Erlent Níu Ísraelar féllu í árás Hezbollah á Haifa Sprengjuárásir Ísraela og skæruliðasamtakanna Hezbollah halda áfram á báða bóga. Bæir í norðurhluta Ísraels, við landamærin að Líbanon, hafa nú flestir verið yfirgefnir vegna sprengjuárása Hezbollah undanfarna daga. Hezbollah-skæruliðasamtökin gerðu árás á ísraelsku hafnarborgina Haifa í morgun, þar sem í það minnsta níu manns létu lífið. Erlent 16.7.2006 09:37 Takmarkað viðskiptabann sett á Norður-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna prófana á langdrægum eldflaugum. Einnig var þess krafist að látið verði tafarlaust af öllum slíkum tilraunum. Það taka stjórnvöld í Norður-Kóreu hins vegar ekki í mál. Viðskiptabannið sem samþykkt var í gær á að hindra öll viðskipti með þau efni og hluti sem notuð eru til að smíða eldflaugar. Erlent 16.7.2006 09:31 Vestrænar þjóðir óska eftir aðstoð Þjóðverja í málefnum Líbanons Nokkrar þjóðir á Vesturlöndunum hafa beðið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að miðla málum í deilu Ísraela og Líbana. Bandaríkjastjórn bað víst Merkel að ræða við háttsetta Ísraelsmenn og hún sagði þeim að ástandið í Líbanon væri viðkvæmt og mætti ekki við aðgerðum Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Der Spiegel, en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði tímaritsins. Þjóðverjar hafa áður beitt sér í viðræðum Ísraela við Hizbollah-samtökin. Erlent 15.7.2006 15:33 Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi. Erlent 15.7.2006 12:01 Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon. Erlent 15.7.2006 11:48 Pútín vill ekki íraskt lýðræði Vladimir Pútín Rússlandsforseti kærir sig ekki um lýðræði eins og það sem Írakar hafi. Þetta sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með George Bush Bandaríkjaforseta í morgun en Bush hafði lýst því yfir fyrir ferð sína til Rússlands að hann myndi ræða áhyggjur manna af þróun lýðræðisins í Rússlandi við Pútín. Erlent 15.7.2006 11:56 Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða. Erlent 15.7.2006 11:22 Vilhjálmur og Harry fordæma myndbirtinguna Synir Díönu prinsessu, þeir Vilhjálmur og Harry fordæmdu í gær ákvörðun ítalsks tímarits um að birta mynd af Díönu eftir bílslysið sem dró hana til dauða árið 1997. Myndin var tekin af Díönu þar sem hún liggur mikið slösuð í aftursæti bíls og er sjúkraliði við að setja á hana súrefnisgrímu. Birting myndarinnar hefur vakið mikla reiði í Bretlandi. Vilhjálmur og Harry sögðust í gær vera sorgmæddir yfir lágkúru ítalska blaðsins og að þeir væru að bregðast minningu móður sinnar ef þeir verðu hana ekki. Erlent 15.7.2006 09:57 Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða. Erlent 15.7.2006 09:35 Hizbollah-liðar þurfa að hætta árásum sínum til að friður komist á Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims fer nú fram í Pétursborg í Rússlandi. Sameiginlegum blaðamannafundi George Bush, Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta lauk fyrir stundu en þar ræddu þeir um mikilvægi þess að berjast saman gegn hryðjuverkaógninni og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Bush sagði nauðsynlegt að Hizbollah hætti árásum á Ísrael, öðruvísi myndi friður ekki komast á og sagði Pútín skilja áhyggjur Bush og Ísraela. Fyrir fundinn ræddi Bush við Pútín á einkafundi um ástand mannréttindamála í Rússlandi. Erlent 15.7.2006 09:29 Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Erlent 15.7.2006 09:19 Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag. Erlent 14.7.2006 20:54 Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Karl Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og fleiri embættismenn Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipulagt hvíslherferð með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni. Erlent 14.7.2006 20:54 Hugarorkan er hreyfiafl Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni. Erlent 14.7.2006 20:54 Hill verður sóttur til saka Hinn tvítugi varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem grunaður er um morðið á flugliðanum Ashley Turner þann 14. ágúst á varnarsvæðinu í Keflavík, verður sóttur til saka fyrir morðið, en verjendur hans höfðu reynt að fá málinu vísað frá vegna formgalla. Erlent 14.7.2006 20:54 Gagnrýndi bændastyrki Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra. Erlent 14.7.2006 20:54 Hætta við að semja um frið Erlent 14.7.2006 20:54 Skila ekki hræinu Milliríkjadeilan um björninn Brúnó, sem ráfaði yfir Alpana til Þýskalands og var skotinn af veiðimönnum, hefur náð nýjum hæðum, en þýsk yfirvöld neita nú að skila hræinu til heimalands bjarnarins, Ítalíu. Brúnó var skotinn að ósk yfirvalda sem óttuðust að hann myndi ráðast á menn, en hann hafði drepið kindur og kanínur á ferðum sínum um Bæjaraland. Erlent 14.7.2006 20:54 Eitt af hverjum 100 börnum Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er eitt af hverjum 100 börnum í Bretlandi einhverft. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið stuðst við, en fyrir tíunda áratuginn töldu sérfræðingar að á hverja 10.000 íbúa Bretlands væru fjögur til fimm tilfelli af einhverfu. Erlent 14.7.2006 20:54 Dæmdur í ellefu ára fangelsi Barnaníðingur, sem gengið hefur undir nafninu Alexöndru-maðurinn í sænskum fjölmiðlum, var í Malmö í gær dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa misnotað 58 unglingsstúlkur. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter. Erlent 14.7.2006 20:54 Ákærður fyrir stríðsglæpi Erlent 14.7.2006 20:54 Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra og missir þar með sitt sæti í Meistaradeild Evrópu. Erlent 14.7.2006 19:28 Flugskeytum rignir yfir Líbanon Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn. Erlent 14.7.2006 17:47 Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. Erlent 14.7.2006 17:13 Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44 Nýir í Englandsbanka Viðskipti erlent 14.7.2006 12:56 Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. Erlent 14.7.2006 12:33 Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Erlent 14.7.2006 12:18 Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. Erlent 14.7.2006 10:58 Virðisaukaskattsvik aukast í Bretlandi Viðskipti erlent 14.7.2006 10:56 « ‹ 309 310 311 312 313 314 315 316 317 … 334 ›
Níu Ísraelar féllu í árás Hezbollah á Haifa Sprengjuárásir Ísraela og skæruliðasamtakanna Hezbollah halda áfram á báða bóga. Bæir í norðurhluta Ísraels, við landamærin að Líbanon, hafa nú flestir verið yfirgefnir vegna sprengjuárása Hezbollah undanfarna daga. Hezbollah-skæruliðasamtökin gerðu árás á ísraelsku hafnarborgina Haifa í morgun, þar sem í það minnsta níu manns létu lífið. Erlent 16.7.2006 09:37
Takmarkað viðskiptabann sett á Norður-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna prófana á langdrægum eldflaugum. Einnig var þess krafist að látið verði tafarlaust af öllum slíkum tilraunum. Það taka stjórnvöld í Norður-Kóreu hins vegar ekki í mál. Viðskiptabannið sem samþykkt var í gær á að hindra öll viðskipti með þau efni og hluti sem notuð eru til að smíða eldflaugar. Erlent 16.7.2006 09:31
Vestrænar þjóðir óska eftir aðstoð Þjóðverja í málefnum Líbanons Nokkrar þjóðir á Vesturlöndunum hafa beðið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að miðla málum í deilu Ísraela og Líbana. Bandaríkjastjórn bað víst Merkel að ræða við háttsetta Ísraelsmenn og hún sagði þeim að ástandið í Líbanon væri viðkvæmt og mætti ekki við aðgerðum Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Der Spiegel, en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði tímaritsins. Þjóðverjar hafa áður beitt sér í viðræðum Ísraela við Hizbollah-samtökin. Erlent 15.7.2006 15:33
Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi. Erlent 15.7.2006 12:01
Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon. Erlent 15.7.2006 11:48
Pútín vill ekki íraskt lýðræði Vladimir Pútín Rússlandsforseti kærir sig ekki um lýðræði eins og það sem Írakar hafi. Þetta sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með George Bush Bandaríkjaforseta í morgun en Bush hafði lýst því yfir fyrir ferð sína til Rússlands að hann myndi ræða áhyggjur manna af þróun lýðræðisins í Rússlandi við Pútín. Erlent 15.7.2006 11:56
Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða. Erlent 15.7.2006 11:22
Vilhjálmur og Harry fordæma myndbirtinguna Synir Díönu prinsessu, þeir Vilhjálmur og Harry fordæmdu í gær ákvörðun ítalsks tímarits um að birta mynd af Díönu eftir bílslysið sem dró hana til dauða árið 1997. Myndin var tekin af Díönu þar sem hún liggur mikið slösuð í aftursæti bíls og er sjúkraliði við að setja á hana súrefnisgrímu. Birting myndarinnar hefur vakið mikla reiði í Bretlandi. Vilhjálmur og Harry sögðust í gær vera sorgmæddir yfir lágkúru ítalska blaðsins og að þeir væru að bregðast minningu móður sinnar ef þeir verðu hana ekki. Erlent 15.7.2006 09:57
Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða. Erlent 15.7.2006 09:35
Hizbollah-liðar þurfa að hætta árásum sínum til að friður komist á Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims fer nú fram í Pétursborg í Rússlandi. Sameiginlegum blaðamannafundi George Bush, Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta lauk fyrir stundu en þar ræddu þeir um mikilvægi þess að berjast saman gegn hryðjuverkaógninni og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Bush sagði nauðsynlegt að Hizbollah hætti árásum á Ísrael, öðruvísi myndi friður ekki komast á og sagði Pútín skilja áhyggjur Bush og Ísraela. Fyrir fundinn ræddi Bush við Pútín á einkafundi um ástand mannréttindamála í Rússlandi. Erlent 15.7.2006 09:29
Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Erlent 15.7.2006 09:19
Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag. Erlent 14.7.2006 20:54
Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Karl Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og fleiri embættismenn Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipulagt hvíslherferð með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni. Erlent 14.7.2006 20:54
Hugarorkan er hreyfiafl Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni. Erlent 14.7.2006 20:54
Hill verður sóttur til saka Hinn tvítugi varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem grunaður er um morðið á flugliðanum Ashley Turner þann 14. ágúst á varnarsvæðinu í Keflavík, verður sóttur til saka fyrir morðið, en verjendur hans höfðu reynt að fá málinu vísað frá vegna formgalla. Erlent 14.7.2006 20:54
Gagnrýndi bændastyrki Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra. Erlent 14.7.2006 20:54
Skila ekki hræinu Milliríkjadeilan um björninn Brúnó, sem ráfaði yfir Alpana til Þýskalands og var skotinn af veiðimönnum, hefur náð nýjum hæðum, en þýsk yfirvöld neita nú að skila hræinu til heimalands bjarnarins, Ítalíu. Brúnó var skotinn að ósk yfirvalda sem óttuðust að hann myndi ráðast á menn, en hann hafði drepið kindur og kanínur á ferðum sínum um Bæjaraland. Erlent 14.7.2006 20:54
Eitt af hverjum 100 börnum Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er eitt af hverjum 100 börnum í Bretlandi einhverft. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið stuðst við, en fyrir tíunda áratuginn töldu sérfræðingar að á hverja 10.000 íbúa Bretlands væru fjögur til fimm tilfelli af einhverfu. Erlent 14.7.2006 20:54
Dæmdur í ellefu ára fangelsi Barnaníðingur, sem gengið hefur undir nafninu Alexöndru-maðurinn í sænskum fjölmiðlum, var í Malmö í gær dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa misnotað 58 unglingsstúlkur. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter. Erlent 14.7.2006 20:54
Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra og missir þar með sitt sæti í Meistaradeild Evrópu. Erlent 14.7.2006 19:28
Flugskeytum rignir yfir Líbanon Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn. Erlent 14.7.2006 17:47
Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. Erlent 14.7.2006 17:13
Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44
Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. Erlent 14.7.2006 12:33
Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Erlent 14.7.2006 12:18
Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. Erlent 14.7.2006 10:58