Erlent

Fréttamynd

Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum

Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Löggur reknar í kippum

Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir.

Erlent
Fréttamynd

Mikill vindsnúningur þegar vélin fórst

Háttsettur embættismaður í taílensku flugumferðarstjórninni segir að mikill vindsnúningur hafi orðið í þann mund sem vélin sem fórst á Phuket-flugvelli var að lenda. Áttatíu og níu manns fórust þegar vélin brotlenti, og brann. Embættismaðurinn segir að flugmenn vélarinnar hafi vitað af þessum vindsnúningi.

Erlent
Fréttamynd

Grænlensk börn fara svöng í rúmið

Níu prósent barna á Grænlandi lifa neðan við fátækramörk, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Stjórnandi rannsóknarinnar, Sissel Lea Nielsen, segir að fátækt grænlenskra barna eigi sér margar birtingarmyndir. Til dæmis hafi foreldrar ekki efni á að láta börn sín taka þátt í tómstundaiðkun og félagslífi.

Erlent
Fréttamynd

Vilja leyfa það aftanfrá

Þingið í Singapore vill afnema bann við munn- og endaþarmsmökum. Þó ekki fyrir samkynhneigða. Hingaðtil hefur verið blátt bann við slíkum leikjum jafnvel innan veggja heimilisins. Hvort sem gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör hafa átt í hlut.

Erlent
Fréttamynd

Hafðu stelpu með þegar þú ferð á séns

Nýtt fyrirtæki í Bandaríkjunum tekur að sér að koma karlmönnum á séns með því að senda stúlkur með þeim í samkvæmi eða öldurhús. Þetta hefur gengið svo vel að það er strax farið að opna útibú í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku. Viðskiptavinirnir eru í skýjunum og segjast aldrei hafa kynntst jafn mörgum konum.

Erlent
Fréttamynd

O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar

O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur.

Erlent
Fréttamynd

Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan

Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta.

Erlent
Fréttamynd

Olía en ekki almannahagur

Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur.

Erlent
Fréttamynd

Sendiskrifstofa og rammasamningur

Færeyingar opnuðu í dag sendiskrifstofu í Reykjavík. Við það tækifæri var undirritaður rammasamningur um samstarf Íslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum.

Erlent
Fréttamynd

Ísland ekki lengur í alfaraleið

Ísland verður síður í alfaraleið í sjóflutningum þegar Norð-vestur siglingaleiðin er að verða greiðfær skipum. Þetta segir íslenskur skipulagsfræðingur og segir að bráðunin íss á svæðinu sé töluvert á undan áætlun.

Erlent
Fréttamynd

Norðvestursiglingaleiðin opin

Norðvestursiglingaleiðin yfir norðurpólinn er greiðfær skipum í fyrsta sinn síðan eftirlit með henni hófst fyrir tæpum þrjátíu árum. Um er að ræða beinustu siglingaleiðina milli Asíu og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Búið að finna gallann í Dash 8 vélunum

Framleiðandi Dash 8 vélanna sem SAS flugfélagið kyrrsetti í vikunni segir að búið sé að finna gallann sem olli því að hjólabúnaður vélanna brást ítrekað. Kanadiski framleiðandinn Bombardier segir að viðgerð sé tiltölulega einföld og hægt verði að aflétta farbanninu jafnvel strax á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Minn tími kemur aftur -Putin

Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði í dag að hann útilokaði ekki að hann myndi sækjast eftir forsetaembættinu á nýjan leik árið 2012. Samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Síðara kjörtímabili Putins lýkur á næsta ári. Hinsvegar mega menn bjóða sig fram á nýjan leik eftir eitt kjörtímabil utan embættis.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar hækka stýrivexti

Kínverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 27 punkta í dag með það fyrir augum að draga úr verðbólgu, sem mædlist 6,5 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 11 ár. Vextirnir standa nú í 7,29 prósentum. Þetta er fimmta stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Greinendur bjuggust almennt við hækkuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Simpson yfirheyrður vegna ráns

OJ Simpson hefur verið yfirheyrður vegna ráns í spilavíti í Las Vegas í gær. Lögreglan hefur staðfest að Simpson hafi verið yfirheyrður, en hann hafi ekki verið handtekinn. Fregnir af þessu eru enn mjög af skornum skammti. Ekkert hefur verið gefið upp um ránsfeng eða annað sem málið snertir.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða vestanhafs í kjölfar talna um vöxt í smásöluverslun þar í landi í ágúst. Tölurnar ollu fjárfestum nokkrum vonbrigðum. Smásöluverslu jókst um 0,3 prósent en vonast var til að hann yrði helmingi meiri. Aukin bílasala í síðasta mánuði miðað við síðasta ár vegur hins vegar á móti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöxtur í smásöluverslun undir spám

Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Til samanburðar nemur aukningin 0,5 prósentum í júlí. Þetta er nokkru undir væntingum greinenda, sem telja að samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs hafi snert meira við einkaneyslu en talið hefur verið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar glaðir á Wall Street

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors rauk í methæðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þáttastjóri gladdist yfir árásinni á Bandaríkin

Þáttastjórnandi við danska ríkissjónvarpið hefur valdið nokkru uppnámi með því að viðurkenna að hann hefði glaðst yfir hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Ganrýnendur ríkissjónvarpsins segja að þetta sé enn eitt dæmið um að þar ráði rauði liturinn ríkjum. Fleiri starfsmenn sjónvarpsins þykja hafa sýnt sinn rétta lit á undanförnum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Vlad er slyngur

Fréttaskýrendur segja að Vladimir Putin forseti Rússlands hafi sýnt mikil klókindi með því að skipa hinn óþekkta Viktor Subkov í embætti forsætisráðherra og opna honum þarmeð leið að forsetaembættinu þegar síðara kjörtímabil Putins rennur út á næsta ári. Rússneskir forsetar mega ekki sitja nema tvö kjörtímabil né bjóða sig fram eftir sjötugt. Zubkov verður orðinn sjötugur árið 2012 þegar aftur verður kosið til forseta. Það verður þá opin leið fyrir Putin að bjóða sig fram aftur.

Erlent
Fréttamynd

Bretar verða að lappa upp á gömul kjarnorkuver

Forstjóri bresku Orkustofnunarinnar segir að Bretar verði að halda gömlum kjarnorkuverum sínum gangandi eins lengi og hægt er. Ellegar verði orkuskortur í landinu eftir fimm til sjö ár. Stofnunin er nú að athuga möguleika á að halda tveimur gömlum orkuverum gangandi en ætlunin var að loka þeim árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Englandsbanki veitir fé inn á markaðinn

Englandsbanki veitti 4,4 milljörðum punda, jafnvirði 571 milljarðs íslenskra króna, inn í breskt efnahagslíf í dag í því augnamiði að veita fjármálafyrirtækjum ódýrara fjármagn en gengur og gerist til að draga úr óróleika á fjármálamarkaði. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að bankinn ætli ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum sem hafi lent illa í óróleikanum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óróleikinn fjármálafyrirtækjum að kenna

Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum geta kennt sér sjálf um skellinn sem þau hafa orðið fyrir síðustu vikurnar. Þetta segir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir fyrirtækin hafa sýnt óábyrgar lánveitingar og telur að vegna viðskipta þeirra muni það taka undirmálslánamarkaðinn allt upp undir tvö ár að jafna sig.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcatel-Lucent í vandræðum

Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rannsaka innherjasvik í Carnegie

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fasteignaverð lækkar í Bretlandi

Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka.

Viðskipti erlent