Sport

Essien getur ekki gengið

Essien er nokkuð illa farinn eftir tæklingu Reo-Coker í dag og svo gæti farið að þátttaka hans í Afríkukeppninni væri í hættu
Essien er nokkuð illa farinn eftir tæklingu Reo-Coker í dag og svo gæti farið að þátttaka hans í Afríkukeppninni væri í hættu NordicPhotos/GettyImages

Ghanamaðurinn Michael Essien getur ekki gengið og er mjög bólginn á ökkla eftir tæklingu sem hann varð fyrir í byrjun leiks gegn West Ham í dag. Bera þurfti miðjumanninn af velli á börum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn í lið Chelsea í hans stað eftir aðeins 13 mínútur í dag. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli Essien eru, en óttast er að hann missi af Afríkukeppninni með landsliði sínu.

"Ég vil ekki ræða þetta atvik sérstaklega, en Essien er sannarlega mjög bólginn og getur ekki gengið. Við þurfum nú að bíða eftir að löppin á honum verði mynduð til að meta hversu alvarleg meiðsli hans eru. Ég ætla ekki að ræða tæklinguna hjá Reo-Coker frekar, en ég get alveg ímyndað mér hvað hefði verið sagt ef það hefði verið Essien sem hefði meitt hann, en ekki öfugt," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×