Innlent

Tvær stúlkur í sjálfheldu

Tveimur stúlkum, tíu og ellefu ára, var bjargað úr sjálfheldu í Hamrinum, fjallinu fyrir ofan Hveragerði, skömmu eftir hádegi í gær. Fyrstu björgunarsveitarmennirnir úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði voru komnir að Hamrinum fimm mínútum eftir útkall. Stúlkurnar voru ekki í teljandi hættu en treystu sér ekki niður vegna hvassviðris og sviptivinda. Þurftu björgunarsveitarmenn að fara um tvö til þrjú hundruð metra upp til að ná stúlkunum. Skömmu síðar komust þær í faðm fjölskyldna sinna sem biðu þeirra fyrir neðan fjallið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×