Erlent

Fréttamynd

Tilbúinn snjór í Oddsskarði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hefja snjóframleiðslu í Oddsskarði í vetur og verður framleiðslan til að byrja með í byrjendabrekkunum.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríska varnarmálaráðuneytið stofnar áróðursdeild

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði nýlega að Bandaríkin væru að tapa áróðursstríðinu gegn óvinum sínum og ákvað bandaríska varnarmálaráðuneytið því að stofna nýja deild sem á að vinna gegn áróðri frá óvinum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú kíló af silfurpeningum

Tveir bræður fundu stóran fjársjóð frá víkingatímum á Suður-Gautlandi, nærri Sundre-kirkju, í síðustu viku, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter í gær. Að sögn sérfræðinga er um að ræða þrjú kíló af silfurpeningum, líklega frá tíundu öld.

Erlent
Fréttamynd

Sendir settur í hnakka dýranna

Danskir vísindamenn hafa hafið viðamikla rannsókn á brúnrottum sem lifa í skólpræsum meðal notaðra smokka, matarafganga, saurs og annars úrgangs. Ástæðan er sú að í raun er afar fátt vitað um þessa fjölmennestu tegund spendýra í veröldinni, segir á fréttavef Politiken.

Erlent
Fréttamynd

Meintir uppreisnarmenn voru drepnir

Miklar óeirðir brutust út í Pakistan í gær eftir jarðarfarir 80 manna sem talsmenn stjórnarhersins segja hafa verið uppreisnarmenn, en heimamenn halda fram að hafi verið óbreyttir borgarar. Þetta var mannskæðasta árás stjórnarhersins gegn meintum uppreisnarseggjum.

Erlent
Fréttamynd

Ný lög sögð í mótsögn við mannréttindi

Hin umdeildu lög sem sett voru í Bandaríkjunum á dögunum um réttarstöðu meintra hryðjuverkamanna og að mál þeirra verði sótt fyrir herdómstólum, samræmist ekki alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þetta er mat Martins Scheinin, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í stöðu mannréttinda í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn stunda ekki pyntingar

George Bush Bandaríkja-forseti segir Bandaríkin ekki stunda pyntingar á föngum, þrátt fyrir orð vara-forsetans Dick Cheney þess efnis að það geti hjálpað til við yfirheyrslur að „dýfa föngunum í vatn“. Þetta var haft eftir varaforsetanum í útvarpsviðtali á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Fara utan til að læra til læknis

Svíar sækja í auknum mæli út fyrir landsteinana til að læra læknisfræði þar sem sænska menntakerfið nær ekki að anna eftirspurninni og það þrátt fyrir að gert séð ráð fyrir stöðugt fleiri nemendum. Ákveðið hefur verið að tæplega 1.500 hefji nám í læknisfræði í Svíþjóð haustið 2007 eða um 60 fleiri en hófu nám í ár.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan nær miðborginni á sitt vald

Alríkislögreglan í Mexíkó náði í gær miðborginni í Oaxaca á sitt vald og ruddi burt kennurum og öðrum mótmælendum sem hafa hafst þar við undanfarna fimm mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Pinochet í stofufangelsi

Einræðisherrann fyrrverandi, Augusto Pinochet, var í gær hnepptur í stofufangelsi í heimalandi sínu Chile.

Erlent
Fréttamynd

Alheimskreppa ef ekkert að gert

Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Peugeotbílar innkallaðir í Danmörku

Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugeot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill leggja niður Norðurlandaráð

Norðurlandaráð hefur engin völd og leggja ætti það niður, skrifar sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum bera hins vegar lof á norrænt samstarf.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Ísraels neitar að víkja

Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni.

Erlent
Fréttamynd

Beðið úrslita í Kongó

Síðari umferð forsetakosninganna í Kongó fór fram í gær og stóð baráttan milli sitjandi forseta og fyrrverandi leiðtoga uppreisnarmanna. Þetta voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu rúma fjóra áratugi. Verið er að telja atkvæði nú og endanlegra úrslita að vænta í lok vikunnar.

Erlent
Fréttamynd

Hungruðum fækkar ekki

Tíu árum eftir að leiðtogar heimsbyggðarinnar strengdu þess heit að fækka hungruðum um helming, hefur lítið gerst, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Segir stjórnendur KB Banka í felum

Danska Ekstrabladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Afgerandi sigur

Luis Inacio Lula da Silva var endurkjörinn forseti Brasilíu með miklum meirihluta atkvæða um liðna helgi. Búið er að telja nærri því öll atkvæði og hlaut Da Silva um 61% atkvæða. Þetta var síðari umferð kosninganna þar sem valið stóð á milli sitjandi forseta og Geraldo Alckmin, fyrrverandi ríkisstjóra í Sao Paulo.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag á meðan fjárfestar bíða þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, láta verða af því að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent