Innlent
Falsaði lyfseðil
Rúmlega þrítugur maður með langan sakaferil að baki var dæmdur, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Maðurinn var dæmdur fyrir að veita manni nokkur hnefahögg í andlitið þannig að hann nefbrotnaði, marðist og bólgnaði í andliti og tognaði á hálsi. Þá falsaði hann lyfseðil, í tölvu, á eitt hundrað contalgin töflur og framvísaði í apóteki. Maðurinn hefur hlotið tuttugu refsidóma og nær sakaferill hans aftur til ársins 1990.