Erlendar

Fréttamynd

Reglur Naismith til sölu

Barnabörn Dr. James Naismith, mannsins sem fann upp körfuknattleik árið 1891, hafa nú ákveðið að selja upprunalegu reglurnar sem afi þeirra skrifaði fyrir leikinn á sínum tíma. Þær fást svo sannarlega ekki gefins, því börnin fara fram á tíu milljónir dollara fyrir herlegheitin.

Sport
Fréttamynd

Artest verður hjá Indiana fram yfir jól

Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers verður hjá liðinu fram yfir hátíðar, en forráðamenn félagsins segjast bjartsýnir á að geta skipt honum í burtu strax eftir jól. Artest er sagður hafa dregið kröfu sína um að verða skipt frá liðinu til baka, en þolinmæði Indiana er einfaldlega á þrotum og víst þykir að hann hafi spilað sinn síðasta leik með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real tapaði fyrir Portland San Antonio

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu naumlega fyrir Portland San Antonio í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 28-27. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Portland San Antonio er í öðru sæti með 27 stig og Ciudad í því þriðja með 24 stig. Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Torrevieja í 29-23 sigri liðsins á Cangas.

Sport
Fréttamynd

Tilbúinn að framlengja samning sinn

Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, en samningur sem hann undirritaði í sumar bauð upp á eins ár framlengingu og búist er við þvi að nýr samningur verði undirritaður fljótlega. Hamann er 32 ára gamall og kom til Liverpool frá Newcastle árið 1999. Hann á að baki 57 landsleiki fyrir Þjóðverja.

Sport
Fréttamynd

Æfur út í Barcelona

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er æfur út í forráðamenn Barcelona fyrir að lýsa nýverið yfir opinberlega að félagið ætlaði sér að ná í franska framherjann Thierry Henry frá Arsenal og segir það vanvirðingu við félagið.

Sport
Fréttamynd

Tottenham fær hinn nýja Jaap Stam

Eins og fram kom í gærkvöldi er enska úrvalsdeildarliðið Tottenham við það að ganga frá kaupum á unga landsliðsmanninum Ron Vlaar, sem kallaður hefur verið hinn nýji Jaap Stam. Mörg lið höfðu verið á höttunum eftir landsliðsmanninum unga, en hann var nýverið settur í leikbann hjá AZ Alkmaar vegna ummæla sinna í kjölfar þess honum þótti félagið hafa hindrað að Ajax keypti hann til sín.

Sport
Fréttamynd

Ég yfirgef ekki sökkvandi skip

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Bíðið með að baula

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að áhorfendur á Old Trafford hafi fullan rétt á að láta liðið heyra það ef það stendur sig ekki á vellinum, en hefur biðlað til þeirra að baula ekki á liðið fyrr en að leik líkur, því það hafi mjög slæm áhrif á liðið ef baulað er á það á meðan á leik stendur.

Sport
Fréttamynd

Fékk hrákaslummu í andlitið

Hinn umdeildi Robbie Savage hjá Blackburn ærðist eftir leik Middlesbrough og Blackburn í bikarnum í gær og vildi meina að Emanuel Pogatetz hjá Boro hefði hrækt á sig í leiknum. Í dag var honum hinsvegar runnin reiðin og segir að líklega hafi hið óþægilega atvik verið óviljaverk.

Sport
Fréttamynd

Keane kynntur til leiks á annan í jólum

Stuðningsmenn Celtic í Skotlandi fá tækifæri til að taka formlega á móti nýja leikmanni sínum Roy Keane á annan í jólum, þegar liðið tekur á móti Livingston. Keane verður ekki leikfær með liðinu fyrr en í janúar, en búist er við því að hann fái góðar móttökur þegar hann verður kynntur fyrir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Tilboði West Ham hafnað

Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, hefur hafnað 5,5 milljón punda tilboði West Ham í framherjann Andy Johnson og segir að fyrrum landsliðsmaðurinn ungi sé einfaldlega ekki til sölu.

Sport
Fréttamynd

Juventus varði forskot sitt á toppnum

Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Van Persie gæti misst af jólaleikjunum

Framherjinn ungi Robin Van Persie hjá Arsenal gæti misst af leikjahrinu liðsins um jól og áramót vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Doncaster í gær. "Robin fékk högg á hnéð og við erum ekki vissir um hve lengi hann verður frá, en hann er nokkuð bólginn," sagði Arsene Wenger, en einnig er óljóst með þáttöku Thierry Henry í næsta leik vegna meiðsla á hásin.

Sport
Fréttamynd

Indiana sigraði LA Clippers

Indiana sigraði LA Clippers í nótt 97-75 á heimavelli sínum og færði Clippers fjórða tap sitt í síðustu fimm leikjum sínum. Stephen Jackson var stigahæstur í liði Indiana Pacers með 24 stig, en Elton Brand skoraði 29 stig hjá Clippers.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar Real Madrid

Real Madrid tapaði enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og þeim fjórða á heimavelli í vetur, þegar liðið lá 2-1 fyrir Racing Santander. Leikmenn Real gengu af velli undir blístri og bauli áhorfenda eins og svo oft áður í vetur, en liðið á litla von um að veita erkifjendum sínum í Barcelona samkeppni um meistaratitlinn ef svo fer sem horfir.

Sport
Fréttamynd

Mætast erkifjendurnir í úrslitum á ný?

Í gærkvöld var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum enska deildarbikarsins á næsta ári, en Arsenal og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í undanúrslitunum með dramatískum hætti í gærkvöld. Ljóst er að stórliðin og erkifjendurnir Manchester United og Arsenal gætu mæst í úrslitum keppninar, því þau sluppu við hvort annað í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Tottenham kaupir Ron Vlaar frá AZ Alkmaar

Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Ron Vlaar, félaga Grétars Rafns Steinssonar hjá AZ Alkmaar. Vlaar þessi hefur aðeins spilað 11 leiki með AZ það sem af er í vetur, en á að baki tvo landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri. Kaupverðið er 1,7 milljón punda.

Sport
Fréttamynd

Arsenal áfram eftir vítakeppni

Arsenal er komið í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að hafa lagt spútniklið Doncaster að velli 5-3 eftir vítakeppni. Almunia markvörður Arsenal tók til sinna ráða í vítakeppninni og varði tvær spyrnur og kom Arsenal áfram. Það eru því Arsenal, Manchester United, Blackburn og Wigan sem eru komin áfram í undanúrslitin, en dregið verður um hvaða lið mætast síðar í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Gilberto jafnaði á elleftu stundu

Brasilíumaðurinn Gilberto tryggði Arsenal vítaspyrnukeppni gegn Doncaster með því að jafna leikinn í 2-2 þegar komið var í uppbótartíma í framlengingu og forðaði þar með liðinu frá skammarlegu tapi, en nú er aðeins vítakeppnin eftir í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn

Sport
Fréttamynd

Doncaster komið yfir

Doncaster var rétt í þessu að ná 2-1 forystu gegn Arsenal undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það var Paul Green sem skoraði mark Doncaster eftir fáránleg varnarmistök Senderos í vörn Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Framlenging hjá Doncaster og Arsenal

Leikur Doncaster og Arsenal er kominn í framlengingu, en Arsenal náði að jafna leikinn á 63. mínútu, þar sem skot liðsins hrökk af varnarmanni og í netið. Paul Dickov skaut Blackburn í undanúrslitin með því að skora sigurmark liðsins gegn Middlesbrough á lokamínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Mark Fish leggur skóna á hilluna

Suður-Afríski varnarmaðurinn Mark Fish hjá Charlton hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 31 árs gamall vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish byrjaði ferilinn í heimalandinu, en fór þaðan til Bandaríkjanna, Ítalíu og endaði svo ferilinn á Englandi. Hann á að baki 62 landsleiki fyrir þjóð sína.

Sport
Fréttamynd

Doncaster leiðir í hálfleik gegn Arsenal

Kraftaverkalið Doncaster hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta í enska deildarbikarnum og liðið hafði yfir 1-0 í hálfleik gegn Arsenal á heimavelli sínum. Staðan í leik Middlesbrough og Blackburn er markalaus í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Kirilenko meiddur

Rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz lék spilaði ekki með liði sínu í nótt vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í leik gegn Milwaukee í byrjun vikunnar og verður væntanlega ekki með liðinu í næstu leikjum. Lið Utah hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur sem og í fyrravetur, en meiðslalisti liðsins hefur verið langur síðan í fyrra haust.

Sport
Fréttamynd

Sendir Real Madrid tóninn

Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu.

Sport
Fréttamynd

Get ekki fyrirgefið Di Canio

Markvörðurinn Shaka Hislop, fyrrum félagi Paolo di Canio hjá West Ham, segist ekki geta fyrirgefið honum fasistakveðjurnar sem hann hefur stundað í leikjum með liði sínu Lazio á Ítalíu undanfarið, en framkoma Ítalans hefur farið mjög fyrir brjóstið á forráðamönnum deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fer hugsanlega til Nice í janúar

Sóknarmaðurinn Florent Sinama-Pongolle gæti verið á leið til franska liðsins Nice í janúar, en félagið er nú í viðræðum við Liverpool um að fá leikmanninn að láni þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann eftir áramótin. Pongolle hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool á þessu tímabili, en hann er aðeins 21 árs gamall.

Sport
Fréttamynd

Ekkert að hugsa um að kaupa leikmenn

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann sé mjög sáttur við þá leikmenn sem hann hefur úr að moða í dag og ætlar ekki að kaupa neina leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, þó hann missi leikmenn í Afríkukeppnina í nokkrar vikur.

Sport
Fréttamynd

Super Aguri væntanlega með 2006

Japanska keppnisliðið Super Aguri verður væntanlega ellefta liðið í keppnum næsta árs í Formúlu 1, eftir að samþykki fékkst frá öllum tíu liðunum í mótinu fyrir þáttöku nýja liðsins. Liðið mun keppa með vélar frá Honda, en það á nú aðeins eftir að hljóta samþykki FIA til að verða með á næsta ári, en hingað til hefur ekki gengið nógu vel að ganga frá fjárhagshliðinni á málinu enda ekkert ódýrt í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Doncaster - Arsenal í beinni á Sýn

Tveir leikir eru á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld. Doncaster tekur á móti Arsenal og verður sá leikur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:30 og þá mætast úrvalsdeildarliðin Middlesbrough og Blackburn, en sá leikur hefst klukkan 20.

Sport