Erlent Blair til Þýskalands Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar. Erlent 3.6.2007 14:11 Tveir sjálfboðaliðir Rauða krossins á Sri Lanka myrtir Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fundust myrtir á Sri Lanka í dag, tveimur dögum eftir að þeim hafði verið rænt. Átök hafa brotist út að undanförnu á milli tamíltígra og stjórnvalda og lentu sjálfboðaliðarnir á milli. Þeir voru á að bíða eftir lest til borgarinnar Batticaloa þegar þeim var rænt. Menn klæddir borgaraleg föt námu þá á brott undir því yufirskini að þeir væru leynilögregla. Erlent 3.6.2007 13:47 Kannað með kæru á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. Erlent 3.6.2007 12:06 UEFA segir stuðningsmenn Liverpool þá verstu í Evrópu Stuðningsmenn Liverpool eru þeir verstu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf frá sér í gær. Útsendarar UEFA voru í dulargervi á meðal stuðningsmanna til þess að safna gögnum um hegðan þeirra. Nokkur vandræði sköpuðust þegar Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar og hefur UEFA kennt stuðningsmönnum Liverpool um þau. Erlent 3.6.2007 12:01 Ástralir taka sig á í umhverfismálum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða. Erlent 3.6.2007 11:46 Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6 Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna. Erlent 3.6.2007 11:30 Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. Erlent 3.6.2007 10:59 G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. Erlent 3.6.2007 10:49 Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. Erlent 3.6.2007 10:33 Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. Erlent 3.6.2007 10:30 Bandarísk efnahagslíf að jafna sig Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu. Viðskipti erlent 3.6.2007 09:05 Fangageymslur fullar á Suðurnesjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér. Innlent 3.6.2007 09:52 Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn. Innlent 3.6.2007 09:50 200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott Erlent 3.6.2007 09:48 Fjórða mannsins leitað vegna fyrirhugaðra hryðjuverkaárása Lögregla á Trínidad leitar fjórða mannsins sem ákærður var í gær fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverkaárásir í New York í Bandaríkjunum. Þrír aðrir hafa verið handteknir og ákærðir vegna málsins. Einn þeirra var handtekinn í New York - en hann er fyrrverandi starfsmaður á flugvellinum. Erlent 3.6.2007 09:40 Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. Erlent 2.6.2007 19:55 Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Erlent 2.6.2007 19:12 Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. Erlent 2.6.2007 18:58 Mótmælt í Rostock Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Erlent 2.6.2007 18:50 Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn. Erlent 2.6.2007 18:00 Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. Erlent 2.6.2007 17:48 Tugþúsundir mótmæla í Pakistan Tugir þúsunda söfnuðust saman til þess að sýna brottreknum hæstaréttadómara stuðning í Pakistan í dag. Mótmælin fóru fram í Abbotabad sem er 50 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. Dómarinn, Ifhikhar Mohammed Chaudry, var rekinn úr starfi af Pervez Musharraf, forseta landsins, fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. Musharraf sakar andstæðinga sína um að snúa brottrekstrinum upp í pólitískt hitamál. Erlent 2.6.2007 17:18 Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er. Erlent 2.6.2007 16:18 Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Erlent 2.6.2007 16:04 Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. Erlent 2.6.2007 15:54 Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. Erlent 2.6.2007 15:43 Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. Erlent 2.6.2007 14:52 2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. Erlent 2.6.2007 14:19 Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. Erlent 2.6.2007 14:10 Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. Erlent 2.6.2007 13:53 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 334 ›
Blair til Þýskalands Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar. Erlent 3.6.2007 14:11
Tveir sjálfboðaliðir Rauða krossins á Sri Lanka myrtir Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fundust myrtir á Sri Lanka í dag, tveimur dögum eftir að þeim hafði verið rænt. Átök hafa brotist út að undanförnu á milli tamíltígra og stjórnvalda og lentu sjálfboðaliðarnir á milli. Þeir voru á að bíða eftir lest til borgarinnar Batticaloa þegar þeim var rænt. Menn klæddir borgaraleg föt námu þá á brott undir því yufirskini að þeir væru leynilögregla. Erlent 3.6.2007 13:47
Kannað með kæru á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. Erlent 3.6.2007 12:06
UEFA segir stuðningsmenn Liverpool þá verstu í Evrópu Stuðningsmenn Liverpool eru þeir verstu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf frá sér í gær. Útsendarar UEFA voru í dulargervi á meðal stuðningsmanna til þess að safna gögnum um hegðan þeirra. Nokkur vandræði sköpuðust þegar Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar og hefur UEFA kennt stuðningsmönnum Liverpool um þau. Erlent 3.6.2007 12:01
Ástralir taka sig á í umhverfismálum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða. Erlent 3.6.2007 11:46
Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6 Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna. Erlent 3.6.2007 11:30
Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. Erlent 3.6.2007 10:59
G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. Erlent 3.6.2007 10:49
Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. Erlent 3.6.2007 10:33
Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. Erlent 3.6.2007 10:30
Bandarísk efnahagslíf að jafna sig Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu. Viðskipti erlent 3.6.2007 09:05
Fangageymslur fullar á Suðurnesjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér. Innlent 3.6.2007 09:52
Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn. Innlent 3.6.2007 09:50
200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott Erlent 3.6.2007 09:48
Fjórða mannsins leitað vegna fyrirhugaðra hryðjuverkaárása Lögregla á Trínidad leitar fjórða mannsins sem ákærður var í gær fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverkaárásir í New York í Bandaríkjunum. Þrír aðrir hafa verið handteknir og ákærðir vegna málsins. Einn þeirra var handtekinn í New York - en hann er fyrrverandi starfsmaður á flugvellinum. Erlent 3.6.2007 09:40
Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. Erlent 2.6.2007 19:55
Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Erlent 2.6.2007 19:12
Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. Erlent 2.6.2007 18:58
Mótmælt í Rostock Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Erlent 2.6.2007 18:50
Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn. Erlent 2.6.2007 18:00
Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. Erlent 2.6.2007 17:48
Tugþúsundir mótmæla í Pakistan Tugir þúsunda söfnuðust saman til þess að sýna brottreknum hæstaréttadómara stuðning í Pakistan í dag. Mótmælin fóru fram í Abbotabad sem er 50 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. Dómarinn, Ifhikhar Mohammed Chaudry, var rekinn úr starfi af Pervez Musharraf, forseta landsins, fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. Musharraf sakar andstæðinga sína um að snúa brottrekstrinum upp í pólitískt hitamál. Erlent 2.6.2007 17:18
Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er. Erlent 2.6.2007 16:18
Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Erlent 2.6.2007 16:04
Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. Erlent 2.6.2007 15:54
Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. Erlent 2.6.2007 15:43
Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. Erlent 2.6.2007 14:52
2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. Erlent 2.6.2007 14:19
Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. Erlent 2.6.2007 14:10
Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. Erlent 2.6.2007 13:53