Erlent

Fréttamynd

11 látast í sprengjuárás í Afganistan

Sjálfsmorðssprengjumaður gerði í dag árás á hersveitir NATO í suðurhluta Afganistan og varð 11 almennum borgurum að bana. Þó nokkur börn voru á meðal þeirra látnu. Talið er að allt að 30 manns hafi særst í árásinni. Talsmaður NATO í Kabúl sagði að sjö hermenn hefðu særst í henni.

Erlent
Fréttamynd

Bretar bregðast ókvæða við neitun á framsali

Rússar neituðu því formlega í morgun að framselja Andrei Lugovoy, fyrrum njósnara, og manninn sem er grunaður um að hafa myrt Alexander Litvinenko. Bretar brugðust ókvæða viða og segja svar Rússa við framsalsbeiðninni „óásættanlegt.“ Bretar hafa ávallt haldið því fram að litið sé á morðið á Litvinenko sem mikilvægt mál.

Erlent
Fréttamynd

Snjór í fyrsta sinn í 90 ár í Buenos Aires

Það eru nærri nítíu ár síðan síðast snjóaði í Bueons Aires, höfuðborg Argentínu, en í gær var komin hvít dula yfir borgina og svæðið í kring. Óvenjukalt er þar miðað við árstíma. Veðurstofa Argentínu sagði þetta í fyrsta sinn síðan 22. júní árið 1918 sem snjó festi. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um árangur Íraka

Í áfangaskýrslu um Íraksstríðið, sem birt verður síðar í vikunni, er komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Íraks hafi ekki náð neinum þeim áföngum sem henni var gert að ná. Háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá þessu í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk yfirvöld taka háttsettan embættismann af lífi

Kínversk yfirvöld tóku í nótt af lífi fyrrum yfirmann Lyfja- og matvælaeftirlits landsins vegna spillingar. Hann var dæmdur fyrir að þiggja mútur frá átta fyrirtækjum. Einnig samþykkti hann fjölmörg lyf gegn peningum, þar á meðal sex sem voru algjörlega gagnslaus.

Erlent
Fréttamynd

Segja hvern sem er geta verið yfir IMF

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sagði í gær að hvaða þjóð sem er væri frjálst að tilnefna eftirmann, Rodrigo Rato, sem nú er yfir sjóðnum. Hann sagði nýverið af sér vegna persónulegra ástæðna. Samkvæmt hefð frá upphafi stofnunarinnar hefur Evrópumaður ávallt verið yfir stofnuninni.

Erlent
Fréttamynd

Kaczynski rak Lepper úr embætti

Forsætisráðherra Póllands, Jaroslaw Kaczynski, rak aðstoðarforsætisráðherra sinn, Andrzej Lepper úr embætti í gær. Lepper er formaður Sjálfsvarnarflokksins sem myndaði stjórn með flokki Kaczynski og gekk flokkurinn úr stjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Blóðbað í Rauðu moskunni

Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. 50 konum og börnum hefur verið bjargað. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir frá Islamabad.

Erlent
Fréttamynd

Dreamliner þotan kynnt

Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar.

Erlent
Fréttamynd

Fordæma matreiðslumenn

Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir.

Erlent
Fréttamynd

Álver fylgi ódýrri orku

Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá.

Erlent
Fréttamynd

Eitraðar brennisteinsgufur taldar hafa banað sex skólabörnum

Talið er að eitraðar brennisteinsgufur frá indónesísku eldfjalli hafi orðið sex skólabörnum að bana. Börnin voru í hópi 20 skólabarna frá höfuðborg Indónesíu, Djakarta, sem höfðu klifrað á brún eldgígsins en það er yfirleitt ekki hægt samkvæmt yfirvöldum.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverðið lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðja nautahlaupið fór vel fram

Þriðja nautahlaupið fór fram í bænum Pamplona á Spáni í morgun. Enginn meiddist alvarlega en um sex manns hafa þurft að leita læknis eftir að hafa komist í návígi við nautin. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá hlaupinu.

Erlent
Fréttamynd

Powell reyndi að telja Bush ofan af Íraksstríði

Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt frá því að hann reyndi að telja George W. Bush, bandaríkjaforseta, ofan af því að ráðast inn í Írak. Powell segist þá einnig telja að bandaríski herinn geti ekki komið á stöðugleika í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni

Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku.

Erlent
Fréttamynd

Launagreiðslur Brownes frystar

Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PlayStation 3 lækkar í verði

Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Eiga enn eftir að finna eftirmann Rato

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins segjast ekki tilbúnir að tilnefna eftirmann Rodrigo de Rato, forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðins (IMF) en þeir funda um málið á morgun. Rato er spænskur og hefur gegnt embættinu síðan 2004 en hann tilkynnti á fimmtudaginn að hann ætlaði að segja af sér vegna persónulegra ástæðna.

Erlent
Fréttamynd

Bush íhugar aðgerðir í Írak

Háttsettir bandarískir embættismenn rökræða nú hvort að draga eigi úr fjölda hermanna á þeim svæðum í Írak þar sem flestir látast. Í þessari viku verða umræður um framtíð stríðisins í Írak og fjárveitingar til hersins á bandaríska þinginu. Þó nokkrir þingmenn repúblikana hafa þegar sagt að þeir geti ekki lengur stutt stríðsreksturinn.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar geisa víða í Bandaríkjunum

Skógareldar geisa nú víða í Bandaríkjunum. Miklir hitar og þurrkar hafa verið undanfarna daga. Hitinn hefur á sumum stöðum haldist yfir 40 stigum í næstum tvær vikur. Þá var úrkomumagn síðastliðinn vetur minna en í meðalári og því eru kjöraðstæður fyrir skógarelda.

Erlent
Fréttamynd

Dreamliner frumsýnd

Boeing flugvélaverksmiðjurnar frumsýndu í nótt sína fyrstu nýju flugvél í tólf ár - 787 Dreamliner. Vélin er eina flugvélin í dag sem er að meirihluta búin til úr kolefnistrefjum. Hægt er að sjá myndband af henni með því að smella á „Spila“ hnappinn hér að neðan.

Erlent
Fréttamynd

Mannræningjar slepptu Margaret

Þriggja ára nígerískri stúlku sem rænt var fyrir fjórum dögum síðan hefur verið sleppt. Líðan hennar er góð en hún er engu að síður þakin í moskítóbitum. Margaret Hill var rænt þegar verið var að keyra hana í leikskólann.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar og Palestínumenn funda

Utanríkisráðherrar Ísraels og Palestínu funduðu í gær. Fundurinn var sá fyrsti síðan ný ríkisstjórn var skipuð í Palestínu. Viðræðurnar fóru fram í Jerúsalem en almennt er álitið að þeim hafi verið ætlað að sýna stuðning við hina nýju ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Ný undur valin

Þau eru mikilfengleg nýju undrin sjö sem voru kynnt í gær sem þau mikilfenglegustu í gjörvallri veröldinni. Kosið var milli fjölmargra undrastaða á netinu í tvö ár. Niðurstaðan vakti athygli þegar hún var kynnt í Lissabon í Portúgal í gærkvöldi og voru stórstjörnur víða að fengnar til að kynna undrin.

Erlent
Fréttamynd

Norska ríkið braut gegn börnum

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Sókn á Rússlandsmarkað

Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni.

Innlent