Erlendar

Fréttamynd

Þurfum á Henry að halda

Arsene Wenger segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort franski framherjinn Thierry Henry verði áfram hjá Arsenal eða ekki, en bendir á að hann sé vongóður um að halda honum. Hann segir jafnframt að Henry sé algjör lykilmaður í framtíð félagsins.

Sport
Fréttamynd

Hauge sér eftir ákvörðun sinni

Norski dómarinn Terje Hauge segist sjá nokkuð eftir ákvörðun sinni að senda Jens Lehmann af leikvelli með rautt spjald í upphafi úrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær og viðurkennir að hann hefði átt að bíða aðeins lengur með að taka ákvörðun sína.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir gefast ekki upp

Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum.

Sport
Fréttamynd

Cleveland að takast hið ómögulega?

Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir.

Sport
Fréttamynd

James fékk flest atkvæði í lið ársins

Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers fékk flest atkvæði allra í valinu á úrvalsliði ársins í deildarkeppni NBA í vetur, en niðurstöðurnar voru birtar nú í kvöld. Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk næst flest atkvæði og þriðji kom svo verðmætasti leikmaður ársins, Steve Nash hjá Phoenix.

Sport
Fréttamynd

Harmi sleginn eftir rauða spjaldið

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Verður Gerrard framherji?

Sven-Göran Eriksson segir vel koma til greina að Steven Gerrard verði færður í framlínu enska landsliðsins á HM ef svo fer að Wayne Rooney nái sér ekki af meiðslum sínum í tæka tíð.

Sport
Fréttamynd

Sætt að sigra gegn gömlu félögunum

Giovanni van Bronchorst, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði það hafa verið sætt að leggja gömlu félagana í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Jöfnunarmarkið var rangstaða

Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða.

Sport
Fréttamynd

Dómgæslan var hræðileg

Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar.

Sport
Fréttamynd

Barcelona Evrópumeistari

Spænska liðið Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu árið 2006 eftir 2-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik í París. Sol Campbell kom enska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en þeir Samuel Eto´o og Juliano Belletti tryggðu Barcelona sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Barcelona komið yfir

Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Arsenal leiðir í hálfleik

Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli.

Sport
Fréttamynd

Campbell kemur Arsenal yfir

Sol Campbell hefur komið Arsenal yfir gegn Barcelona á 37. mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu. Barcelona hefur verið heldur sterkari aðilinn eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald, en nú verður spænska liðið greinilega að spýta í lófana.

Sport
Fréttamynd

Lehmann rekinn útaf

Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðin klár

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu sem er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Berbatov ætlar sér stóra hluti

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir Tottenham í dag, segist ekki geta beðið eftir því að hitta nýju félagana á fyrstu æfingunni og er staðráðinn í að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til hans eftir að hann var keyptur á tæpar 11 milljónir punda frá Bayer Leverkusen.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vill fá mig

Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid heldur því fram í samtali við spænska dagblaðið Marca í dag að Chelsea hafi áhuga á að fá sig til Englands.

Sport
Fréttamynd

Campell væntanlega í byrjunarliðinu

Nú styttist óðum í úrslitaleik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni sem sýndur verður beint á Sýn í kvöld klukkan 18. Reiknað er með að Sol Campbell verði í byrjunarliði Arsenal, en Arsene Wenger stendur í langan tíma frammi fyrir því að geta valið úr mönnum í nokkrar stöður á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Syngur Hasselhoff í sturtu

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur vakið mikla athygli fyrir að sýna stáltaugar á vítalínunni undir lok síðustu leikja Dallas gegn San Antonio í úrslitakeppninni. Hann segir að leyndarmálið sé að ná að slaka vel á og það segist hann gera með því að syngja gamla slagara með strandverðinum David Hasselhoff í sturtunni.

Sport
Fréttamynd

Cole hefur áður lent í Ronaldinho

Bakvörðurinn Ashley Cole segist búast við því að viðureign varnarmanna Arsenal við Ronaldinho hjá Barcelona muni draga fram það besta í þeim í leiknum í kvöld, en Cole hefur áður lent í vandræðum með brasilíska töframanninn.

Sport
Fréttamynd

Heimsmetið tekið af Gatlin

Glæsilegt heimsmet Bandaríkjamannsins Justin Gatlin í 100 metra hlaupi frá því fyrir nokkrum dögum hefur nú verið gert ógilt. Við rannsókn kom í ljós að tímatökubúnaður á brautinni í Katar virkaði ekki sem skildi og því hefur mettími Gatlin verið færður úr 9,76 sekúndum í 9,77 sekúndur og það er því aðeins heimsmetsjöfnun.

Sport
Fréttamynd

Fer til Villarreal í næstu viku

Fernando Roig, forseti spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hélt því fram í sjónvarpsviðtali að franski leikmaðurinn Robert Pires hjá Arsenal myndi ganga í raðir Villarreal í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Berbatov til Tottenham

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham gekk í dag frá kaupum á búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen fyrir tæpar 11 milljónir punda. Berbatov mun skrifa undir samning þann 1. júlí næstkomandi. Berbatov var næst markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og er 25 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Borgvardt með 4 mörk í 7 leikjum

Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sem sló í gegn tvö tímabil með Íslandsmeisturum FH, er nú að gera góða hluti með norska 1. deildarliðinu Bryne.

Sport
Fréttamynd

Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik

Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles.

Sport
Fréttamynd

Miami kláraði dæmið

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105.

Sport
Fréttamynd

Wenger sigurviss

Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Rijkaard kallar á auðmýkt

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp.

Sport
Fréttamynd

Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap

Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs.

Sport