Erlent

Disney bannar reykingar í kvikmyndum sínum

Walt Disney Co. hefur ákveðið að banna allar reykingar í kvikmyndum sem að framleiddar eru undir merki þess. Ennfremur ætlar það að hvetja dótturfyrirtæki sín, Miramax og Touchstone, til þess að draga úr reykingum í kvikmyndum sínum. Þá hefur það einnig ákveðið að setja slagorð gegn reykingum á umbúðir allra DVD-mynda sem að reykt er í.

Disney ætlar sér líka að beita áhrifum sínum til þess að fá kvikmyndahúsaeigendur til þess að sýna auglýsingar gegn reykingum á undan myndum sem reykt er í.

Samkvæmt rannsóknum American Legacy hópsins sjást reykingar í nærri 90% kvikmynda. Samhliða því kom í ljós að börn sem sjá mikið af kvikmyndum sem reykt er í eru þrisvar sinnum líklegri til þess að byrja að reykja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×