Erlent

Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn lækkar dollarinn

Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent

Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans

Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fýkur í skattaskjólin

Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum.

Erlent
Fréttamynd

Feministar lifa betra kynlífi

Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestar bíða stýrivaxtadags

Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dauðafley á Miðjarðarhafi

Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn.

Erlent
Fréttamynd

VVRRRÚÚÚÚÚMMMMMMMM

Átján ára strákur á körtu stakk af sjö sérbúna BMW bíla lögreglunnar í þýska bænum Mönchengladbach í dag.

Erlent
Fréttamynd

Langt yfir skammt?

Það er ekkert leyndarmál að það er skortur á vinnuafli á Íslandi. Undanfarin misseri hefur fólk verið sótt til annarra landa þúsundum saman vegna þess.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru

Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LÚS-ER

Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu.

Erlent
Fréttamynd

Ég át hana ekki

Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma Microsoft yfir væntingum

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA

Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við.

Viðskipti erlent