Erlent Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33 Ísraelar og Palestínumenn samþykkja friðarsamninga Ísraelar og Palestínumenn samþykktu í dag að hefja þegar tvíhliða viðræður um frið og ljúka þeim með formlegum samningi á næsta ári. Erlent 27.11.2007 16:58 Dýr málsverður Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja. Erlent 27.11.2007 16:20 Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32 Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Erlent 27.11.2007 14:54 Gaf skít í mömmu sína Skoskir læknar björguðu konu sem var að deyja úr bakteríusýkingu með því að gefa henni saur úr dóttur sinni. Erlent 27.11.2007 13:09 Konur streyma í kynlífsferðir til Kenya Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenía þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með. Erlent 27.11.2007 10:45 Í kulda og trekki Átján milljónum fleiri karlmenn en konur á giftingaaldri búa í Kína. Þetta ójafnvægi er að mestu til komið vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að banna hjónum að eignasts fleiri en eitt barn. Erlent 27.11.2007 10:00 Ekkja Pavarottis krefst skaðabóta Ekkja Lucianos Pavarottis krefst tæplega þriggja milljarða króna skaðabóta af vinum óperusöngvarans fyrir særandi ummæli um sig. Erlent 26.11.2007 16:35 Ísland fylgist með rússneskum kafbátum Ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hefur fjölgað verulega að undanförnu. Erlent 26.11.2007 17:21 Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26 Héldu að foreldrarnir hefðu selt Madeleine Portúgölsku lögregluna grunaði um tíma að foreldrar Madeleine McCann hefðu selt hana barnaníðingum til þess að losna úr fjárhagskröggum. Erlent 26.11.2007 14:19 Við erum í góðum málum..... Hvernig heldur maður eftirminnilega upp á þrítugsafmæli sitt? Morgunþáttastjórnandi við dönsku svæðisútvarpsstöðina Radio Globus mætti nú bara samviskusamlega í sína vinnu. Erlent 26.11.2007 12:50 Rússnesku kafbátarnir komnir aftur Rússneskir kafbátar eru aftur komnir á kreik á Norður-Atlantshafi. Norska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest við fjölmiðla að ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hafi fjölgað. Erlent 26.11.2007 11:02 Eldhætta í Volvo dísel fólksbílum Volvo verksmiðjurnar ætla að innkalla til eftirlits 38 þúsund fólksbíla af árgerð 2006 vegna eldhættu í vélarrýminu. Erlent 26.11.2007 10:30 Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. Erlent 25.11.2007 18:17 Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Erlent 25.11.2007 17:47 Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 18:20 Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 18:13 Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48 IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 17:59 Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 17:54 Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36 Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52 Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19 2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu. Viðskipti erlent 22.11.2007 11:24 Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Erlent 22.11.2007 10:12 Enn titrar fjármálaheimurinn Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 21.11.2007 21:51 Barði fréttamann með hljóðnemanum Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans. Erlent 21.11.2007 18:10 Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. Innlent 21.11.2007 18:07 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 334 ›
Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33
Ísraelar og Palestínumenn samþykkja friðarsamninga Ísraelar og Palestínumenn samþykktu í dag að hefja þegar tvíhliða viðræður um frið og ljúka þeim með formlegum samningi á næsta ári. Erlent 27.11.2007 16:58
Dýr málsverður Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja. Erlent 27.11.2007 16:20
Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32
Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Erlent 27.11.2007 14:54
Gaf skít í mömmu sína Skoskir læknar björguðu konu sem var að deyja úr bakteríusýkingu með því að gefa henni saur úr dóttur sinni. Erlent 27.11.2007 13:09
Konur streyma í kynlífsferðir til Kenya Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenía þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með. Erlent 27.11.2007 10:45
Í kulda og trekki Átján milljónum fleiri karlmenn en konur á giftingaaldri búa í Kína. Þetta ójafnvægi er að mestu til komið vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að banna hjónum að eignasts fleiri en eitt barn. Erlent 27.11.2007 10:00
Ekkja Pavarottis krefst skaðabóta Ekkja Lucianos Pavarottis krefst tæplega þriggja milljarða króna skaðabóta af vinum óperusöngvarans fyrir særandi ummæli um sig. Erlent 26.11.2007 16:35
Ísland fylgist með rússneskum kafbátum Ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hefur fjölgað verulega að undanförnu. Erlent 26.11.2007 17:21
Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26
Héldu að foreldrarnir hefðu selt Madeleine Portúgölsku lögregluna grunaði um tíma að foreldrar Madeleine McCann hefðu selt hana barnaníðingum til þess að losna úr fjárhagskröggum. Erlent 26.11.2007 14:19
Við erum í góðum málum..... Hvernig heldur maður eftirminnilega upp á þrítugsafmæli sitt? Morgunþáttastjórnandi við dönsku svæðisútvarpsstöðina Radio Globus mætti nú bara samviskusamlega í sína vinnu. Erlent 26.11.2007 12:50
Rússnesku kafbátarnir komnir aftur Rússneskir kafbátar eru aftur komnir á kreik á Norður-Atlantshafi. Norska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest við fjölmiðla að ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hafi fjölgað. Erlent 26.11.2007 11:02
Eldhætta í Volvo dísel fólksbílum Volvo verksmiðjurnar ætla að innkalla til eftirlits 38 þúsund fólksbíla af árgerð 2006 vegna eldhættu í vélarrýminu. Erlent 26.11.2007 10:30
Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. Erlent 25.11.2007 18:17
Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Erlent 25.11.2007 17:47
Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 18:20
Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 18:13
Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48
IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 17:59
Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 17:54
Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36
Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52
Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19
2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu. Viðskipti erlent 22.11.2007 11:24
Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Erlent 22.11.2007 10:12
Enn titrar fjármálaheimurinn Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 21.11.2007 21:51
Barði fréttamann með hljóðnemanum Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans. Erlent 21.11.2007 18:10
Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. Innlent 21.11.2007 18:07