Blóðbað í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 10. júlí 2007 06:50 Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan. Erlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan.
Erlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira