Sport

Jöfnunarmarkið var rangstaða

Arsene Wenger og Thierry Henry voru daufir í dálkinn eftir leikinn
Arsene Wenger og Thierry Henry voru daufir í dálkinn eftir leikinn AFP

Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða.

"Dómarinn gerði stór mistök á mikilvægu augnabliki, því fyrra mark þeirra var hrein og klár rangstaða. Það var mikil synd að tapa þessum leik í kvöld, því mínir menn spiluðu vel eins og þeir hafa gert í keppninni í allan vetur. Það er nú hinsvegar þannig að menn muna bara eftir liðinu sem sigraði í keppninni. Ég hélt að við næðum að halda fengnum hlut í leiknum því það hentar okkur ágætlega að verjast spilamennsku eins og þeirra. Þreytan kann að hafa spilað inn í þetta hjá okkur í lokin, en ég held að þetta hafi meira verið spurning um einbeitingarleysi hjá okkur - því mér fannst Barcelona aldrei ógna okkur almennilega," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×