Erlent

Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 5,75 prósent. Þetta er í takt við væntingar en lengi búist við að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu

Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Asíu í dag en greinendur gera ráð fyrir því að eldsneytisbirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Birgðirnar hafa dregist saman vestanhafs undanfarnar vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rútuslys í Mexíkó

Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó. Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu í Kína

Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 5,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ við lokun viðskipta í Kína í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að aukinn fjöldi fyrirtækjaskráninga á hlutabréfamarkað og hlutafjáraukningar muni veikja markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak

Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída sendir frá sér nýtt myndband

Næstráðandi al-Kaída birti í gær nýtt myndband á internetinu. Í því lofar hann vígamenn sem berjast í Írak og annars staðar. Hann birtist klæddur í allt hvítt og varaði Bandaríkjamenn við því að vindurinn, að boði Allah, blési gegn Washington.

Erlent
Fréttamynd

Sochi heldur Vetrarólympíuleikana árið 2014

Rússneska borgin Sochi hefur verið valin til þess að halda Vetrarólympíuleikana árið 2014. Hún var valin í kosningu sem fram fór á fundi Alþjóðaólympíuráðsins í Gvatemala í gærkvöldi. Vladimir Putin, forseti Rússlands, mætti til Gvatemala og talaði fyrir hönd Sochi til þess að auka líkurnar á því að hún yrði fyrir valinu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Brasilíu semja um alnæmislyf

Stjórnvöld í Brasilíu hafa tekið tilboði lyfjarisans Abbott um ódýr alnæmislyf. Samningurinn sparar ríkinu um 10 milljónir dollara ár hvert. Í maí síðastliðnum afnámu þau einkaleyfi á ýmsum alnæmislyfjum og flytja nú inn mun ódýrari samheitalyf.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið slær í gegn á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum.

Erlent
Fréttamynd

Myndbandsupptökur af gíslum birtar

Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa birt myndbandsupptökur af sjö gíslum sem sumir hafa verið í haldi í nærri áratug. Í upptökunum biðja gíslarnir ríkisstjórn Kólumbíu um að ræða við gíslatökumennina en vara við því að hernaðaraðgerðum verði beitt við björgun.

Erlent
Fréttamynd

Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna

Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti.

Erlent
Fréttamynd

Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum

Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný.

Erlent
Fréttamynd

Breska lögreglan finnur sjálfsmorðsbréf

Breska lögreglan hefur fundið sjálfsmorðsbréf í tengslum handtöku tveggja manna sem lögðu sprengjuhlöðnum bíl við flugvöllinn í Glasgow síðastliðinn laugardag, að því er CNN fréttastofan greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Metsekt fyrir samkeppnisbrot

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

KKR skráð á markað

Fjárfestingasjóðurinn KKR ætlar að feta í fótspor bandaríska félagsins Blackstone og skrá félagið á markað vestanhafs í kjölfar útboðs með bréf í félaginu. Fjárfestingasjóðir hafa í auknum mæli horft til þess sækja sér aukið á almennum markaði til að auka fjárfestingagetu sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa kíkir ekki í bækur Alcan

Kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hefur neitað bandaríska álframleiðandanum Alcoa, sem rekur álver við Reyðarfjörð, að að skoða bókhald fyrirtækisins. Alcoa hefur ýjað að því að það geti hugsað sér að bæta yfirtökutilboð sitt í Alcan, sem hljóðar upp á 28 milljarða dala, jafnvirði 1.739 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íhuga að draga úr viðbúnaði

Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu.

Erlent
Fréttamynd

MEND aflýsir vopnahléi

Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur flykkjast til Iowa

Frambjóðendur í forkosningum stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjunum flykkjast nú til ríkisins Iowa til þess að vera viðstaddir hátíðahöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hillary og Bill Clinton fóru þangað saman og Barack Obama fór þangað með fjölskyldu sína. Þau sækjast eftir útnefningu demókrata.

Erlent
Fréttamynd

Búist við meiri átökum í Islamabad

Yfirvöld í Pakistan gáfu nemendum í bænaskólanum Rauðu moskunni í höfuðborginni Islamabad frest til klukkan sex í morgun til þess að gefast upp en átök hafa staðið á milli þeirra síðan í gær. Fresturinn rann út án uppgjafar stúdentanna og samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera eru konur og börn að yfirgefa moskuna.

Erlent
Fréttamynd

Víetnam kaupir bóluefni gegn fuglaflensu

Stjórnvöld í Víetnam hafa sent fulltrúa sína til Kína til kaupa á 50 milljón skömmtum af bóluefni gegn fuglaflensu eftir að tvennt lést nýverið vegna hennar. Aðeins eru til um 15 milljón skammtar í landinu sem er langt frá því að vera nóg til þess að baráttan gegn fuglaflensu í landinu eigi eftir að skila sér. Fimm manns hafa fengið flensuna síðan í maí á þessu ári og þar af hafa tveir látið lífið.

Erlent
Fréttamynd

25 liðsmenn al-Kaída drepnir í Írak

Bandaríski herinn drap 25 vígamenn í átökum norður af Bagdad í nótt. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hernum nú í morgun. Samkvæmt henni voru átökin hluti af þriggja daga aðgerð nærri bænum Mukhisa í Diyaa héraðinu. Þar eru nú rúmlega tíu þúsund bandarískir og írakskir hermenn staddir til þess að berjast gegn liðsmönnum al-Kaída sem þar hafa aðsetur.

Erlent
Fréttamynd

Dautt kameldýr í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Íslamabad

Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir.

Erlent
Fréttamynd

Hrökklaðist úr embætti

Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar.

Erlent