Erlendar Miami komið í þægilega stöðu Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt. Sport 15.5.2006 04:11 Larry Brown rekinn frá New York? Heimildarmaður dagblaðsins New York Daily News greindi frá því um helgina að stjórnarformaður New York Knicks væri alvarlega að hugsa um að kaupa upp samning þjálfarans Larry Brown og láta hann fara frá félaginu. Sport 15.5.2006 04:56 Ciudad tapaði úrslitaleiknum Nýkrýndir Evrópumeistarar Ciudad Real töpuðu úrslitaleiknum í spænska bikarnum í dag fyrir liði Valladolid 35-30. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad í leiknum. Sport 14.5.2006 21:01 Tveir nýliðar í landsliðshópi Frakka Tveir nýliðar verða í landsliðshópi Frakka fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar, en hópurinn var tilkynntur í dag. Miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, sem kallaður hefur verið nýr Zidane, er í 23 manna hópi Frakka í fyrsta sinn líkt og bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Wigan. Sport 14.5.2006 20:25 New Jersey - Miami á Sýn Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður sýndur á Sýn í kvöld um klukkan 22:30. Miami hefur yfir 2-1 í einvíginu og getur komist í þægilega stöðu með sigri í New Jersey í kvöld. Klukkan tólf á miðnætti er svo fjórði leikur LA Clippers og Phoenix Suns sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 14.5.2006 21:10 Ólöf María hafnaði í 36. sæti Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 36.-44. sæti á Opna Spánarmótinu í golfi sem fram fór í Castellon um helgina. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum yfir pari eftir að hafa leikið á 3 höggum yfir pari á lokadeginum. Sport 14.5.2006 20:57 Hörður skoraði í sigri Silkeborg Hörður Sveinsson skoraði fyrsta mark Silkeborg í óvæntum 3-2 útisigri liðsins á meistudum FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Silkeborg hafnaði því í 8. sæti deildarinnar, en Kaupmannahafnarliðið sigraði í deildinni. Fótbolti 14.5.2006 20:04 Bölvar "meindýrum" í skoska boltanum Vladimir Romanov notaði tækifærið eftir að lið hans varð bikarmeistari í gær til að viðra samsæriskenningar sínar um skosku úrvalsdeildina. Romanov segir það hneyksli að lið hans skildi ekki verða meistari og kennir um "meindýrum" eins og dómurum, umboðsmönnum og knattspyrnuyfirvöldum í landinu. Sport 14.5.2006 18:37 Nadal lagði Federer og jafnaði met Spænski tenniskappinn Rafael Nadal hafði betur gegn Roger Federer í úrslitaleik meistaramótsins í Róm sem lauk nú síðdegis. Þetta var 53. sigur Nadal í röð á leirvelli sem er metjöfnun. Federer hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tennisvellinum í ár og bæði voru þau gegn hinum unga Nadal, sem hafði betur í dag 6-7 (0-7) 7-6 (7-5) 6-4 2-6 7-6 (7-5) í æsilegum úrslitaleik. Sport 14.5.2006 18:29 Hatton lagði Collazo í frábærum bardaga Ricky Hatton mætti líklega einhverjum sterkasta andstæðingi sínum á ferlinum þegar hann lagði hinn örvhenta Luis Collazo naumlega í Boston Garden í nótt. Hatton er þar með orðinn heimsmeistari WBA meistari í veltivigt og sveik engann í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum sem sýndur var beint á Sýn í nótt. Sport 14.5.2006 17:09 Chelsea staðfestir áhuga sinn á Shevchenko Forráðamenn Chelsea hafa nú staðfest það í samtali við breska fjölmiðla að félagið hafi áhuga á úkraínska framherjanum Andriy Shevchenko hjá AC Milan og reyni væntanlega að fá hann í sínar raðir í sumar. Sport 14.5.2006 16:20 Ballack í raðir Chelsea á mánudag Nú hefur verið staðfest að Michael Ballack hjá Bayern Munchen muni ganga formlega í raðir Englandsmeistara Chelsea á mánudaginn, þegar haldinn verður sérstakur blaðamannafundur til að tilkynna komu hans. Jose Mourinho segist ánægður með þær viðræður sem hann hafi átt við þýska leikmanninn og fagnar jákvæðu hugarfari hans í garð vistaskiptanna. Sport 14.5.2006 15:48 Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42 Alonso sigraði á heimavelli Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði örugglega í Spánarkappakstrinum sem fram fór í Barcelona í dag. Alonso leiddi frá upphafi til enda í dag og olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum engum vonbrigðum. Michael Schumacher hjá Ferrar hafnaði í öðru sæti og Giancarlo Fisichella hjá Renault varð þriðji. Sport 14.5.2006 15:09 Dallas komið í vænlega stöðu Dallas Mavericks hefur náð 2-1 forystu í einvígi sínu við meistara San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í gær vann liðið 105-104 í æsispennandi leik og næsti leikur fer einnig fram á heimavelli Dallas. Sport 14.5.2006 14:51 Cleveland lagði Detroit Cleveland Cavaliers lagði Detroit Pistons 86-77 í nótt og minnkaði munninn í 2-1 í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James skoraði 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhluta og hirti auk þess 10 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Rip Hamilton var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig. Sport 14.5.2006 14:47 Nistelrooy fyrir Diarra? Talsmaður franska stórliðsins Lyon segir að félagið hefði ekkert á móti því að krækja í Ruud van Nistelrooy í staðinn ef Manchester United hefði áhuga á að kaupa miðjumanninn sterka Mahamadou Diarra. Sport 13.5.2006 18:42 De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14 Federer og Nadal mætast í úrslitum í Róm Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem leika til úrslita á meistaramótinu í tennis sem fram fer í Róm, eftir að þeir lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum í dag. Nadal er eini maðurinn sem hefur lagt Federer að velli á árinu og með sigri getur hann jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli. Sport 13.5.2006 18:36 Hearts bikarmeistari Úrvalsdeildarlið Hearts frá Edinborg varð í dag skoskur bikarmeistari í sjöunda sinn þegar liðið lagði 2. deildarlið Gretna í úrslitaleik eftir framlengingu og vítakeppni. Gretna-liðið hefur farið upp um deild tvö ár í röð og slapp við að mæta úrvalsdeildarliði í bikarnum í ár alla leið í úrslitin, þar sem heppnin var á bandi Hearts í vítakeppninni. Sport 13.5.2006 18:29 Skotar fögnuðu sigri Skotar tryggðu sér í dag sigur á æfingamótinu Kirin Cup í Japan, þrátt fyrir markalaust jafntefli í leiknum sem réði úrslitum á mótinu. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu ekki að nýta færi sín og því fögnuðu Skotarnir sigrinum. Sport 13.5.2006 18:25 Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV Það verður að venju mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum um helgina og hægt verður að fylgjast með fjölda leikjanna á Sýn og NBA TV, en báðir leikir kvöldsins verða til að mynda í sjónvarpinu. Leikur Cleveland og Detroit verður sýndur á Sýn um klukkan 22 í kvöld og þá verður bein útsending á NBA TV síðar um miðnætti frá þriðja leik Dallas og San Antonio. Sport 13.5.2006 17:09 Biðum eftir vítakeppninni Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og maður bikarúrslitaleiksins í dag, sagði að sigurinn hefði verið einstakur fyrir sig. Þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðarins Jose Reina í lokin, var það Gerrard sem var maður leiksins og hann þakkaði sigurinn baráttuanda Liverpool-liðsins. Sport 13.5.2006 17:49 Óheppnin eltir Coulthard David Coulthard hafði ekki heppnina með sér í tímatökunum fyrir Spánarkappaksturinn í dag, en hann verður á morgun aðeins áttundi ökumaðurinn í sögunni til að taka þátt í 200 keppnum. Coulthard ók bíl sínum út af brautinni í dag og þarf að ræsa í næst síðasta sætinu á morgun. Sport 13.5.2006 17:34 Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31 Liverpool bikarmeistari Liverpool vann í dag enska bikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham í dramatískum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þar var það markvörður liðsins Jose Reina sem var hetja dagsins þegar hann varði þrjár spyrnur West Ham-manna í vítakeppninni. Sport 13.5.2006 16:47 Ólöf aftur á pari Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lauk þriðja hringnum á opna Spánarmótinu á pari í dag og er því samtals á einu höggi undir pari. Ólöf er því í 18.-22 sæti keppenda á mótinu. Sport 13.5.2006 16:20 Wigan hafnar tilboði Tottenham í Chimbonda Wigan hefur sagt þvert nei við 3 milljón punda tilboði Tottenham í bakvörðinn knáa Pascal Chimbonda og stendur félagið fast á því að fá helmingi hærri upphæð en það fyrir leikmanninn. Chimbonda vill fara frá Wigan í sumar. Sport 13.5.2006 16:24 Kristján skoraði fyrir Brann Íslendingalið Brann sigraði Sandefjord 2-0 í fyrsta leiknum í norska boltanum í dag. Kristján Örn Sigurðsson skoraði annað marka Brann í leiknum, sem reyndar var nokkuð umdeilt. Ólafur Örn Bjarnason var einnig í liði Brann í dag, sem skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Sport 13.5.2006 16:11 Framlengt í Cardiff Úrslitaleikurinn í enska bikarnum í dag er að verða ansi sögulegur, en grípa þarf til framlengingar eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Lengst af leit út fyrir að West Ham færi með sigur af hólmi í leiknum, en Steven Gerrard var enn og aftur hetja þeirra rauðklæddu þegar hann skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti af 30 metra færi undir lokin. Sport 13.5.2006 15:47 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 264 ›
Miami komið í þægilega stöðu Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt. Sport 15.5.2006 04:11
Larry Brown rekinn frá New York? Heimildarmaður dagblaðsins New York Daily News greindi frá því um helgina að stjórnarformaður New York Knicks væri alvarlega að hugsa um að kaupa upp samning þjálfarans Larry Brown og láta hann fara frá félaginu. Sport 15.5.2006 04:56
Ciudad tapaði úrslitaleiknum Nýkrýndir Evrópumeistarar Ciudad Real töpuðu úrslitaleiknum í spænska bikarnum í dag fyrir liði Valladolid 35-30. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad í leiknum. Sport 14.5.2006 21:01
Tveir nýliðar í landsliðshópi Frakka Tveir nýliðar verða í landsliðshópi Frakka fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar, en hópurinn var tilkynntur í dag. Miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, sem kallaður hefur verið nýr Zidane, er í 23 manna hópi Frakka í fyrsta sinn líkt og bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Wigan. Sport 14.5.2006 20:25
New Jersey - Miami á Sýn Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður sýndur á Sýn í kvöld um klukkan 22:30. Miami hefur yfir 2-1 í einvíginu og getur komist í þægilega stöðu með sigri í New Jersey í kvöld. Klukkan tólf á miðnætti er svo fjórði leikur LA Clippers og Phoenix Suns sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 14.5.2006 21:10
Ólöf María hafnaði í 36. sæti Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 36.-44. sæti á Opna Spánarmótinu í golfi sem fram fór í Castellon um helgina. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum yfir pari eftir að hafa leikið á 3 höggum yfir pari á lokadeginum. Sport 14.5.2006 20:57
Hörður skoraði í sigri Silkeborg Hörður Sveinsson skoraði fyrsta mark Silkeborg í óvæntum 3-2 útisigri liðsins á meistudum FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Silkeborg hafnaði því í 8. sæti deildarinnar, en Kaupmannahafnarliðið sigraði í deildinni. Fótbolti 14.5.2006 20:04
Bölvar "meindýrum" í skoska boltanum Vladimir Romanov notaði tækifærið eftir að lið hans varð bikarmeistari í gær til að viðra samsæriskenningar sínar um skosku úrvalsdeildina. Romanov segir það hneyksli að lið hans skildi ekki verða meistari og kennir um "meindýrum" eins og dómurum, umboðsmönnum og knattspyrnuyfirvöldum í landinu. Sport 14.5.2006 18:37
Nadal lagði Federer og jafnaði met Spænski tenniskappinn Rafael Nadal hafði betur gegn Roger Federer í úrslitaleik meistaramótsins í Róm sem lauk nú síðdegis. Þetta var 53. sigur Nadal í röð á leirvelli sem er metjöfnun. Federer hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tennisvellinum í ár og bæði voru þau gegn hinum unga Nadal, sem hafði betur í dag 6-7 (0-7) 7-6 (7-5) 6-4 2-6 7-6 (7-5) í æsilegum úrslitaleik. Sport 14.5.2006 18:29
Hatton lagði Collazo í frábærum bardaga Ricky Hatton mætti líklega einhverjum sterkasta andstæðingi sínum á ferlinum þegar hann lagði hinn örvhenta Luis Collazo naumlega í Boston Garden í nótt. Hatton er þar með orðinn heimsmeistari WBA meistari í veltivigt og sveik engann í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum sem sýndur var beint á Sýn í nótt. Sport 14.5.2006 17:09
Chelsea staðfestir áhuga sinn á Shevchenko Forráðamenn Chelsea hafa nú staðfest það í samtali við breska fjölmiðla að félagið hafi áhuga á úkraínska framherjanum Andriy Shevchenko hjá AC Milan og reyni væntanlega að fá hann í sínar raðir í sumar. Sport 14.5.2006 16:20
Ballack í raðir Chelsea á mánudag Nú hefur verið staðfest að Michael Ballack hjá Bayern Munchen muni ganga formlega í raðir Englandsmeistara Chelsea á mánudaginn, þegar haldinn verður sérstakur blaðamannafundur til að tilkynna komu hans. Jose Mourinho segist ánægður með þær viðræður sem hann hafi átt við þýska leikmanninn og fagnar jákvæðu hugarfari hans í garð vistaskiptanna. Sport 14.5.2006 15:48
Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42
Alonso sigraði á heimavelli Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði örugglega í Spánarkappakstrinum sem fram fór í Barcelona í dag. Alonso leiddi frá upphafi til enda í dag og olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum engum vonbrigðum. Michael Schumacher hjá Ferrar hafnaði í öðru sæti og Giancarlo Fisichella hjá Renault varð þriðji. Sport 14.5.2006 15:09
Dallas komið í vænlega stöðu Dallas Mavericks hefur náð 2-1 forystu í einvígi sínu við meistara San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í gær vann liðið 105-104 í æsispennandi leik og næsti leikur fer einnig fram á heimavelli Dallas. Sport 14.5.2006 14:51
Cleveland lagði Detroit Cleveland Cavaliers lagði Detroit Pistons 86-77 í nótt og minnkaði munninn í 2-1 í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James skoraði 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhluta og hirti auk þess 10 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Rip Hamilton var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig. Sport 14.5.2006 14:47
Nistelrooy fyrir Diarra? Talsmaður franska stórliðsins Lyon segir að félagið hefði ekkert á móti því að krækja í Ruud van Nistelrooy í staðinn ef Manchester United hefði áhuga á að kaupa miðjumanninn sterka Mahamadou Diarra. Sport 13.5.2006 18:42
De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14
Federer og Nadal mætast í úrslitum í Róm Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem leika til úrslita á meistaramótinu í tennis sem fram fer í Róm, eftir að þeir lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum í dag. Nadal er eini maðurinn sem hefur lagt Federer að velli á árinu og með sigri getur hann jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli. Sport 13.5.2006 18:36
Hearts bikarmeistari Úrvalsdeildarlið Hearts frá Edinborg varð í dag skoskur bikarmeistari í sjöunda sinn þegar liðið lagði 2. deildarlið Gretna í úrslitaleik eftir framlengingu og vítakeppni. Gretna-liðið hefur farið upp um deild tvö ár í röð og slapp við að mæta úrvalsdeildarliði í bikarnum í ár alla leið í úrslitin, þar sem heppnin var á bandi Hearts í vítakeppninni. Sport 13.5.2006 18:29
Skotar fögnuðu sigri Skotar tryggðu sér í dag sigur á æfingamótinu Kirin Cup í Japan, þrátt fyrir markalaust jafntefli í leiknum sem réði úrslitum á mótinu. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu ekki að nýta færi sín og því fögnuðu Skotarnir sigrinum. Sport 13.5.2006 18:25
Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV Það verður að venju mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum um helgina og hægt verður að fylgjast með fjölda leikjanna á Sýn og NBA TV, en báðir leikir kvöldsins verða til að mynda í sjónvarpinu. Leikur Cleveland og Detroit verður sýndur á Sýn um klukkan 22 í kvöld og þá verður bein útsending á NBA TV síðar um miðnætti frá þriðja leik Dallas og San Antonio. Sport 13.5.2006 17:09
Biðum eftir vítakeppninni Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og maður bikarúrslitaleiksins í dag, sagði að sigurinn hefði verið einstakur fyrir sig. Þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðarins Jose Reina í lokin, var það Gerrard sem var maður leiksins og hann þakkaði sigurinn baráttuanda Liverpool-liðsins. Sport 13.5.2006 17:49
Óheppnin eltir Coulthard David Coulthard hafði ekki heppnina með sér í tímatökunum fyrir Spánarkappaksturinn í dag, en hann verður á morgun aðeins áttundi ökumaðurinn í sögunni til að taka þátt í 200 keppnum. Coulthard ók bíl sínum út af brautinni í dag og þarf að ræsa í næst síðasta sætinu á morgun. Sport 13.5.2006 17:34
Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31
Liverpool bikarmeistari Liverpool vann í dag enska bikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham í dramatískum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þar var það markvörður liðsins Jose Reina sem var hetja dagsins þegar hann varði þrjár spyrnur West Ham-manna í vítakeppninni. Sport 13.5.2006 16:47
Ólöf aftur á pari Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lauk þriðja hringnum á opna Spánarmótinu á pari í dag og er því samtals á einu höggi undir pari. Ólöf er því í 18.-22 sæti keppenda á mótinu. Sport 13.5.2006 16:20
Wigan hafnar tilboði Tottenham í Chimbonda Wigan hefur sagt þvert nei við 3 milljón punda tilboði Tottenham í bakvörðinn knáa Pascal Chimbonda og stendur félagið fast á því að fá helmingi hærri upphæð en það fyrir leikmanninn. Chimbonda vill fara frá Wigan í sumar. Sport 13.5.2006 16:24
Kristján skoraði fyrir Brann Íslendingalið Brann sigraði Sandefjord 2-0 í fyrsta leiknum í norska boltanum í dag. Kristján Örn Sigurðsson skoraði annað marka Brann í leiknum, sem reyndar var nokkuð umdeilt. Ólafur Örn Bjarnason var einnig í liði Brann í dag, sem skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Sport 13.5.2006 16:11
Framlengt í Cardiff Úrslitaleikurinn í enska bikarnum í dag er að verða ansi sögulegur, en grípa þarf til framlengingar eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Lengst af leit út fyrir að West Ham færi með sigur af hólmi í leiknum, en Steven Gerrard var enn og aftur hetja þeirra rauðklæddu þegar hann skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti af 30 metra færi undir lokin. Sport 13.5.2006 15:47