Segir stjórnendur KB Banka í felum 30. október 2006 13:00 Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira