Sport

Sendir Real Madrid tóninn

Wanderley Luxemburgo er ósáttur við óþolinmæði forráðamanna Real Madrid
Wanderley Luxemburgo er ósáttur við óþolinmæði forráðamanna Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu.

"Þeir réðu knattspyrnustjóra frá Brasilíu, sem þeir þekktu ekki neitt. Ef þeir hefðu þekkt mig, hefðu þeir vitað að ég hefði alveg geta leitt liðið til stórra titla heimafyrir eða í Evrópukeppni. Þetta snýst ekki um að ég hafi tapað, heldur leyfðu þeir mér ekki að vinna. Það var góð reynsla fyrir mig að vinna í Evrópuboltanum í þennan tíma og nú veit ég upp á hár hver er munurinn á Evrópuboltanum og þeim brasilíska. Það er mikill peningur í Evrópuboltanum og það er það sem lið þar hafa fram yfir liðin í Brasilíu, en að öðru leiti erum við þeim engir eftirbátar," sagði Luxemburgo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×