Erlendar O´Leary sáttur David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, hrósaði stöðugleikanum í leik sinna manna í dag eftir að liðið sigraði West Brom 2-1 og segir að liðið hafi spýtt í lófana eftir að það tapaði fyrir Doncaster í bikarnum á dögunum. Sport 2.1.2006 18:08 Schlesser sigraði á þriðju leiðinni Frakkinn Jean-Louis Schlesser nýtti sér reynslu sína til hins ítrasta á þriðju sérleiðinni í París-Dakar rallinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark á sérsmíðuðum bíl sínum, en þetta var fyrsti Afríkuáfanginn í keppninni. Schlesser hefur tvívegis sigrað í keppninni, árið 1999 og 2000. Spánverjinn Nani Roma er í forystu í heildarkeppninni eftir að hafa komið sjötti í mark í dag. Sport 2.1.2006 17:56 Bolton stöðvaði sigurgöngu Liverpool Bolton og Liverpool skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í dag 2-2 í hörkuleik. Það voru Jaidi og Diouf sem skoruðu mörk heimamanna, en Gerrard og Garcia skoruðu fyrir Liverpool. Sport 2.1.2006 16:54 Essien getur ekki gengið Ghanamaðurinn Michael Essien getur ekki gengið og er mjög bólginn á ökkla eftir tæklingu sem hann varð fyrir í byrjun leiks gegn West Ham í dag. Bera þurfti miðjumanninn af velli á börum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn í lið Chelsea í hans stað eftir aðeins 13 mínútur í dag. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli Essien eru, en óttast er að hann missi af Afríkukeppninni með landsliði sínu. Sport 2.1.2006 16:21 Bolton yfir gegn Liverpool Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattpspyrnu. Bolton hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum og það var Jaidi sem skoraði mark heimamanna á 10. mínútu. Liverpool hefur sótt hart að marki Bolton í kjölfarið, en hefur ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Sport 2.1.2006 15:56 Fyrstu kaup Liverpool á árinu Liverpool gekk í dag frá kaupum á vængmanninum Paul Anderson frá Hull City, en Hull fær John Welsh í staðinn. Andersen þótti standa sig vel þegar hann var til reynslu hjá Liverpool og spilaði með varaliði félagsins. Andersen er aðeins 17 ára gamall. Sport 2.1.2006 15:49 Schumacher segir Ferrari á réttri leið Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher segir að Ferrari-liðið sé á réttri leið í að koma sér á meðal þeirra bestu á ný og spáir að næsta keppnistímabil verði mun betra en árið 2005, þar sem liðið olli miklum vonbrigðum. Sport 2.1.2006 15:38 Öruggur sigur Chelsea Chelsea lagði granna sína í West Ham 3-1 á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni nú áðan og heldur því áfram öruggri forystu á toppi deildarinnar. Það var Frank Lampard sem kom Chelsea yfir í leiknum, en Marlon Harewood jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Það voru svo Hernan Crespo og Didier Drogba sem tryggðu Chelsea sigurinn með mörkum á 62. og 80. mínútu. Sport 2.1.2006 14:32 Portsmouth staðfestir tilboð Gaydamak Rússneski auðkýfingurinn Alexander Gaydamak hefur keypt helmingshlut í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þetta staðfesti félagið nú fyrir stundu og er þetta talið blása miklu lífi í fjárhag félagsins sem berst fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Sport 2.1.2006 14:21 Baros tryggði Villa sigurinn Framherjinn Milan Baros tryggði Aston Villa 2-1 sigur á West Brom á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Steve Davis kom Villa yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Steve Watson jafnaði metin á 76. mínútu. Staðan í leik West Ham og Chelsea er enn 1-0 fyrir Chelsea, en síðari hálfleikur er þar ný hafinn. Sport 2.1.2006 13:50 Miami burstaði Minnesota Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami burstaði Minnesota 97-70 eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrri hálfleik. Pat Riley las hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum og það dugði, því Miami fékk aðeins á sig 26 stig í síðari hálfleiknum. Dwayne Wade var stigahæstur í jöfnu liði Miami með 19 stig, en Wally Szczerbiak skoraði mest hjá Minnesota, 19 stig. Sport 2.1.2006 13:36 Neitar að tjá sig um hugsanlega yfirtöku Þær fréttir bárust frá Englandi í morgun að rússneskur auðkýfingur væri að íhuga að reyna að kaupa úrvalsdeildarlið Portsmouth, en félagið hefur neitað að tjá sig um þessar fregnir. Maðurinn sem um ræðir heitir Alexander Gaydamak og er sonur milljarðamæringsins Arcadi Gaydamak, en hann á til að mynda knattspyrnulið í Ísrael. Sport 2.1.2006 13:25 Átta leikir í dag Boltinn er þegar farinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í dag og nú standa yfir tveir leikir. Alls eru átta leikir á dagskrá í dag. Aston Villa hefur 1-0 yfir á útivelli gegn West Brom þegar síðari hálfleikur er nýhafinn, en það var Steve Davis sem skoraði mark Villa. Þá er um hálftími liðinn af leik West Ham og Chelsea, þar sem Frank Lampard var að koma gestunum yfir á 25. mínútu. Sport 2.1.2006 13:12 Enn lengist meiðslalistinn Það á ekki af Steve Bruce og félögum í Birmingham að ganga í vetur og nú er ljóst að varnarmaðurinn Matthew Upson verður frá í mánuð eftir að hann sneri sig á ökkla eftir aðeins tíu mínútna leik gegn Chelsea á gamlársdag. Sport 1.1.2006 18:37 2005 var ótrúlegt ár fyrir Chelsea Jose Mourinho segir að liðið ár hafi verið frábært fyrir Chelsea og segir að keppinautar liðsins geti gleymt því að reyna að ná því að stigum í vetur. Sport 1.1.2006 18:30 Liverpool á höttunum eftir Agger Liverpool er nú sagt vera að leggja lokadrög að því að fá til sín danska varnarmanninn Daniel Agger frá Bröndby, en Agger þessi er landsliðsmaður og Englendingum að góðu kunnur frá því Danir burstuðu Englendinga á Parken í ágúst á síðasta ári. Agger er aðeins 21 árs gamall og er metinn á fimm milljónir punda. Sport 1.1.2006 18:06 Celtic sigraði Hearts Glasgow Celtic bar sigurorð af Hearts 3-2 í æsilegum nýársleik í toppbaráttunni í skosku úrvalsdeildinni í dag. Hearts léku hluta úr leiknum manni færri, en með sigrinum er Celtic komið með sjö stiga forystu á toppnum í deildinni. Jankauskas og Pressley komu Hearts í 2-0 á heimavelli sínum eftir aðeins sjö mínútna leik, en tvö mörk frá McManus á síðustu fjórum mínútum leiksins tryggðu Celtic sigurinn. Sport 1.1.2006 17:53 Sainz í forystu Spænski ökuþórinn Carlos Sainz hefur náð hátt í fjögurra mínútna forskoti í París-Dakar rallinu sem nú stendur yfir. Sainz sigraði með sekúndu mun á öðrum keppnisdegi sem fram fór í Portúgal, þar sem ekin var 115 kílómetra leið. Sainz ekur á Volkswagen, en næstur á eftir honum kemur Al Allyah frá Katar á BMW. Sport 1.1.2006 14:53 Orðað við tvo franska leikmenn Tveir franskir knattspyrnumenn hafa nú verið sterklega orðaðir við Manchester United. Annar þeirra, miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, fullyrðir þetta í samtali við breska blaðið News of the world. Hinn leikmaðurinn er varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Mónakó. Sport 1.1.2006 14:35 Souness og Eriksson áhyggjufullir Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segja það mikið áfall fyrir liðin að Michael Owen hafi ristarbrotnað í leiknum við Tottenham í gær. Owen þarf að fara í aðgerð fljótlega og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Sport 1.1.2006 14:26 Cleveland stöðvaði Detroit LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu níu leikja sigurgöngu Detroit Pistons í nótt með öruggum 97-84 sigri á heimavelli sínum. James skoraði 30 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Rasheed Wallace og Rip Hamilton skoruðu 21 stig hvor fyrir Detroit sem er þó enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Sport 1.1.2006 06:28 Michael Owen ristarbrotinn Framherjinn Michael Owen þurfti að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn Tottenham í Lundúnum í dag og nú er komið í ljós að hann er ristarbrotinn og verður því frá keppni í að minnsta kosti 2-3 mánuði. Ekki nóg með það, heldur grunar sjúkraþjálfara liðsins að markvörðurinn Shay Given sé fingurbrotinn, eins og til að bæta gráu ofan á svart fyrir félagið. Sport 31.12.2005 17:17 Öruggur sigur United á Bolton Manchester United sigraði Bolton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta markið var sjálfsmark, en Louis Saha bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Cristiano Ronaldo sem tryggði sigurinn í síðari hálfleiknum með tveimur mörkum. Gary Speed skoraði mark Bolton. Sport 31.12.2005 17:04 United yfir gegn Bolton í hálfleik Manchester United hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Bolton, en nú standa yfir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta mark United var sjálfsmark frá N´Gotty, en eftir að Gary Speed hafði jafnað metin fyrir Bolton, kom Louis Saha United yfir á nýjan leik. Sport 31.12.2005 15:57 Áttundi sigur New Jersey í röð New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Sport 31.12.2005 15:39 Tottenham sigraði Newcastle Fjórum fyrstu leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Tottenham sigraði Newcastle 2-0 á heimavelli sínum með mörkum frá Tainio og Mido, Chelsea sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robben og Crespo, Charlton sigraði West Ham 2-0 með mörkum frá Bartlett og Bent, en Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni með markalausu jafntefli gegn Aston Villa á útivelli. Sport 31.12.2005 15:04 Chelsea yfir gegn Birmingham Nú er kominn hálfleikur í fyrstu fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Birmingham, þar sem Crespo og Robben hafa skorað mörk Chelsea. Finninn Tainio hefur komið Tottenham 1-0 yfir gegn Newcastle og Shaun Bartlett kom Charlton yfir gegn West Ham. Markalaust er hjá Aston Villa og Arsenal. Sport 31.12.2005 13:47 Bryant fær tveggja leikja bann Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mike Miller hjá Memphis ljótt olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Höggið var einsskonar hefndarhögg hjá Bryant, sem fékk skurð á augað eftir Miller og svaraði hressilega fyrir sig þegar hann sneri aftur á völlinn með fimm spor saumuð í andlitið á sér. Sport 31.12.2005 04:46 Samvinna McBride og Heiðars kom mér á óvart Chris Coleman segir að það hafi komið sér á óvart hve vel þeir Heiðar Helguson og Brian McBride hafi náð saman í framlínu liðsins í síðustu tveimur leikjum, en bendir á að varnarmenn andstæðinganna hafi haft fangið fullt við að gæta þeirra vegna líkamlegs styrks þeirra. Sport 31.12.2005 04:35 Vidic bíður eftir atvinnuleyfi Manchester United er við það að landa varnarmanninum Nemanja Vidic frá Spartak Moskvu, en Serbinn hefur samið um kaup og kjör og staðist læknisskoðun hjá félaginu. Kaupverðið er sjö milljónir punda og vonast forráðamenn United til að hann verði orðinn laus allra mála þann 8. næsta mánaðar þegar liðið á leik í bikarkeppninni. Sport 31.12.2005 04:29 « ‹ 235 236 237 238 239 240 241 242 243 … 264 ›
O´Leary sáttur David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, hrósaði stöðugleikanum í leik sinna manna í dag eftir að liðið sigraði West Brom 2-1 og segir að liðið hafi spýtt í lófana eftir að það tapaði fyrir Doncaster í bikarnum á dögunum. Sport 2.1.2006 18:08
Schlesser sigraði á þriðju leiðinni Frakkinn Jean-Louis Schlesser nýtti sér reynslu sína til hins ítrasta á þriðju sérleiðinni í París-Dakar rallinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark á sérsmíðuðum bíl sínum, en þetta var fyrsti Afríkuáfanginn í keppninni. Schlesser hefur tvívegis sigrað í keppninni, árið 1999 og 2000. Spánverjinn Nani Roma er í forystu í heildarkeppninni eftir að hafa komið sjötti í mark í dag. Sport 2.1.2006 17:56
Bolton stöðvaði sigurgöngu Liverpool Bolton og Liverpool skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í dag 2-2 í hörkuleik. Það voru Jaidi og Diouf sem skoruðu mörk heimamanna, en Gerrard og Garcia skoruðu fyrir Liverpool. Sport 2.1.2006 16:54
Essien getur ekki gengið Ghanamaðurinn Michael Essien getur ekki gengið og er mjög bólginn á ökkla eftir tæklingu sem hann varð fyrir í byrjun leiks gegn West Ham í dag. Bera þurfti miðjumanninn af velli á börum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn í lið Chelsea í hans stað eftir aðeins 13 mínútur í dag. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli Essien eru, en óttast er að hann missi af Afríkukeppninni með landsliði sínu. Sport 2.1.2006 16:21
Bolton yfir gegn Liverpool Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattpspyrnu. Bolton hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum og það var Jaidi sem skoraði mark heimamanna á 10. mínútu. Liverpool hefur sótt hart að marki Bolton í kjölfarið, en hefur ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Sport 2.1.2006 15:56
Fyrstu kaup Liverpool á árinu Liverpool gekk í dag frá kaupum á vængmanninum Paul Anderson frá Hull City, en Hull fær John Welsh í staðinn. Andersen þótti standa sig vel þegar hann var til reynslu hjá Liverpool og spilaði með varaliði félagsins. Andersen er aðeins 17 ára gamall. Sport 2.1.2006 15:49
Schumacher segir Ferrari á réttri leið Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher segir að Ferrari-liðið sé á réttri leið í að koma sér á meðal þeirra bestu á ný og spáir að næsta keppnistímabil verði mun betra en árið 2005, þar sem liðið olli miklum vonbrigðum. Sport 2.1.2006 15:38
Öruggur sigur Chelsea Chelsea lagði granna sína í West Ham 3-1 á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni nú áðan og heldur því áfram öruggri forystu á toppi deildarinnar. Það var Frank Lampard sem kom Chelsea yfir í leiknum, en Marlon Harewood jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Það voru svo Hernan Crespo og Didier Drogba sem tryggðu Chelsea sigurinn með mörkum á 62. og 80. mínútu. Sport 2.1.2006 14:32
Portsmouth staðfestir tilboð Gaydamak Rússneski auðkýfingurinn Alexander Gaydamak hefur keypt helmingshlut í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þetta staðfesti félagið nú fyrir stundu og er þetta talið blása miklu lífi í fjárhag félagsins sem berst fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Sport 2.1.2006 14:21
Baros tryggði Villa sigurinn Framherjinn Milan Baros tryggði Aston Villa 2-1 sigur á West Brom á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Steve Davis kom Villa yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Steve Watson jafnaði metin á 76. mínútu. Staðan í leik West Ham og Chelsea er enn 1-0 fyrir Chelsea, en síðari hálfleikur er þar ný hafinn. Sport 2.1.2006 13:50
Miami burstaði Minnesota Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami burstaði Minnesota 97-70 eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrri hálfleik. Pat Riley las hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum og það dugði, því Miami fékk aðeins á sig 26 stig í síðari hálfleiknum. Dwayne Wade var stigahæstur í jöfnu liði Miami með 19 stig, en Wally Szczerbiak skoraði mest hjá Minnesota, 19 stig. Sport 2.1.2006 13:36
Neitar að tjá sig um hugsanlega yfirtöku Þær fréttir bárust frá Englandi í morgun að rússneskur auðkýfingur væri að íhuga að reyna að kaupa úrvalsdeildarlið Portsmouth, en félagið hefur neitað að tjá sig um þessar fregnir. Maðurinn sem um ræðir heitir Alexander Gaydamak og er sonur milljarðamæringsins Arcadi Gaydamak, en hann á til að mynda knattspyrnulið í Ísrael. Sport 2.1.2006 13:25
Átta leikir í dag Boltinn er þegar farinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í dag og nú standa yfir tveir leikir. Alls eru átta leikir á dagskrá í dag. Aston Villa hefur 1-0 yfir á útivelli gegn West Brom þegar síðari hálfleikur er nýhafinn, en það var Steve Davis sem skoraði mark Villa. Þá er um hálftími liðinn af leik West Ham og Chelsea, þar sem Frank Lampard var að koma gestunum yfir á 25. mínútu. Sport 2.1.2006 13:12
Enn lengist meiðslalistinn Það á ekki af Steve Bruce og félögum í Birmingham að ganga í vetur og nú er ljóst að varnarmaðurinn Matthew Upson verður frá í mánuð eftir að hann sneri sig á ökkla eftir aðeins tíu mínútna leik gegn Chelsea á gamlársdag. Sport 1.1.2006 18:37
2005 var ótrúlegt ár fyrir Chelsea Jose Mourinho segir að liðið ár hafi verið frábært fyrir Chelsea og segir að keppinautar liðsins geti gleymt því að reyna að ná því að stigum í vetur. Sport 1.1.2006 18:30
Liverpool á höttunum eftir Agger Liverpool er nú sagt vera að leggja lokadrög að því að fá til sín danska varnarmanninn Daniel Agger frá Bröndby, en Agger þessi er landsliðsmaður og Englendingum að góðu kunnur frá því Danir burstuðu Englendinga á Parken í ágúst á síðasta ári. Agger er aðeins 21 árs gamall og er metinn á fimm milljónir punda. Sport 1.1.2006 18:06
Celtic sigraði Hearts Glasgow Celtic bar sigurorð af Hearts 3-2 í æsilegum nýársleik í toppbaráttunni í skosku úrvalsdeildinni í dag. Hearts léku hluta úr leiknum manni færri, en með sigrinum er Celtic komið með sjö stiga forystu á toppnum í deildinni. Jankauskas og Pressley komu Hearts í 2-0 á heimavelli sínum eftir aðeins sjö mínútna leik, en tvö mörk frá McManus á síðustu fjórum mínútum leiksins tryggðu Celtic sigurinn. Sport 1.1.2006 17:53
Sainz í forystu Spænski ökuþórinn Carlos Sainz hefur náð hátt í fjögurra mínútna forskoti í París-Dakar rallinu sem nú stendur yfir. Sainz sigraði með sekúndu mun á öðrum keppnisdegi sem fram fór í Portúgal, þar sem ekin var 115 kílómetra leið. Sainz ekur á Volkswagen, en næstur á eftir honum kemur Al Allyah frá Katar á BMW. Sport 1.1.2006 14:53
Orðað við tvo franska leikmenn Tveir franskir knattspyrnumenn hafa nú verið sterklega orðaðir við Manchester United. Annar þeirra, miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, fullyrðir þetta í samtali við breska blaðið News of the world. Hinn leikmaðurinn er varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Mónakó. Sport 1.1.2006 14:35
Souness og Eriksson áhyggjufullir Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segja það mikið áfall fyrir liðin að Michael Owen hafi ristarbrotnað í leiknum við Tottenham í gær. Owen þarf að fara í aðgerð fljótlega og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Sport 1.1.2006 14:26
Cleveland stöðvaði Detroit LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu níu leikja sigurgöngu Detroit Pistons í nótt með öruggum 97-84 sigri á heimavelli sínum. James skoraði 30 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Rasheed Wallace og Rip Hamilton skoruðu 21 stig hvor fyrir Detroit sem er þó enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Sport 1.1.2006 06:28
Michael Owen ristarbrotinn Framherjinn Michael Owen þurfti að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn Tottenham í Lundúnum í dag og nú er komið í ljós að hann er ristarbrotinn og verður því frá keppni í að minnsta kosti 2-3 mánuði. Ekki nóg með það, heldur grunar sjúkraþjálfara liðsins að markvörðurinn Shay Given sé fingurbrotinn, eins og til að bæta gráu ofan á svart fyrir félagið. Sport 31.12.2005 17:17
Öruggur sigur United á Bolton Manchester United sigraði Bolton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta markið var sjálfsmark, en Louis Saha bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Cristiano Ronaldo sem tryggði sigurinn í síðari hálfleiknum með tveimur mörkum. Gary Speed skoraði mark Bolton. Sport 31.12.2005 17:04
United yfir gegn Bolton í hálfleik Manchester United hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Bolton, en nú standa yfir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta mark United var sjálfsmark frá N´Gotty, en eftir að Gary Speed hafði jafnað metin fyrir Bolton, kom Louis Saha United yfir á nýjan leik. Sport 31.12.2005 15:57
Áttundi sigur New Jersey í röð New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Sport 31.12.2005 15:39
Tottenham sigraði Newcastle Fjórum fyrstu leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Tottenham sigraði Newcastle 2-0 á heimavelli sínum með mörkum frá Tainio og Mido, Chelsea sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robben og Crespo, Charlton sigraði West Ham 2-0 með mörkum frá Bartlett og Bent, en Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni með markalausu jafntefli gegn Aston Villa á útivelli. Sport 31.12.2005 15:04
Chelsea yfir gegn Birmingham Nú er kominn hálfleikur í fyrstu fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Birmingham, þar sem Crespo og Robben hafa skorað mörk Chelsea. Finninn Tainio hefur komið Tottenham 1-0 yfir gegn Newcastle og Shaun Bartlett kom Charlton yfir gegn West Ham. Markalaust er hjá Aston Villa og Arsenal. Sport 31.12.2005 13:47
Bryant fær tveggja leikja bann Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mike Miller hjá Memphis ljótt olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Höggið var einsskonar hefndarhögg hjá Bryant, sem fékk skurð á augað eftir Miller og svaraði hressilega fyrir sig þegar hann sneri aftur á völlinn með fimm spor saumuð í andlitið á sér. Sport 31.12.2005 04:46
Samvinna McBride og Heiðars kom mér á óvart Chris Coleman segir að það hafi komið sér á óvart hve vel þeir Heiðar Helguson og Brian McBride hafi náð saman í framlínu liðsins í síðustu tveimur leikjum, en bendir á að varnarmenn andstæðinganna hafi haft fangið fullt við að gæta þeirra vegna líkamlegs styrks þeirra. Sport 31.12.2005 04:35
Vidic bíður eftir atvinnuleyfi Manchester United er við það að landa varnarmanninum Nemanja Vidic frá Spartak Moskvu, en Serbinn hefur samið um kaup og kjör og staðist læknisskoðun hjá félaginu. Kaupverðið er sjö milljónir punda og vonast forráðamenn United til að hann verði orðinn laus allra mála þann 8. næsta mánaðar þegar liðið á leik í bikarkeppninni. Sport 31.12.2005 04:29