Erlent

Fréttamynd

Rússar hóta Köldu stríði

Rússar segjast ætla að bregðast við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Líklegt er að ef Rússar bregðist við hefjist nýtt vígbúnaðarkapphlaup á milli þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Súdan og Sameinuðu þjóðirnar ná samkomulagi

Súdan hefur náð samkomulagi við Sameinuðu þjóðirnar og Afríkusambandið um að hleypa takmörkuðum fjölda friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum inn í landið. Eiga þeir að styðja við bakið á 7.000 manna liði Afríkusambandsins sem þar er.

Erlent
Fréttamynd

Birkhead er barnsfaðir Önnu Nicole

Erfðapróf hafa leitt í ljós að Larry Birkhead, fyrrum kærasti Önnu nicole Smith, er barnsfaðir hennar. Þar með er bundinn endi á langt málaferli en Howard Stern, sem var með Önnu þegar hún dó, hefur undanfarið reynt að sanna að hann væri faðir dóttur Önnu. Birkhead hefur ávallt haldið því fram að hann væri faðir Dannielynn.

Erlent
Fréttamynd

Maradona útskrifaður af sjúkrahúsi

Einn dáðasti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona, var útskrifaður af sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa verið þar í tvær vikur. Maradona var lagður inn vegna vandamála tengdri áfengisfíkn hans. Læknir Maradona segir að þó svo honum hafi verið leyft að yfirgefa sjúkrahúsið sé enn langt þangað til hann nær fullri heilsu.

Erlent
Fréttamynd

Bemba farinn til Portúgal

Fyrrum uppreisnarleiðtoginn Jean-Pierre Bemba, sem nú er í stjórnarandstöðu í landinu Austur-Kongó, fór í morgun til Portúgal til þess að leita læknis. Bemba hefur eytt undanförnum þremur vikum í sendiráði Suður-Afríku en þar hafði hann beðist hælis eftir að átök hófust á milli stuðningsmanna hans og stjórnarhersins.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent

Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fjöldamorð

Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

Fær ekki fósturvísana

Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir

Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði

Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Önnur umferð boðuð

Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir.

Erlent
Fréttamynd

Sautján létust í sjálfsmorðsárás

Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtaka á Puma í vændum

Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spennan vex á milli Súdana og Tsjada

Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Mannleg mistök talin ástæðan

Mannleg mistök virðast vera orsök þess að gríska skemmtiferðaskipið Sea Dimond sökk í síðustu viku. Enn er ekki vitað hvað olli því að tæplega 22,500 tonna skip sigldi á sker rétt við eyjuna Santorini en sex manns eru í haldi vegna atviksins.

Erlent
Fréttamynd

Gore vonast eftir umhverfisvakningu

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana

Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor

Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að myndbandasíður ritskoði efni sitt

Stjórnvöld í Bretlandi segja að vefsíður sem vista myndbandsbrot beri siðferðileg skylda til þess að taka á hrekkjusvínum sem setja myndbönd af ódæðisverkum sínum á internetið.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja breska neytendur til að sniðganga íslenskan fisk

Hvalaverndunarsamtök í Bretlandi hvetja stórmarkaði og neytendur til að sniðganga fiskafurðir frá HB Granda vegna tengsla við Hval hf. Forstjóri Granda segir áeggjan samtakanna byggjast á gömlum upplýsingum og hefur ekki áhyggjur af því að verslun við Breta dragist saman.

Innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea fær aðgang að frystum fjármunum

Stjórnvöld í Macau hafa ákveðið að gefa Norður-Kóreu aðgang að fjármunum sem höfðu verið frystir að beiðni Bandaríkjamanna. Embættismenn og stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga talsverða fjármuni í bönkum á Macau og var þetta atriði það sem kom í veg fyrir að viðræður um afvopnun Norður-Kóreu gætu haldið áfram. Ekki hefur þó verið gefið upp hvenær Norður-Kórea fær aðgang að peningunum né hversu háar upphæðir er um að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Írakar mótmæltu veru Bandaríkjahers

Tugir þúsunda Íraka mótmæltu í gær veru Bandaríkjamanna í Írak. Sumir rifu bandaríska fánann og hentu honum í götuna til þess að leggja áherslu á mál sitt. Mótmælin fóru þó friðsamlega fram.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn gagnrýna Írana

Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt Írana fyrir að halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins. Gordon Johndroe, yfirmaður öryggisráðs Hvíta hússins sagði Írana aðeins vera að auka á eigin einangrun með athæfi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarherir Chad og Súdan takast á

Hersveitir í Chad og Súdan tókust á landamærunum ríkjananna tveggja í gær. Herinn í Chad hafði áður hrint árás uppreisnarmanna frá Súdan. Samkvæmt tölum frá Súdan létu 17 súdanskir hermenn lífið í átökunum en Chad neitar ennþá að barist hafi verið innan landamæra ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Ástralir tvöfalda herafla sinn í Afganistan

Ástralir hafa ákveðið að tvöfalda fjölda hermanna sem þeir hafa í Afganistan til þess að takast á við voráhlaup Talibana. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, sagði að ef þetta yrði ekki gert myndi ekki sigur nást gegn talibönum. Hann varaði landsmenn sína jafnframt við því að sumir hermannanna myndu láta lífið.

Erlent