akureyri, tvö í umsjá lögreglu og tvö sem slökkviliðið mannar. Innlent 13.10.2005 14:45
Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rann út í dag og varð Héraðsdómur við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um tveggja vikna framlengingu. Innlent 13.10.2005 14:45
Axarmaðurinn játar brot sitt Ungur maður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa rænt Landsbankaútibúið við Gullinbrú, vopnaður öxi. Ránsfengnum var líklega komið til fíkniefnasala sem hann skuldaði fé. Gjaldkeri í bankanum sagðist hafa verið miður sín í langan tíma á eftir. Innlent 13.10.2005 14:45
Sex í gæsluvarðhaldi Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Innlent 13.10.2005 14:45
Skilorð fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir pilti sem dæmdur var í sex mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Pilturinn var sjálfur rúmum þremur árum eldri en stúlkan þegar brotin áttu sér stað. Innlent 13.10.2005 14:45
Sviðsetti umferðarslys Hæstiréttur staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Austurlands, yfir manni, fyrir að hafa sett á svið umferðarslys í því skyni að svíkja út tryggingabætur. Innlent 13.10.2005 14:45
Falsaði lyfseðil Rúmlega þrítugur maður með langan sakaferil að baki var dæmdur, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Innlent 13.10.2005 14:45
Stálu fyrir milljónir Hæstiréttur staðfesti eins og hálfs árs fangelsi yfir tveimur mönnum fyrir ýmis þjófnaðarbrot en mildaði dóm yfir þriðja manninum úr tólf mánuðum í átta. Innlent 13.10.2005 14:45
Smygluðu fíkniefnum og koffíni Hæstiréttur dæmdi tvíburabræðurna Jökul og Ægi Ísleifssyni í tveggja ára fangelsi annars vegar og eins árs fangelsi hins vegar fyrir innflutning og vörslu fíkniefna. Hæstiréttur mildaði þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi bræðurna í tveggja og hálfs árs fangelsi og tuttugu mánaða fangelsi. Innlent 13.10.2005 14:45
Tíu innbrot í Reykjavík Tilkynnt hafði verið um tíu innbrot í Reykjavík frá klukkan sjö í gærmorgun til klukkan þrjú í gærdag. Brotist var inn í sjö bíla og inn á tvö heimili og á kvennadeild Landspítalans. Innlent 13.10.2005 14:45
Sýknaður af skjalafalsi Rúmlega fimmtugur maður var sýknaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af ákæru um skjalafals. Maðurinn var ákærður fyrir að skrifa nafn annars manns á tilkynningu sem hann framvísaði hjá Umferðarstofu um sölu bifreiðar hans. Innlent 13.10.2005 14:45
Neyðarboð í búðarleik Menn frá Securitas höfðu samband við lögregluna á Selfossi út af neyðarboði sem kom frá pósthúsinu á Eyrarbakka. Innlent 13.10.2005 14:45
Bíll fauk út af Mikið hvassviðri gerði fólki erfitt með að ferðast á milli staða á Höfn í Hornafirði í gær að sögn lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 14:44
Enginn liggur undir grun Rannsókn á meintri íkveikju í Votmúla, atvinnuhúsnæðinu á Blönduósi sem brann nánast allt til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku, hefur ekki skilað neinum árangri. Innlent 13.10.2005 14:44
Mæðgur í fangelsi Fanta Sillah, 26 ára kona frá Sierra Leone, sem í Héraðsdómi Reykjaness var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir e-töflusmygl í lok júlí, eignaðist stúlkubarn fyrir um mánuði síðan. Dóttir Fanta dvelur nú með henni í kvennafangelsinu í Kópavogi og heilsast báðum vel að sögn lögmanns Fanta. Innlent 13.10.2005 14:44
Sýknaður af kynferðisbroti Maður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um kynferðisbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í janúar haft samfarir við konu þegar ástand hennar var þannig að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Innlent 13.10.2005 14:44
Ók á húsvegg Maður var fluttur með höfuðáverka og fótbrot á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrradag eftir að hafa ekið á húsvegg á Skagaströnd. Virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju en húsið stendur mjög nálægt götunni. Innlent 13.10.2005 14:44
Tvær stúlkur í sjálfheldu Tveimur stúlkum, tíu og ellefu ára, var bjargað úr sjálfheldu í Hamrinum, fjallinu fyrir ofan Hveragerði, skömmu eftir hádegi í gær. Fyrstu björgunarsveitarmennirnir úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði voru komnir að Hamrinum fimm mínútum eftir útkall. Innlent 13.10.2005 14:44
Þrír á sjúkrahús eftir árekstur Þrír voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla sem varð á mótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis á Akureyri um klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru tveir menn útskrifaðir fljótlega eftir að þeir höfðu fengið aðhlynningu. Innlent 13.10.2005 14:44