Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira