Erlent

Fréttamynd

Kínverjar hvetja Vesturlönd til þess að sýna þolinmæði vegna Darfur

Kína varði í morgun afstöðu sína til mála í Darfur-héraði Súdan og hvatti Vesturlönd til þess að sýna þolinmæði í málefnum þess. Á sama tíma gagnrýndu Vesturlönd Kína og sögðu að afstaða þeirra gæti dregið úr þeirri velvild sem landið fær vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í Peking á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Villipen sætir rannsókn

Formleg rannsókn er hafin á framferði Dominiques de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands í tengslum við meinta rógsherferð gegn Nicolas Sarkozy fyrir síðustu forsetakosningar. Dreift var fölsuðum lista yfir menn sem áttu innistæðu í fjármálafyrirtæki í Luxembourg. Nafn Sarkozys var á þeim lista.

Erlent
Fréttamynd

Rússar aðstoða Grikki í baráttunni við skógarelda

Rússar ætla að senda fimm flugvélar til Grikklands sem eiga að aðstoða við að slökkva skógarelda sem geisa í landinu. Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, hafði samband við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og bað hann um aðstoð við að slökkva skógareldana.

Erlent
Fréttamynd

Fullir geimfarar

Geimfarar hjá Nasa hafa að minnsta kosti tvisvar farið út í geim undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í rannsókn sem stendur nú yfir á starfsemi stofnunarinnar og sagt er frá í tímaritinu Aviation Week & Space Technology.

Erlent
Fréttamynd

Búlgörsk börn boðin til sölu

Búlgörsk börn eru boðin til sölu á um 60 þúsund evrur með loforði um að þeim verði smyglað til annarra landa. Þetta kemur fram í nýjum sjónvarpsþætti sem fréttamenn á vegum BBC hafa unnið.

Erlent
Fréttamynd

Grátbað um hjálp

Suður-kóresk kona, sem Talibanar hafa haldið í gíslingu í rúma viku, grátbað um hjálp í símaviðtali sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS spilaði í dag. Konan er ein af 23 Suður-Kóreubúum sem Talibanar rændu fyrir viku síðan. Talibanarnir myrtu einn gíslanna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Shambo færður til slátrunar

Farið var með heilaga nautið Shambo til slátrunar í dag. Shambo sem er í eigu munka í hindúaklaustri í Wales greindist með berkla í apríl og hefur áfrýjunardómstóll skipað svo fyrir að honum skuli slátrað til að koma í veg fyrir smit.

Erlent
Fréttamynd

Evrópsk dagblöð vilja stöðva Tour de France

Dagblöð víðs vegar um Evrópu vilja flauta Tour de France keppninna af vegna mikils hneykslis sem við kemur lyfjanotkun hjólreiðkappa. Þrír keppendur hafa verið dæmdir úr leik vegna þessa, tveir féllu á lyfjaprófi og einn mætti ekki í lyfjapróf. Michael Rasmussen, Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov hafa verið dæmdir úr leik.

Erlent
Fréttamynd

Raul Castro tilbúinn að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu

Sitjandi forseti Kúbu, Raul Castro, lofaði í dag því að bæta efnahaginn á Kúbu og bauð viðræður við Bandaríkjastjórn þegar að ríkisstjórn George W. Bush væri farin frá völdum. Í dag var byltingardagur Kúbu en þá er haldið upp á fyrstu árás Fidels Castro á herstöð stjórnarinnar árið 1953.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur

Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karlmanna, eða 79,4 ár. Í öðru sæti koma Japanir með 79 ár slétt. Japanskar konur lifa hins vegar lengst kvenna, eða 85,8 ár. Á eftir þeim koma konur frá Taívan, Spáni og síðan Sviss. Þær íslensku geta vænst þess að lifa 82,6 ár.

Erlent
Fréttamynd

Garðsláttur í bikini

Umsvifin hjá litlu garðsláttufyrirtæki í Memphis í Tennessee hafa margfaldast eftir að það byrjaði að senda bikini klæddar stúlkur til þess að slá garðana hjá fólki. Karlmenn sem áratugum saman hafa slegið garða sína sjálfir eru allt í einu búnir að fá í bakið, og þurfa nauðsynlega að fá aðra til þess að slá fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

20 létust og 60 særðust í bílsprengju í Bagdad í dag

20 létust og fleiri en 60 særðust þegar að bílsprengja sprakk við gatnamót í Karrada hverfinu í miðborg Bagdad í dag. Það kviknaði í að minnsta kosti einni byggingu við sprenginguna og fjölmargir bílar urðu eldinum að bráð. Mestmegnis sjía múslimar búa í Karrada hverfinu í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Logandi kráka kveikti í akri

Slökkviliðsstjórinn í Enköping segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt. Atburðarrásin var þannig að krákan flaug á rafmagnslínu og drapst. Það kviknaði í henni og logandi hræið féll niður á akurinn. Þar lá þurrt hey sem kviknaði í.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri en 50 talibanar felldir í Afganistan í dag

Bandarískar hersveitir, með stuðningi flughersins, drápu fleiri en 50 uppreisnarmenn talibana í bardögum í suðurhluta Afganistan í dag. Ekkert mannfall varð hjá bandaríska hernum í átökunum sem stóðu yfir í tólf tíma.

Erlent
Fréttamynd

Einn æðsti stjórnendi ETA handtekinn

Alfredo Perez, innanríkisráðherra Spánar, skýrði frá því í dag að franska lögreglan hefði handtekið einn af æðstu yfirmönnum ETA. aðskilnaðarhreyfingar Baska, Juan Cruz Maiza Artola. Hann og tveir aðrir meðlimir ETA voru handteknir í bænum Rodez. Perez sagði Artola hafa stjórnað flutningum og aðföngum hjá ETA og því augljóst að handtaka hans sé mjög mikilvægur atburður.

Erlent
Fréttamynd

Nakin vændiskona í hásæti Danadrottningar

Dönsk vændiskona komst með einhverjum furðulegum hætti inn í hásætissalinn í Kristjánsborgarhöll. Þar svipti hún sig klæðum, stillti upp myndavél og tók 29 mynda syrpu af sjálfri sér. Meðal annars tók hún myndir af sér í hásæti Margrétar Danadrottningar. Og þar sem hún sat klofvega á sætisörmunum á hásæti drottningarinnar og Hinriks prins.

Erlent
Fréttamynd

Prinsessan er útsendari helvítis

Þekktur norskur prestur hefur ráðst heiftarlega á Mörtu Lovísu prinsessu eftir að hún upplýsti að hún gæti talað við engla og dýr, og stofnaði nýaldar-skóla ásamt vinkonu sinni. Jan Hanvold sem er frægur sjónvarpsprestur segir að prinsessan sé útsendari frá helvíti.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja að kjarnorkuver hefji starfsemi snemma á næsta ári

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússa tilkynnti í morgun að kjarnorkuverið sem þeir séu að byggja í Íran hefji starfsemi sína á fyrri hluta næsta árs. Rússar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að byggja kjarnorkuverið og höfðu því tafið framkvæmdir við það.

Erlent
Fréttamynd

Bloomberg opnar vefsíðun Mike2008.com

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur opnað vefsvæðið Mike2008.com en margir telja það benda til þess að hann ætli sér að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum á næsta ári. Á nýju heimasíðu sína skrifar Bloomberg að þar fái fólk tækifæri til þess að kynnast honum og stefnumálum hans.

Erlent
Fréttamynd

Enn unnið að lausn 22 Suður-Kóreumanna

Stjórnvöld í Suður-Kóreu vinna enn að því að reyna að tryggja lausn 22 Suður-Kóreumanna sem talibanar halda í gíslingu. Talibanar hafa þegar tekið einn gísl af lífi en þeir krefjast þess að Suður-Kórea dragi alla hermenn sína frá Afganistan og láti lausa talibana í haldi bandamanna.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar hatast við Tom Cruise

Tom Cruise hefur orðið fyrir heiftarlegum árásum opinberra aðila í Þýskalandi. Þar hefur hann verið við tökur á kvikmynd um tilræðið við Adolf Hitler í júlí árið 1944. Cruise hefur meðal annars verið líkt við Jósef Göbbels, áróðursmeistara Hitlers. Óánægja Þjóðverja virðist eiga sér trúarlegar rætur.

Erlent
Fréttamynd

Putin ætlar að halda völdum yfir leyniþjónustunni

Aðstoðarmenn Vladimir Putin, forseta Rússlands, hafa ákveðið að auka völd sérstaks öryggisráðs og gera það nærri jafn valdamikið og ríkisstjórnina. Putin hefur ítrekað sagt að hann ætli sér að halda pólitískum áhrifum þegar að hann yfirgefur embætti forseta á næsta ári og talið er að öryggisráðið geti orðið valdastöð hans.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar taka suður-kóreskan gísl af lífi

Talibanar hafa tekið af lífi einn af þeim 23 suður-kóresku gíslum sem þeir hafa haft í haldi síðustu daga. Þetta hefur fréttastofan Reuters eftir Qari Mohammad Yousuf talsmanni Talibana.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískir læknar útskrifast frá kúbverskum skóla

Átta bandarískir nemendur útskrifuðust fyrir skömmu sem læknar frá kúbanska læknaskólanum, Latin American School of Medicine in Havana, eftir sex ára gjaldfrjálst nám. Læknarnir hyggjast allir snúa aftur heim til Bandaríkjanna og sækja um starfsréttindi til að geta starfað sem læknar á þarlendum sjúkrahúsum.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtíu fótboltaunnendur látnir í bílsprengjum í Bagdad

Tvær bílsprengjur urðu fimmtíu manns að bana í Bagdad í dag og særðu 135. Sprengjunum var beint að fólki sem var að fagna sigri írakska landsliðsins í knattspyrnu í undanúrslitum Asíukeppninnar, en liðið vann Suður-Kóreu í vítaspyrnukeppni.

Erlent
Fréttamynd

Brostin olíuleiðsla svartmálaði hús og bíla

Vegavinnumenn sem voru að störfum í Burnaby fyrir utan Vancouver í Canada í gær urðu fyrir því óhappi að grafa í sundur olíuleiðslu með þeim afleiðingum að olía sprautaðist yfir 180 metra svæði. Olíugosbrunnurinn sem myndaðist náði 12 metra upp í loft og tók um 20 mínútur að stöðva lekann.

Erlent
Fréttamynd

Disney bannar reykingar í kvikmyndum sínum

Walt Disney Co. hefur ákveðið að banna allar reykingar í kvikmyndum sem að framleiddar eru undir merki þess. Ennfremur ætlar það að hvetja dótturfyrirtæki sín, Miramax og Touchstone, til þess að draga úr reykingum í kvikmyndum sínum. Þá hefur það einnig ákveðið að setja slagorð gegn reykingum á umbúðir allra DVD-mynda sem að reykt er í.

Erlent
Fréttamynd

Putin segir nauðsynlegt að styrkja rússneska herinn

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að nauðsynlegt væri að byggja upp herinn og njósnastarfsemi landsins vegna nýrra ógna, þar á meðal uppbyggingu bandarísks eldflaugakerfis í Austur-Evrópu. Putin sagði þetta á fundi með háttsettum yfirmönnum í hernum og leyniþjónustunni í dag.

Erlent